Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2013 | SKOÐUN | 23
Lögfesting Alþingis á
Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna var með
mikilvægari lagagjörð
þingsins um langt skeið.
Tuttugu ára baráttu fyrir
lögfestingu Barnasátt-
málans er nú lokið. Fyrir
vikið batnar réttarstaða
barna á Íslandi umtals-
vert.
Á enga er hallað þó
þeim Ágústi Ólafi Ágústs-
syni, fyrrverandi þing-
manni, og Helga Hjörv-
ar þingmanni sé þökkuð
sérstaklega barátta fyrir lögfest-
ingu sáttmálans, svo og samþing-
mönnum mínum í allsherjar- og
menntamálanefnd Alþingis fyrir
vandaða og yfirvegaða vinnu
þvert á flokka. Einhugur og
stuðningur við málið skilaði því
inn í þingið fyrir skömmu og í
atkvæðagreiðslu eftir 3. umræðu
nú á dögunum.
Frumkvæðið frá Póllandi
Eftir heimsstyrjöldina síðari var
það Pólland sem átti frumkvæði
og beitti sér af krafti fyrir auk-
inni vernd börnum til handa.
Þessi barátta Pólverja leiddi
til þess að árið 1959 samþykkti
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna einróma Yfirlýsinguna um
réttindi barnsins, sem hafði að
geyma tíu meginreglur um rétt-
indi barna eingöngu og byggði
að hluta til á Genfar-yfirlýsing-
unni frá árinu 1924 og að hluta til
á Mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna frá árinu 1948.
Barnasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna felur í sér skuldbind-
andi samkomulag þjóða
heims um sérstök rétt-
indi börnum til handa,
óháð réttindum hinna
fullorðnu. Þótt aðildar-
ríkin að samningnum
séu skuldbundin til að
tryggja börnum þau réttindi sem
samningurinn veitir þeim er sú
skuldbinding aðeins samkvæmt
þjóðarétti. Vegna tvíeðliskenn-
ingarinnar sem lögð er til grund-
vallar í lagatúlkun hér á landi
þarf að lögfesta alþjóðlega samn-
inga ef þeir eiga að hafa bein rétt-
aráhrif hér á landi. Því er ekki
hægt að beita Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna með beinum
hætti fyrir íslenskum dómstólum
og lögfesting hans jafn mikilvæg
og raun ber vitni.
B a r n a s á t t m á l i n n e r
grundvallar sáttmáli og mikil-
vægt að hann hafi verið lögfest-
ur hér á landi með sama hætti og
gert var með Mannréttindasátt-
mála Evrópu. Vægi Barnasátt-
málans verður þá meira hér á
landi þar sem stjórnvöld og dóm-
stólar landsins verða að taka mið
af honum við úrlausnir mála sem
varða börn. Réttarstaða barna
batnar umtalsvert. Það er stór
áfangi og ástæða til að fagna því
sérstaklega að Alþingi hafi lokið
vinnu þessari fyrir þinglok.
Fyrir ári síðan, á alþjóðlegum
baráttudegi kvenna, samþykkti
borgarráð að hleypa af stokk-
unum hjólafærniverkefni sem
þeir kölluðu „Fröken Reykjavík
á hjóli“. Þann dag ákvað meiri-
hlutinn að fundin yrði skýring á
þeim mikla mun sem er á hjóla-
notkun karla og kvenna en ein-
ungis 8% kvenna hjóla að jafn-
aði á móti 17% karla allt árið.
Ákveðið var að auka fræðslu um
hjólafærni kvenna. Bæta átti
aðstöðu fyrir reiðhjól á kvenna-
vinnustöðum borgarinnar sér-
staklega og skoða fleiri leiðir
svo að „bæði konur og karlar“
gætu nýtt sér „þennan holla,
ábyrga og ódýra ferðamáta“.
Lítið hefur heyrst af árangri
þessa verkefnis. Samkvæmt
starfsfólki borgarinnar hafa
hjólafærninámskeið staðið yfir
fyrir konur sem vinna í grunn-
og leikskólum borgarinnar.
Kennsla kvenna í hjólafærni
hljómar við fyrstu sýn eins og
kenna eigi konum að hjóla en svo
sanngirni sé gætt er rétt að taka
fram að á námskeiðunum er hjól-
ið kynnt sem farartæki ásamt
því sem fram fer fræðsla um
öryggismál, hjólaleiðir og fleira.
Borgarmær í kjól og á hælum
Heiti verkefnisins vekur upp
skemmtilega mynd af iðandi
borgarlífi þar sem konur jafnt
sem karlar hjóla í vinnuna.
Fröken Reykjavík birtist sem
glæsileg borgarmær í kjól og
á hælum sem líður hjólandi
um borgina og sinnir erindum
sínum á leið í eða úr vinnu.
