Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 8
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Hagel tekinn við
1 BANDARÍKIN Chuck Hagel er tekinn við af Leon Panetta sem
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Öldungadeild Bandaríkjanna féllst
á þriðjudag á útnefningu hans í
embættið af Barack Obama forseta.
Margir þingmenn voru þó ósáttir
við niðurstöðuna. Atkvæðagreiðslan
fór þannig að 58 þingmenn studdu
Hagel en 41 var á móti. Aldrei áður
hefur varnarmálaráðherra fengið
jafn lítinn stuðning í öldungadeild.
Sviptur ljónum og björnum
2 RÚMENÍA Rúmenskur glæpamaður, sem kallaður er Nutzu veðlánari, hefur verið ákærður fyrir að stjórna glæpagengi sem sakað er um að hafa
framið mannrán og fjárkúganir, haft ólögleg vopn í fórum sínum og gert til-
raun til manndráps. Almenningur hefur þó meiri áhuga á gæludýrunum hans,
sem þykja í óvenjulegri kantinum: Maðurinn átti fjögur ljón og tvo birni, sem
nú hafa verið tekin í vörslu hins opinbera.
Óttast útbreiðslu
3 ÍRAK Nouri Al Maliki, forsætisráðherra Íraks, óttast að stríðið í Sýrlandi geti breiðst út til nágrannaríkjanna, bæði Líbanons og Íraks. Hann hvetur
alþjóðasamfélagið til að koma sér saman um lausn sem gæti bundið enda á
átökin: „Hvorki stjórnarandstaðan né stjórnarherinn geta sigrast á hinum.“
Al Maliki er sjía-múslimi, rétt eins og Bashar al Assad Sýrlandsforseti og
stuðnings menn hans í Líbanon og Íran.
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
2012 ÁRGERÐ - LÍTIÐ EKNIR!
NISSAN PATHFINDER SE DÍSIL
6 stk til sölu
Erum að losa lager og því eru til sölu með frábærum afslætti síðustu eintökin
okkar af lítið eknum Nissan Pathfi nder árgerð 2012. Nissan Pathfi nder er
afar rúmgóður jeppi með öfl ugri dísilvél, mjög öfl ugu drifkerfi , mjúkri fjöðrun
og er hlaðinn staðalbúnaði. Bílarnir eru til reynsluaksturs og sölu hjá Bílalandi
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða. Komdu strax í dag og gerðu frábær kaup!
NISSAN PATHFINDER SE SJÁLFSKIPTUR
NÝSKRÁÐUR 05/2012, ek. 23 þ.km
VERÐ ÁÐUR KR. 7.690.000
TILBOÐSVERÐ!
6.990 þús.
WWW.FACEBOOK.COM/BILALAND.IS
ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR
TÖKUM NOTAÐA BÍLA UPP Í
GRÆN TÚN Í FEBRÚAR VIÐ GUNNBJARNARHOLT Í SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPI Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi í
Gunnbjarnar holti, segir gras þar hreinlega byrjað að spretta. „Þetta er alveg einstakt núna. Allur klaki er farinn og í síðustu viku
fórum við meira að segja að tæta óbrotið land sem maður hefur aldrei nokkurn tímann gert í febrúar.“ Arnar Bjarni segist þó
hafa vissar áhyggjur af mögulegu kuldakasti. „Ef það kemur kuldakast síðar getur það dregið mikinn dilk á eftir sér. Það er allra
veðra von á þessum árstíma en maður eiginlega bíður og vonar núna að ef það kemur kuldakast snjói áður svo það verði smá
hula yfir túninu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Grænar grundir á SuðurlandiHEIMURINN
1 2 3