Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 66
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 Friðrik J. Martell sálfræði- nemi og eiginkona hans, Sólrún Gunnars dóttir fiðluleikari, standa að baki síðunni Kattavaktin sem er á samskiptamiðlinum Face- book. Síðan telur 525 meðlimi og er markmið hennar að deila upp- lýsingum um týnda ketti. Friðrik og Sólrún eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mikið er um ketti. „Raunin er sú að kettir eiga mjög stóran sess í hjörtum margra og í hverfi eins og Vesturbænum er mikið af fólki sem þekkir nágrannakettina vel. Okkur datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að virkja þetta fólk í leitinni að týndum köttum,“ útskýrir Friðrik þegar hann er inntur eftir því hver hvatinn hafi verið að baki stofnun síðunnar. Hann segir fólk duglegt að fylgj- ast með færslum inni á síðunni og veit til þess að einn köttur hafi skilað sér heim vegna hennar. „Fólk er mjög duglegt að fylgj- ast með og nú er til dæmis verið að skipuleggja leit að einum ketti sem hvarf úr hverfinu. Sá hefur verið týndur í um tvær vikur og nýverið bárust fréttir af honum í slæmu ástandi við Eiðistorg. Við hjónin erum ekki bílandi þannig við nýtum gjarnan göngutúrana okkar í að svipast um eftir týnd- um köttum.“ Hjónin eiga sjálf tvo ketti; kett- linginn Bilbó og hinn sjö ára gamla Svein. Báðir kettirnir eru innikettir en að sögn Friðriks slapp Sveinn eitt sinn út skömmu eftir að þau höfðu tekið hann að sér. „Við könnumst við áhyggj- urnar sem fylgja því að týna ketti. Þeir eru mikilvægir fjölskyldu- meðlimir og margir upplifa til- finningalega krísu þegar kettirn- ir týnast. Sérstaklega þegar fólk veit ekki hvað varð um dýrin og skilur ekkert í því af hverju þeir birtast ekki á síðu Kattholts eða hjá Lögreglunni þrátt fyrir að vera örmerktir.“ Áður en Friðrik hóf nám í sál- fræði nam hann mannfræði við Háskóla Íslands. Hann viður- kennir að þessi sterku tengsl sem fólk myndar við dýrin sín veki áhuga hans. „Ég er nú ekki kom- inn nógu langt í sálfræðináminu til að rannsaka þetta efni en þetta tengist áhugasviðinu,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Kettir eiga stóran sess í hjörtum fólks Friðrik J. Martell og Sólrún Gunnarsdóttir komu á fót síðunni Kattavaktin á Facebook. Þar getur fólk auglýst eft ir týndum köttum og fengið aðstoð við leitina. AÐSTOÐAR VIÐ LEIT Á KÖTTUM Friðrik J. Martell og eiginkona hans, Sólrún Gunnars dóttir, starfrækja síðuna Kattavaktina á Facebook. Þangað getur fólk leitað hafi það týnt ketti sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 525 meðlimir eru skráðir á Facebook-síðuna Katta- vaktin KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Upplýsingar og skráning: annarosa@annarosa.is eða í síma 662 8328. Verð kr. 6.900,- Námskei› me› Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni Á námskei›inu fjallar Anna Rósa um algengar lækningajurtir sem nota›ar eru í smyrsl. S‡nikennsla ver›ur á sta›num, námsgögn og uppskrift fylgja og allir fá smyrsl me› sér heim. Apple-fyrirtækið gæti þurft að borga meira en 23 milljónum áskrifenda iTunes skaðabætur vegna barna sem hafa keypt öpp eða hluti tengda öppum án þess að fá til þess leyfi frá foreldrum sínum. Frá þessu er greint á vef BBC. Málið má rekja til lögsóknar frá því í apríl 2011. Þá krafðist maður að nafni Garen Meguerian skaða- bóta vegna þess að níu ára gömul dóttir hans hafði, að hans sögn, keypt app-vörur fyrir um það bil 25.000 íslenskar krónur án hans vitneskju. Fleiri lögsóknir af svip- uðum meiði fylgdu í kjölfarið en á þeim tíma gátu notendur slegið inn leyniorð og keypt app-vörur næstu fimmtán mínúturnar án þess að slá leyniorðið inn aftur. Síðan þá hefur stillingunum verið breytt og nú þarf að slá inn leyniorð fyrir hver kaup sem gerð eru. Málið verður tekið fyrir í réttar- sal í Kaliforníu á morgun. Gæti þurft að greiða 23 milljónum bætur Lögsókn gegn Apple verður tekin fyrir á morgun. ÁN LEYFIS Mörg börn virðast hafa keypt app-vörur í gegnum símann án þess að fá til þess leyfi