Borgaryfirvöld hafa í nokkur
ár bætt aðgengi fyrir hjólreiða-
fólk og fjárfest mikið í tvöföldun
hjólastíga í borginni. Svo mikið
hefur verið fjárfest að mörgum
þykir nóg um á sama tíma og
niðurskurður er mest notaða
orðið í flestum málaflokkum.
Það er vandfundinn sá ein-
staklingur sem er á móti
umhverfisvernd. Fáir mót-
mæla átaki sem miðar að því
að borgar búar taki sig á við að
flokka rusl, minnka út blástur
bifreiða eða sleppa nagla-
dekkjum þar sem því verður við
komið. Mörg verkefni standa
yfir sem eiga að stuðla að
breyttum venjum og hefðum svo
umhverfið njóti góðs af.
En hafði meirihlutinn í
Reykjavík eitthvað hugsað út í
orsök þess hve fáar konur nota
hjól sem farartæki miðað við
karla þegar ákveðið var að ráð-
ast í verkefni að fjölga hjólandi
konum? Var ekki öllum ljóst af
hverju konur hjóla minna en
karlar til vinnu?
Að sjálfsögðu vilja konur hjóla
Konur, jafnt sem karlar, þekkja
vel af hverju það er gott að hjóla.
Þær vita að það er góður kostur
fyrir umhverfið, sparar eyrinn í
buddunni og er gott fyrir líkam-
legt atgervi. Til þess þarf engin
hjólafærninámskeið á kvenna-
vinnustöðum.
Konur vita jafnframt allar
sem ein að þær eru í miklum
meirihluta þegar kemur að því
að sjá um fjölskylduna og börnin,
eldri borgarana og heimilið. Þær
eru líklegri til að vinna minna
út af þessum verkefnum, þiggja
lægri laun fyrir vikið og eru lík-
legri til að velja störf sem bjóða
upp á þann sveigjanleika sem
þarf til að þær komist í gegnum
þessi verkefni. Konur eru lík-
legri til að sjá um innkaup, fara
með börnin til læknis, í tónlist,
íþróttir eða danstíma.
Konur vita að þó að þær þekki
kosti hjólreiða er í langflestum
tilfellum óraunhæfur kostur
fyrir þær að nota hjól sem sinn
aðalferðamáta. Það að karlar
hjóli meira en konur er afleið-
ing þess kerfis sem við búum við
en ekki einhver umhverfisvæn
hegðun sem er á færi yfirvalda
að breyta.
Byrjum í fyrsta gír
Forgangsröðunin í þessu máli
er sannarlega röng og því
sem næst hjákátleg. Fröken
Reykjavík myndi hjóla jafn-
mikið ef seinni vaktinni, verk-
efnum og skipulagi heimilisins
væri jafnar skipt.
Herra og frú Reykjavík gætu
jafnvel ferðast saman hjólandi
ef samþætting tómstunda og
skóla væri ekki einungis fjar-
lægur draumur í flestum skól-
um. Mun fleira þyrfti þó að
koma til. Hverfisstrætó þyrfti
að koma krökkunum milli staða.
Mörg hverfi þyrftu að þéttast
verulega. Matvöruverslanir, þar
með taldar lágvöruverðsverslan-
ir, þyrftu að senda matinn heim.
Læknatímar þyrftu að færast
inn í skólana og eða vera utan
hefðbundins vinnutíma. Eldri
borgarar þyrftu að geta gengið
sjálfir út í búð og apótek og náð í
það sem þá vanhagar um.
Herra Reykjavík setur í vél
Mikilvægasta verkefnið af öllu
væri þó að tala um hlutina eins
og þeir eru. Nú rennur baráttu-
dagur kvenna upp aftur þann
8. mars eða eftir rúma viku.
Kannski meirihlutinn í Reykja-
vík standi í þetta skiptið að
verkefni sem stuðlar að því að
herra Reykjavík taki aukinn
þátt í heimilisrekstrinum? Þátt-
taka karla í þeim rekstri er jú
sannar lega umtalsvert minni
en þátttaka kvenna. Svo fram-
hald verði á „Fröken Reykjavík á
hjóli“ mætti setja á fót heimilis-
námskeiðið „Herra Reykjavík
þvær þvott“. Hvað ætli borgar-
búum fyndist um slíkt námskeið?
➜ Barnasáttmálinn
er grundvallarsátt-
máli og mikilvægt
að hann hafi verið
lögfestur hér á landi...
Það að karlar hjóli
meira en konur er
afleiðing þess kerfis sem
við búum við en ekki ein-
hver umhverfisvæn hegðun
sem er á færi yfirvalda að
breyta. Forgangsröðunin í
þessu máli er sannarlega
röng og því sem næst
hjákátleg.
Hjólar fröken Reykjavík?
Í DAG
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi
Barnasáttmálinn
BARNA-
SÁTTMÁLI
Björgvin G.
Sigurðsson
formaður alls-
herjar- og mennta-
málanefndar
Alþingis
Ég á tvö börn í grunnskóla
og eitt í leikskóla og er ég
sjálf umsjónarkennari
átján barna í 1. bekk.
