Fréttablaðið - 28.02.2013, Page 40

Fréttablaðið - 28.02.2013, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGBaðherbergi FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. LÁRÉTT STURTUBAÐ Þessi óvenjulega sturta er hugarsmíð verkfræðinga hjá fyrirtæk- inu Dornbracht. Þessi sturta er búin tækninni „Ambiance Tuning Technique“ sem gerir fólki kleift að njóta mismunandi hita og þrýstings í sturtunni. Í sturtu með stæl Venjuleg sturtuferð getur breyst í ótrúlega upplifun, í það minnsta ef sturturnar eru eitthvað líkar þeim sem sjá má hér fyrir neðan. Átján stútar, fiskabúr og ilmolíumeðferðir eru meðal þess sem finna má í þessum glamúrsturtum. FISKABÚR Í BAÐI Plano Acquario-sturtuna hönnuðu Giulio Gianturco og Mario Tessarollo fyrir Cesena. Í sturtunni er inn- byggt fiskabúr og því hægt að skemmta sér við að skoða litríkar sjávarverur meðan kroppurinn er þrifinn. Þeir sem ekki eru hrifnir af fiska- búrum gætu jafnvel skipt því út fyrir sjónvarp. OMEGASTURTAN Morphosis Omega-sturtu- kerfið frá Jacuzzi er í raun gufubað hannað af hönnun- arfyrirtækinu Pininfarina. Í tækinu er að finna gufu, ilm- kjarnaolíumeðferð og nudd- kerfi. Auk þess er í því ljósa- kerfi. Hver og ein Omega- sturta er númeruð og merkt, í henni er vinnuvistvænt sæti úr tekki. ÁTJÁN STURTUHAUSAR Sérhver hluti líkamans fær á sig vatn í þessari lúxussturtu. Um það sjá átján sturtu- hausar sem buna út vatni úr mismunandi áttum. Þessa tilteknu sturtu má finna í Broadmoor-heilsuhótelinu í Colorado í Bandaríkjunum. Þó ekki inni á herbergjunum heldur í heilsulind hótelsins. SNÚNINGSSTURTA/BAÐ Þessi sérstæða bað- og sturtu- eining kallast Rotator og er hönnuð af hinum fræga hönnuði Ron Arad. Þessu list- ræna baði er hægt að snúa um 180 gráður þannig að úr verði sturta. RIGNIR AÐ NEÐAN V i t e o - g a r ð s t u r t a n e r skemmtilega sérstök. Hún er hönnuð af Danny Venlet og á upplifunin af sturtunni að líkjast því að standa í gos- brunni. „Við gerum allt frá a til ö, rífum út, færum til lagnir og fleira án þess að húseigendur þurfi að lyfta litla- fingri,“ segir Guðmundur H. Reyn- isson, sölustjóri Flest-Verk ehf., sem sérhæfir sig í endurgerð baðher- bergja. „Við hófum reksturinn 2010 og höfum verið að gera upp að með- altali 200 baðherbergi á ári.“ Guð- mundur segir fyrirtæki af þessari gerð hafa sárvantað á Íslandi. „Akk- úrat svona þjónustu, þar sem allir iðnaðarmenn eru á einum stað. Þá erum við í samstarfi við trausta inn- lenda birgja sem eru með alla flór- una í flísum, baðtækjum og fleiru.“ Guðmundur segir framkvæmd- ir yfirleitt ganga fljótt fyrir sig. „Ef til stendur að breyta öllu taka breyt- ingarnar að meðaltali um tvær vikur, svo hratt gengur þetta.“ Nú standa yfir miklar breytingar hjá fyrirtækinu Flest-Verk. „Við ætlum að opna nýja verslun að Bæjarlind 4 í Kópavogi í apríl, þar sem gamli Players-barinn var áður. Búðin verður troðfull af flísum, baðtækj- um og hugmyndum fyrir fólk í leit að öllu því sem þarf fyrir baðher- bergið.“ Við sjáum um allt Flest-Verk býður heildarlausnir fyrir baðherbergið en starfsmenn fyrirtækisins eru sérhæfðir í endurgerð baðherbergja og gera að meðaltali upp 200 baðherbergi á ári. Í apríl opnar verslun að Bæjarlind 4 þar sem allt sem viðkemur baðherbergjum verður á boðstólum. Guðmundur segir fyrirtæki eins og Flest-Verk lengi hafa vantað en þar eru allir iðnaðarmenn á einum stað. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.