Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGBaðherbergi FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. LÁRÉTT STURTUBAÐ Þessi óvenjulega sturta er hugarsmíð verkfræðinga hjá fyrirtæk- inu Dornbracht. Þessi sturta er búin tækninni „Ambiance Tuning Technique“ sem gerir fólki kleift að njóta mismunandi hita og þrýstings í sturtunni. Í sturtu með stæl Venjuleg sturtuferð getur breyst í ótrúlega upplifun, í það minnsta ef sturturnar eru eitthvað líkar þeim sem sjá má hér fyrir neðan. Átján stútar, fiskabúr og ilmolíumeðferðir eru meðal þess sem finna má í þessum glamúrsturtum. FISKABÚR Í BAÐI Plano Acquario-sturtuna hönnuðu Giulio Gianturco og Mario Tessarollo fyrir Cesena. Í sturtunni er inn- byggt fiskabúr og því hægt að skemmta sér við að skoða litríkar sjávarverur meðan kroppurinn er þrifinn. Þeir sem ekki eru hrifnir af fiska- búrum gætu jafnvel skipt því út fyrir sjónvarp. OMEGASTURTAN Morphosis Omega-sturtu- kerfið frá Jacuzzi er í raun gufubað hannað af hönnun- arfyrirtækinu Pininfarina. Í tækinu er að finna gufu, ilm- kjarnaolíumeðferð og nudd- kerfi. Auk þess er í því ljósa- kerfi. Hver og ein Omega- sturta er númeruð og merkt, í henni er vinnuvistvænt sæti úr tekki. ÁTJÁN STURTUHAUSAR Sérhver hluti líkamans fær á sig vatn í þessari lúxussturtu. Um það sjá átján sturtu- hausar sem buna út vatni úr mismunandi áttum. Þessa tilteknu sturtu má finna í Broadmoor-heilsuhótelinu í Colorado í Bandaríkjunum. Þó ekki inni á herbergjunum heldur í heilsulind hótelsins. SNÚNINGSSTURTA/BAÐ Þessi sérstæða bað- og sturtu- eining kallast Rotator og er hönnuð af hinum fræga hönnuði Ron Arad. Þessu list- ræna baði er hægt að snúa um 180 gráður þannig að úr verði sturta. RIGNIR AÐ NEÐAN V i t e o - g a r ð s t u r t a n e r skemmtilega sérstök. Hún er hönnuð af Danny Venlet og á upplifunin af sturtunni að líkjast því að standa í gos- brunni. „Við gerum allt frá a til ö, rífum út, færum til lagnir og fleira án þess að húseigendur þurfi að lyfta litla- fingri,“ segir Guðmundur H. Reyn- isson, sölustjóri Flest-Verk ehf., sem sérhæfir sig í endurgerð baðher- bergja. „Við hófum reksturinn 2010 og höfum verið að gera upp að með- altali 200 baðherbergi á ári.“ Guð- mundur segir fyrirtæki af þessari gerð hafa sárvantað á Íslandi. „Akk- úrat svona þjónustu, þar sem allir iðnaðarmenn eru á einum stað. Þá erum við í samstarfi við trausta inn- lenda birgja sem eru með alla flór- una í flísum, baðtækjum og fleiru.“ Guðmundur segir framkvæmd- ir yfirleitt ganga fljótt fyrir sig. „Ef til stendur að breyta öllu taka breyt- ingarnar að meðaltali um tvær vikur, svo hratt gengur þetta.“ Nú standa yfir miklar breytingar hjá fyrirtækinu Flest-Verk. „Við ætlum að opna nýja verslun að Bæjarlind 4 í Kópavogi í apríl, þar sem gamli Players-barinn var áður. Búðin verður troðfull af flísum, baðtækj- um og hugmyndum fyrir fólk í leit að öllu því sem þarf fyrir baðher- bergið.“ Við sjáum um allt Flest-Verk býður heildarlausnir fyrir baðherbergið en starfsmenn fyrirtækisins eru sérhæfðir í endurgerð baðherbergja og gera að meðaltali upp 200 baðherbergi á ári. Í apríl opnar verslun að Bæjarlind 4 þar sem allt sem viðkemur baðherbergjum verður á boðstólum. Guðmundur segir fyrirtæki eins og Flest-Verk lengi hafa vantað en þar eru allir iðnaðarmenn á einum stað. MYND/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.