Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 64
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48
21 árs afmælisdagur Jeff Chang
kemur upp degi fyrir mikil-
vægasta próf lífs hans, inntöku-
prófið í læknisfræði. Þar sem
hann er undir mikilli pressu úr
ýmsum áttum, aðallega frá föður
sínum, að gera góða hluti í próf-
inu ákveður hann að fresta öllum
afmælisfögnuði þar til prófið er
afstaðið. Vinir hans eru þó ekki
alveg sammála þeim fyrirætlun-
um hans og sannfæra Jeff um að
kíkja aðeins upp úr bókunum og
koma með sér út í einn bjór til að
skála fyrir deginum. Eins og við
er að búast dregur þessi eini bjór
töluverðan dilk á eftir sér og áður
en Jeff veit af er öll framtíð hans
í hættu. Myndin ber heitið 21 and
Over og kemur frá þeim sömu
og skrifuðu Hangover-myndirn-
ar, The Change-Up og Ghosts of
a Girlfriends Past til að nefna
nokkrar. Myndin skartar Twi-
light-leikaranum Justin Chon í
aðalhlutverki.
Þrívíddarteiknimyndin Flótt-
inn frá Jörðu verður einnig frum-
sýnd um helgina. Myndin fjallar
um hetjuna Scorch Supernova
frá plánetunni Baab. Scorch er
dáður af eigin kyni, Bláverjum,
sem vita þó fæstir að flestöll hans
hetjuverk skrifast á yngri bróð-
ur hans, Gary. Þegar neyðarkall
berst frá plánetunni Jörð býðst
Scorch til að taka að sér verk-
efnið þrátt fyrir að Gary styðji
ákvörðunina ekki enda Jörðinni
stjórnað af mönnum, verum sem
ekki er vel við geimverur. Scorch
tekur þó engum sönsum og heldur
af stað. Hann er ekki fyrr lentur
á Jörðinni en hann er handsam-
aður og nú er það á herðum Gary
að koma honum til bjargar. Mynd-
in er sýnd með íslensku og ensku
tali. - trs
21 and over
kemur frá þeim sömu og
skrifuðu Hangover-
myndirnar, The Change-Up
og Ghosts of a Girlfriends
Past til að nefna nokkrar.
Íslenska kvikmyndin Þetta redd-
ast verður frumsýnd í Sambíóun-
um annað kvöld. Myndin er fyrsta
íslenska mynd Barkar Gunnars-
sonar, en áður hefur hann leik-
stýrt tékknesku myndinni Sterkt
kaffi sem var frumsýnd árið
2004.
Myndinni er lýst sem raun-
særri gamanmynd og segir frá
ungum blaðamanni sem kominn
er á síðasta séns, bæði í vinnunni
og í sambandinu, vegna óhóf-
legrar drykkju. Björn Thors
fer með hlutverk blaðamanns-
ins Villa sem reynir að bjarga
sambandi sínu með því að bjóða
kærustunni í rómantíska ferð
á Búðir. Babb kemur í bátinn
þegar ritstjóri blaðsins sendir
Villa í vinnuferð í Búrfellsvirkjun
sömu helgi og ferðin á Búðir var
áætluð. Þar sem Villi er kominn
á síðasta séns í vinnunni ákveð-
ur hann að slá tvær flugur í einu
höggi og sameina vinnuferðina
og rómantísku helgina með kær-
ustunni. Með önnur hlutverk fara
Guðrún Bjarnadóttir, sem leikur
kærustu Villa, Jón Páll Eyjólfs-
son, Maríanna Clara Lúthers-
dóttir, Halldór Gylfason, Ingvar
E. Sigurðsson, Edda Björgvins-
dóttir og Katla María Þorgeirs-
dóttir.