hjá foreldrum sínum. Eins og flestir vita eignuðust söng- konan Shakira og fótboltastjarnan Gerard Piqué sitt fyrsta barn, son- inn Milan Piqué Mebarak, þann 22. janúar síðastliðinn. Að banda- rískum sið ákvað parið að halda steypiboð (e. baby shower) fyrir soninn en breytti þó örlítið út af vananum. Venjulega mætir fólk í slík boð með gjafir barninu til handa. Shakira og Piqué ákváðu þó að nýta tækifærið til að aðstoða þá sem minna mega sín og hvöttu aðdáendur sína og vini til að kaupa svokallaðar Sannar gjafir UNICEF, sem eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Í kjölfarið var fyrsta myndin af drengnum birt á heimasíðu UNI- CEF, en Shakira er velgjörðar- sendiherra hjá samtökunum. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum og nú þegar hafa milljónir dala verið gefnar í nafni Milans litla. - trs Steypiboð Shakiru til styrktar UNICEF MILLJÓN DALA MILAN Þegar hafa milljónir dollara verið gefnar til UNICEF í nafni Milans Piqué Mebarak, nýfædds sonar Shakiru og Gerards Piqué. Þessi mynd var sett á síðu UNICEF í tengslum við söfnunina, en hún er sú fyrsta og eina sem birst hefur af honum hingað til. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrir um tveimur árum var ég með fyrirlestur um kynlíf aldr- aðra á Hrafnistu. Fyrirlesturinn var fyrir eldri borgara og starfs- fólk. Mörgum kann að þykja þetta vera ákveðin mótsögn því oftar en ekki eru eldri borgarar taldir kynlaus krútt sem prjóna sokka og spila félagsvist. Kynlöngun á að vera þeim dauð úr öllum æðum og orð eins og „kynsjúkdómar“ og „smokkar“ slanguryrði nútímans. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Með framförum í læknavís- indum og bættum lífsskilyrðum og mataræði getum við nú lifað leng- ur og gert þá kröfu um að lífið sé fullnægjandi til æviloka. Í fyrir- lestrinum reifaði ég bakgrunns- upplýsingar um kynhegðun eldri borgara, að mestu byggðar á tölum frá útlöndum, en benti á að nýlega hefði eldri borgari greinst með klamydíu og það hér á Íslandi. Ég þarf kannski ekki að minna les- endur á að við eigum, jú, Norður- landamet í kynsjúkdóma smiti og það er engin ástæða til að ætla að eldri borgarar séu ónæmir fyrir slíku. Þegar ég forvitnað- ist um það hjá starfsfólkinu hvort kynsjúkdómaskoðun væri hluti af heilsufarsskoðun eldri borg- ara var fátt um svör. Engum datt hreinlega í hug að það þyrfti að huga að slíku. Vissulega minnt- ust sumir starfsmenn á að það verða til ný sambönd á Hrafnistu en leiddu kannski ekki hugann að því að krumpuð typpi geta komist í reisn og að konur geta haft kennd- ir langt fram eftir aldri. Þetta var hins vegar ekki mikil- vægasta hugleiðingin í tengslum við kynlíf þeirra sem vitrari eru. Sjálfræði, næði og einkalíf voru framandi hugtök. Það að banka áður en ætt er inn í herbergin þótti sérstakt og gekk ég meira að segja svo langt að stinga upp á því að heimilisfólk gæti hengt miða á hurðarhúninn, ef það vildi alls ekki verða fyrir ónæði, ekki ósvipað því sem þekkist á flestöll- um hótelum víða um heim. Starfs- fólkið tók vel í þessa hugmynd því vissulega vill hver og einn einstak- lingur geta átt sitt einkalíf þótt það þurfi ekki að tengjast kyn- lífi á neinn hátt. Nú veit ég ekki hvort þessi hugmynd hafi orðið að veruleika en ég vona að svo sé. Þá ber að taka fram að ættingjar geta verið þó nokkur hindrun. Sumum þykir óþægilegt, jafnvel óviðeig- andi, að amma gamla eigi kærasta. Því langar mig að læða að ættingj- um að virða sjálfræði og einkalíf þeirra sem eldri eru. Eftir að hafa lokið við puðið sem fylgir barna- uppeldi, heimilisþrifum, hjóna- bandi og fjárhagskröggum langar afa bara að fá að eiga sína kær- ustu og horfa með henni á mynd og kannski kela smá. Reynum að sýna eldri borgurum okkar stuðn- ing og nærgætni og munum að oft geta tilfinningar verið í spilinu. Við skulum ekki dæma þennan hóp sem einsleitan, slappan og getulausan. Svo væri ekki vitlaust að lauma nokkrum smokkum, og kannski sleipiefni, með í næstu heimsókn. Lengi lifi r í gömlum glæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.