Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 72
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56 Ég held að sé ekki rétt að við séum lokaður klúbbur sem standi í vegi fyrir nýjum íþróttum. Íþróttagreinar þurfa einfaldlega að uppfylla ákveðnar lágmarks- kröfur til þess að komast inn. Líney Rut Halldórsdóttir SPORT ÍÞRÓTTIR Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður hjá Mjölni og faðir Gunnars Nelson, var harð- orður í garð Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands, ÍSÍ, í Frétta- blaðinu í gær. Þá sagði hann ÍSÍ vera lokaðan klúbb sem hefði engan áhuga á íþróttum. Harald- ur benti meðal annars á að lengi hefði verið reynt að koma brasil- ísku jújitsú inn í ÍSÍ án árangurs. Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, er ekki sam- mála þessari gagnrýni Haralds. „Ég hef talað við Harald en hef reyndar ekki talað við hann í ein- hver ár núna. Brasilískt jújitsú er enn sem komið er ekki með neitt alþjóðasamband sem er viðurkennt af Alþjóða ólympíunefndinni og sama á við um MMA eða bland- aðar bardagalistir. Þar af leiðandi eigum við mjög erfitt með að taka það upp. Ég veit svo heldur ekki til þess að það liggi núna inni formleg umsókn hjá okkur fyrir brasilískt jújitsú eða MMA,“ segir Líney og bætir við að íþróttir þurfi að vera Ólympíuíþróttir eða viðurkennd- ar af Alþjóða Ólympíunefndinni til þess að komast inn í ÍSÍ. „Jújitsú er viðurkennd íþrótt en brasilískt jújitsú er það ekki. Þetta er tvennt ólíkt.“ Allar íþróttir eiga möguleika Haraldur talaði um í viðtalinu að það væri erfitt að koma nýjum íþróttum inn í ÍSÍ og að sambandið sýndi nýjum íþróttum ekki áhuga. „Ég vil mótmæla því. Við vorum að viðurkenna rathlaup á síðasta ári. Svo eru akstursíþróttir og kraftlyftingar líka ný sambönd hjá okkur. Ef greinar eru viður- kenndar af alþjóðasamböndum og lyfjamál eru í lagi þá eiga allar íþróttir möguleika að komast inn. Ég held að sé ekki rétt að við séum lokaður klúbbur sem standi í vegi fyrir nýjum íþróttum. Íþrótta- greinar þurfa einfaldlega að upp- fylla ákveðnar lágmarkskröfur til þess að komast inn,“ segir Líney en hvernig stóð á því að ÍSÍ vís- aði Haraldi og félögum á Íþrótta- bandalag Reykjavíkur, ÍBR, sem síðan sendi þá aftur yfir til ÍSÍ? „Íþróttir þurfa að vera aðili að héraðssambandi eða íþróttabanda- lagi eins og ÍBR. Til þess að kom- ast inn í ÍBR þarf síðan að vera með viðurkennda íþróttagrein. Það kemur síðan í hlut ÍBR að sækja um hjá ÍSÍ með þá íþrótta- grein.“ Verður að vera viðurkennd Líney ítrekar að til þess að eiga möguleika á því að komast inn í ÍSÍ þurfa að uppfylla lágmarkskröfur. „Íþróttagreinin verður að vera viðurkennd. Rathlaup er til að mynda viðurkennd íþróttagrein þó svo hún sé ekki með neitt sér- samband eða séríþróttagreina- nefnd. Slík nefnd er undanfari að sérsambandi. Til að komast í þá stöðu þarftu að vera aðili að þremur íþróttahéruðum. Þegar þau eru orðin fimm er möguleiki á að verða sérsamband. Það þarf líka að vera lágmarksþáttökufjöldi í viðkomandi íþrótt sem mig minn- ir að sé í kringum 200.“.“ MMA eða blandaðar bardaga- íþróttir eru umdeild íþróttagrein enda nokkuð ofbeldisfull. Harald- ur talaði um að Mjölnismenn væru opnir fyrir því að keppa í MMA áhugamanna á Íslandi en þá yrði keppt með hlífðarbúnað á höfði, ekki ólíkt því sem gerist í ólymp- ískum hnefaleikum. Líney bend- ir á að ekki þurfi allar íþróttir að falla undir Íþróttasambandið þó svo þær séu stundaðar af kappi hérlendis. „Sumt þarf ekki að heyra undir Íþróttasambandið og er bara full- komlega gilt og gott þó svo það sé ekki þar. Það er ekki alslæmt að íþrótt sé ekki í ÍSÍ,“ segir Líney. Þarf að tryggja öryggi Hvað með reglugerðir fyrir þess- ar nýju íþróttir sem eru að spretta upp hér á landi á síðustu árum. Í hvaða verkahring á það að vera að búa til slíkar reglur? „Það er ákveðið regluverk í kringum ólympíska hnefaleika. Atvinnuhnefaleikar eru samt ekki leyfðir hér á landi. Það var skýrt af hálfu ríkisins er ólympískir hnefaleikar voru teknir upp að regluverkið yrði að vera í lagi, sér- staklega er varðar öryggisatrið- in. Ég myndi segja að slíkt þyrfti líka að vera upp á teningnum í bardagaíþróttum, sérstaklega út frá heilsufarssjónarmiðum. Mér finnst að það þurfi að tryggja öryggi iðkenda. Þetta er kannski eitthvað sem þarf að skoða með ríkinu og við erum alveg til í það.