Nemendur mínir eru
frábærir og oftast finnst
mér gaman í vinnunni. Ég
tel mig gera mitt besta til
að koma til móts við ólíkar
þarfir nemenda, en þegar
ég horfi til baka þessi tíu
ár sem ég hef verið við
kennslu þá veit ég að ég
hef ekki sinnt nemendum
mínum eins og „skóli án aðgrein-
ingar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki
af því ég hef ekki viljað það held-
ur af því að mér hafa ekki verið
skapaðar þær aðstæður til að
vinna í svo ég geti það. Í grunn-
skólana þarf fleiri sérhæfða aðila
sem hafa þekkingu og ekki síður
reynslu til að vinna með þann fjöl-
breytileika sem er í grunnskólum
borgarinnar. Umsjónarkennari
eyðir sífellt stærri hluta af hverri
kennslustund í að sinna sértæk-
um hegðunar- og námserfiðleik-
um fárra nemenda sem gerir það
að verkum að hinn hluti nemenda
fær sífellt minni tíma – en þeir
eiga samt sama rétt sem þýðir
að við göngum smátt og smátt á
þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli
án aðgreiningar“ hvorki vera að
virka fyrir þá nemendur sem hafa
hegðunarerfiðleika eða þroska-
skerðingar á einhvern
hátt né þessa „normal“
nemendur. Margir þríf-
ast ekki í stórum bekkj-
um og ef þeir eru inni í
bekk skerða þeir vinnu-
skilyrði annarra nemenda
með áreiti og hegðun. En
munum að allir eiga rétt
á að líða vel í skóla og að
þeim sé skapað öruggt
vinnuumhverfi – líka
þessum „normal“ nem-
endum.
Komið til móts við þarfir
Ég veit nokkur dæmi þess að
nemendur hafa farið úr grunn-
skóla án aðgreiningar yfir í
Klettaskóla (áður Öskjuhlíðar-
skóli) og liðið miklu betur. Það
er ekki vegna þess að kennarar
eða starfsfólk var vont við þá eða
fannst þeir ekki hluti af nemend-
um sínum, heldur af því í Kletta-
skóla er hægt að koma til móts
við þarfir hvers og eins – þar eru
sérfræðingar og bekkjarstærðir
í takt við þarfir nemenda. Sér-
fræðingar fyrir almennu grunn-
skólana í Reykjavík eru staðsettir
á þjónustumiðstöðvum hverfanna.
Þeirra helsta hlutverk er að funda
með kennurum og þeim aðilum
sem koma að nemendum og gefa
þeim ráð – vissulega koma oft góð
ráð, en spurningin sem kemur svo
í framhaldinu er oft sú hvort þetta
sé framkvæmanlegt inni í bekk
með yfir 20 aðra nemendur sem
þurfa líka sína þjónustu. Það er
eins og það sé einhver skekkja í
þessu – við höfum ekki mannskap
og úrræði í grunnskólum Reykja-
víkur til að vinna eftir þessum
ráðum án þess að ganga á hlut
hins „normal“ nemanda.
Ég er ekki ein um að hafa
áhyggjur af því hvert við erum
að stefna með grunnskólana í
Reykjavík. Því spyr ég, hátt virtur
borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig
standi á að þetta sé svona? Ertu á
leiðinni að setja meira fjármagn
í skólana til að „skóli án aðgrein-
ingar“ verði framkvæmanlegri
stefna en hún er í dag? Hvað segir
háttvirtur menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af
því að einhverjir „sérfræðingar“
úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru
þessir „sérfræðingar“ með vitaðir
um það sem er að gerast innan
veggja grunnskólanna?
Hvað er til ráða?
Opið bréf til borgarstjóra
og menntamálaráðherra
MENNTUN
Sigríður
Hallsteinsdóttir
foreldri og
grunnskólakennari
➜ Ég er ekki ein um að hafa
áhyggjur af því hvert við
erum að stefna með grunn-
skólana í Reykjavík.
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður
haldinn fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 9.00 árdegis
í Norðurljósasal Hörpu, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu
starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu
endurskoðenda lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins eða hvernig
mæta skuli halla.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu
félagsins.
5. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins, sem
einkum taka mið af rafrænni skráningu hluta í félaginu
skv. ákvæðum laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa
og fyrirhugaðri töku hlutanna til viðskipta á skipulegum
verðbréfamarkaði.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Önnur mál löglega fram borin.
Framboð til stjórnar, þ.m.t. varastjórnar, skal tilkynna
skriflega til félagsstjórnar, Síðumúla 24, Reykjavík, skemmst
fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina
nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um
aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjár-
eign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og
samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira
en 10% í félaginu.
Reikninga félagsins og tillögur má nálgast á aðalskrifstofu
félagsins viku fyrir fundinn.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Aðalfundur
Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000