Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGBaðherbergi FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 20134 LAUSN FYRIR WCPAPPÍR Á litlum baðherbergjum er oft lítið pláss til að geyma aukarúllur af salernispappír. Á þessari mynd er skemmtileg hugmynd sem hægt er að útfæra upp á eigin spýtur með réttu körfunni eða kaupa eina hjá Pottery Barn í gegnum netið fyrir 43 evrur, fyrir utan gjöld og kostnað. Ofan í körfunni er hægt að geyma rúllur en á kefli sem sett er á milli „handfanga“ hangir rúllan sem er í notkun. Karfan er handgerð bastkarfa og hægt er að fá hana í tveimur litum hjá potterybarn. com undir Perry Paper Holder. Þvottakörfur fást í stíl. HÆTTUR HEITA VATNSINS Vatnið sem notað er til hús- hitunar hér á landi er oft í kringum 70 til 80 gráður. Því skal umgangast það af varúð til að forðast brunaslys. Algengustu slysin verða í baðkörum, sturtum, vöskum og í skúringafötum með heitu vatni. Blanda skal vatnið strax þegar látið er renna í bað frekar en að ætla að blanda köldu vatni í það heita eftir á. Athugið að það getur tekið tvær til fjórar mínútur fyrir vatnið að ná fullum hita eftir að skrúfað hefur verið frá. Því er ekki að marka hitann fyrr en búið er að renna smá stund. Fylgjast þarf stöðugt með hitastiginu þegar látið er renna í heita potta eða baðker. Ekki nota heitara vatn í upp- vaskið en þú þolir. Það þarf tiltölulega lágan hita til að leysa upp fitu. Fötur með heitu vatni eru í hættulegri hæð fyrir lítil börn. Þau geta stigið í föturnar eða velt þeim yfir sig. Upplýsingar fengnar af www.hsveitur.is FÚGUR OG SAMSKEYTI Flest baðherbergi eru flísalögð. Oftast er hægt að halda flísunum hreinum með sápu og volgu vatni. Þá eru til sérstök hreinsiefni til að eiga við kalk sem gjarnan safnast upp auk þess sem sumum gagnast að nota vatnsblandaðan matarsóda eða vatnsblandað edik til að ná burt erfiðum blettum. Fúgurnar á milli flísanna geta þó verið erfiðari viðfangs. Oft myndast blettir á þeim og þá getur þurft að hreinsa burt með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Eins eru til sérstök fúgustrokleður sem skila góðum árangri. Í öllum votrýmum þarf svo sérstakt silíkonkítti á milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi silíkonkítti þurfa að vera mygluvarin þannig að óæskileg óhreinindi setjist ekki í þau. Hins vegar eiga þau það til að rýrna og þarf að endurnýja þau reglulega. Þetta skiptir líka máli upp á leka sem getur verið vandamál á baðherbergjum. Algengt er að farið sé að sjá á silíkoninu eftir um það bil tvö til fimm ár. Það er því gott að eiga efnið við höndina. Þetta er hins vegar atriði sem margir horfa fram hjá við viðhald á baðherbergjum. GRÆNI SVANURINN PRÝÐIR AJAX Græni svanurinn er norræna umhverfismerkið og vörurnar frá Ajax með Græna svaninum uppfylla öll skilyrði til að bera merkið. GERÐU HEIMILIÐ SKÍNANDI HREINT MEÐ AJAX!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.