“ henry@frettabladid.is ÍSÍ er ekki lokaður klúbbur Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, vísar þeim fullyrðingum Haralds Nelson að ÍSÍ hafi ekki áhuga á íþróttum á bug. Hún segir sömu reglu ganga yfi r alla sem hafa áhuga á því að komast inn í ÍSÍ. ALLIR EIGA MÖGULEIKA Líney Rut mótmælir því að ÍSÍ standi í vegi fyrir íþrótta- greinum sem vilja komast inn í ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *S am kv æ m t p re nt m ið la kö nn un C ap ac en t G al lu p nó v. -s ep t. 20 12 HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu. 60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KVENNA KEFLAVÍK - GRINDAVÍK 86-58 (37-35) Keflavík: Jessica Jenkins 26, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin, Sara Rún Hinriksdóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3. Grindavík: Crystal Smith 18, Petrúnella Skúladóttir 8, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Sicat 2. NJARÐVÍK - HAUKAR 63-68 (34-26) Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6. Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2. SNÆFELL - FJÖLNIR 92-76 (41-35) Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2. Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2. VALUR - KR 61-62 (31-32) Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin, Kristrún Sigurjónsdóttir 19, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar. KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 4, Anna María Ævarsdóttir 3. Sæti og stig liða: 1. Keflavík 40, 2. Snæfell 36, 3. KR 30, 4. Valur 24, 5. Haukar 22, 6. Njarðvík 14, 7. Grindavík 12, 8. Fjölnir 6. ENSKA BIKARKEPPNIN 16-LIÐA ÚRSLIT MIDDLESBROUGH - CHELSEA 0-2 0-1 Fernando Torres (51.), 0-2 Victor Moses (73.) Chelsea mætir Manchester United í 8-liða úrslitum. HANDBOLTI Kári Kristján Kristjánsson verður frá næstu átta vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna bakmeiðsla. Frá þessu var greint í þýskum fjöl- miðlum í gær en Kári er á mála hjá Wetzlar. Fyrir stuttu meiddist Vignir Svavarsson illa þegar hann sleit krossband í hné en báðir þessir línumenn voru í leikmannahópi Íslands á HM á Spáni í janúar. Ísland mætir Slóveníu tvívegis í undankeppni EM 2014 í byrjun apríl og ljóst er að Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þarf að finna nýjan línumann við hlið Róberts Gunnarssonar. Kári Kristján er nýlega búinn að semja við Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku og fer til liðsins í sumar. Forráðamenn Wetzlar vonast þó til þess að Kári muni ná síðustu vikum tímabilsins. - esá Annar línumaður meiddur FRJÁLSAR Ísland mun eiga tvo kepp- endur á EM innanhúss sem fram fer í Gautaborg næstkomandi helgi. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA verða fulltrúar Íslands. Aníta náði lágmarki í 400 m hlaupi og 800 m hlaupi en mun einbeita sér algjörlega að sinni aðalgrein, sem er 800 metra hlaup. Enginn karlmaður náði lágmarki á mótið að þessu sinni en þar sem Ísland á rétt á að senda eina konu og einn karl- mann á mótið var Kolbeinn valinn í liðið en hann var næstur lágmarkinu í 400 metra hlaupi. - óój Kolbeinn líka á EM HANDBOLTI Konráð Olavsson var í gær ráðinn þjálfari Aftureldingar í N1-deild karla en hann tekur við lið- inu af Reyni Þór Reynissyni sem var látinn fara. Afturelding hefur aðeins náð að vinna einn af fimm leikjum eftir HM-fríið og skoraði bara 12 og 13 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Haukum og Fram. Reynir Þór var búinn að þjálfa lið Aftureldingar síðan 2011 en hann tók þá við liðinu af Gunnari Andréssyni sem hætti á miðju tímabili. Konráð stýrir Aftureldingu í fyrsta sinn á móti FH í Kaplakrika í kvöld. - óój Konráð tekinn við Aft ureldingu FÓTBOLTI Jóhann Berg Guðmunds- son og félagar í AZ Alkmaar eru komnir í úrslitaleik hollensku bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Ajax í Íslendingaslag í undanúrslitum keppninnar í gærkvöldi. AZ mætir PSV Eindhoven í bikarúrslitaleiknum en PSV vann 3-0 sigur á PEC Zwolle í gær. Bandaríkjamaðurinn Jozy Altidore skoraði tvö mark AZ en Jóhann Berg skoraði sitt mark aðeins fimm mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. - óój Jóhann Berg skor- aði í sigri á Ajax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.