Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 39
BAÐHERBERGI FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Kynningarblað Vaskar, klósett, blöndunartæki, sturtur og viðhald Ísleifur Leifsson, sölustjóri Ís-leifs Jónssonar ehf., er afkom-andi stofnanda fyrirtækis ins en alls hafa fimm ættliðir komið að rekstrinum á einn eða annan hátt. „Sum viðskipta samböndin hafa varað allan þennan tíma eða í meira en 90 ár. Ísleifur Jónsson ehf. er til dæmis elsti samstarfs- aðili Ideal Standard í heiminum,“ segir Ísleifur. Enginn afsláttur af gæðum Að sögn Ísleifs er aldrei gefinn af- sláttur af gæðum enda bjóði ís- lenskar aðstæður ekki upp á slíkt. „Hiti og þrýstingur í kerfum ís- lenskra húsa býður ekki upp á þá áhættu að notast við léleg gæði. Því hefur markmið okkar öll þessi ár verið að selja vönduð tæki sem endast. Enda værum við ekki að reka þetta fyrirtæki á sömu kenni- tölu í 90 ár nema fyrir gott orð- spor.“ Nýr sýningarsalur Nýlega opnaði fyrirtækið glæsi- legan sýningarsal í húsakynn- um sínum að Draghálsi 14-16. „Við endurnýjuðum samstarfs- samninginn við Duravit og tókum að okkur sölu og þjónustu við Fær- eyjar og Grænland. Af því tilefni opnuðum við þennan bjarta og glæsilega sýningarsal.“ Þar getur fólk skoðað glæsilegt úrval helstu vörumerkja Ísleifs Jónssonar ehf. eins og Duravit, Hansgrohe, Ideal Standard, Kaldewei, Macro og Franke og fleiri. „Auðvitað sveiflast tískan til í þessu eins og öðru; hvort handlaug sé í borði, á borði eða undir plötu. Hins vegar fara gæðin aldrei úr tísku. Við bjóðum ein- göngu upp á gæðatæki sem þurfa þó ekki að kosta of mikið saman- borið við gæðin sem fylgja.“ Innbyggð skolskál Ísleifur segir að Duravit sé gert hátt undir höfði í sýningarsalnum en þar má sjá Sensowash-salerni. „Senso- wash er með innbyggðri skolskál. „Í löndum eins og Japan og víðar er svona búnaður nánast einráður enda leysir hann ýmis frárennslis- mál.“ Mörgum kann að þykja þetta undarlegt og ólíkt okkar menningu en kostirnir eru margir og ókostirn- ir fáir. „Fólk sem farið er að eldast og þarf aðstoð á salerni einhverra hluta vegna getur þannig bjargað sér sjálft með svona tæki og dvalið lengur heima við án aðstoðar.“ Fagmennska og þekking Hjá Ísleifi Jónssyni ehf. starfar fjöldi faglærðra manna með ára- tuga reynslu af pípulögnum og baðtækjum. „Ég var á kynningu um daginn og við stóðum fjórir saman frá fyrirtækinu og spjölluð- um saman. Allt í einu fattaði ég að á meðal okkar var um 150 ára sam- anlögð reynsla í þessum geira. Það er nú töluvert.“ Þá hefur Ísleifur Jónsson ehf. ávallt sinnt fræðslu- málum og boðið til sín pípurum, arkitektum, tæknifræðingum og háskólanemum til að kynna fyrir þeim helstu nýjungar í bransan- um. „Það er mikil vægt að þeir sem starfa í þessum geira viti hvað er að gerast hvað varðar tækni og þróun. Enda eykur það líkur á vönduðum og réttum vinnubrögðum.“ Nánari upplýsingar um fyrir- tækið og vörur þess er að finna á heimasíðu þess www.isleifur.is og á Facebook. Enginn afsláttur af gæðum Ísleifur Jónsson ehf. að Draghálsi var stofnuð árið 1921 og er því ein elsta starfandi byggingarvöruverslun landsins. Allan þann tíma hefur fyrirtækið selt hreinlætistæki, dælur, stýringar og efni til pípulagna í hæsta gæðaflokki. Klósettin bíða í röðum eftir því að verða skoðuð í nýjum sýningarsal á Draghálsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.