Myndin var tekin upp í Reykja-
vík og við Búrfellsvirkjun sumar-
ið 2009. Börkur segir eftirvinnslu
myndarinnar hafa verið tíma-
freka og það útskýri hvers vegna
myndin hafi ekki verið frumsýnd
fyrr en núna. „Myndin var eigin-
lega alveg tilbúin árið 2010. Þá
var ákveðið að fínisera nokkrar
senur í klippiherberginu, þar sem
hún festist í dágóðan tíma. Nú er
hún orðin aðeins betri og allir
sáttir,“ sagði Börkur í viðtali við
Fréttablaðið í janúar.
Börkur hefur starfað sem
blaðamaður á hinum ýmsu miðl-
um og byggir handritið á reynslu
sinni í blaðamannaheiminum.
Hann segir alla miðla eiga sinn
alka og telur að flestir muni
kannast við týpuna sem Björn
leikur. - sm
Blaðamaður á ystu
nöf í lífi og starfi
Kvikmyndin Þetta reddast verður frumsýnd annað kvöld. Þetta er fyrsta íslenska
kvikmynd Barkar Gunnarssonar, sem byggir handritið á eigin reynslu.
★★★★★
A Good Day to Die Hard
„Ófyrirgefanleg afskræming á klassískri
seríu. Þetta er búið.“
★★★★★
Kon-Tiki
„Ógleymanleg mynd um hreint út sagt
ótrúlegan atburð.“
★★★★★
The Last Stand
„Schwarzenegger stenst endurtöku-
prófið með glæsibrag.“
★★★★★
Lincoln
„Spielberg fyrirgefst hestamyndin, en
hann getur gert betur en þetta.“
★★★★★
Hvellur
„Þrælskemmtileg og fróðleg mynd um
stórmerkilegan atburð.“
★★★★★
Jack Reacher
„Fantagóður formáli þess sem gæti
orðið góð sería.“
★★★★★
Amour
„Besta mynd Haneke til þessa.“
★★★★★
XL
„Eftirminnileg frammistaða Ólafs
Darra ber uppi vel gerða mynd, sem
nær því þó ekki að teljast afbragðs-
góð.“
Á SÍÐASTA SÉNS Björn Thors fer með hlutverk drykkfellds blaðamanns í kvikmyndinni Þetta reddast. Börkur Gunnarsson leik-
stýrir myndinni og skrifar einnig handritið að henni.
Afmælisbarn og hetja frá Baab
Framtíð Jeff s Chang og mannkynsins er í hættu í frumsýningum helgarinnar.
EINN BJÓR Vinir Jeffs Chang sannfærðu hann um að fagna afmælisdeginum með
einum bjór, daginn fyrir inntökuprófið í læknisfræði. Hlutirnir fóru þó að sjálfsögðu
ekki eins og ákveðið hafði verið.
Stórmyndin Argo hlaut þrenn
verðlaun á Óskarsverðlaunahátíð-
inni síðastliðið sunnudagskvöld,
þar á meðal sem besta myndin. Í
tilefni af því tóku Sambíóin mynd-
ina aftur til sýninga í bíóhúsum
sínum síðastliðinn mánudag og
verður hægt að sjá hana á hvíta
tjaldinu í takmarkaðan tíma.
Myndin, sem var frumsýnd hér
á landi 9. nóvember síðastliðinn,
er byggð á sannri sögu og segir
frá því þegar íranskir uppreisnar-
menn hertóku bandaríska sendi-
ráðið í Teheran þann 4. nóvember
árið 1979. Það er Ben Affleck sem
fer með aðalhlutverkið í mynd-
inni auk þess sem hann leikstýr-
ir henni og framleiðir hana, en
athygli vakti að hann hlaut ekki til-
nefningu til Óskarsins fyrir leik-
stjórnina.
Argo aft ur í bíóhúsin
Óskarsverðlaunamyndin sýnd í takmarkaðan tíma.
Boltinn á Xinu 977
– alla virka daga kl. 11 - 12
KON-TIKI