Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 44
FÓLK|FERÐIR Eftirfarandi ráð til ferðalanga eru tekin af vefsíðunni www.travellerspoint.com. 1. Afrit af vegabréfinu Til öryggis gæti verið ráð að taka afrit af vegabréfinu og geyma í netpóst- inum þínum, ásamt afriti af flugmiðanum og símanúmerinu sem hringja á í ef greiðslukort týnist. Með þessu móti ættirðu að geta komist yfir allar upplýsingar ef þú týnir vegabréfinu á ferðalagi. 2. Dreifðu verðmætum Geymdu greiðslukort og peninga ekki á sama stað. Hafðu þessa hluti í hvorn í sínum vasa, eða hvorn í sinni handtösk- unni. Þannig eru minni líkur á að þú standir alls- laus eftir ef þjófar verða á vegi þínum. 3. Það léttasta neðst Þegar raðað er í bakpoka skal pakka léttustu hlutunum neðst og þeim þyngstu efst. Óhrein föt er tilvalið að setja neðst í pokann. Þó er gott að pakka þeim hlutum sem þú notar oftast efst. 4. Ef taska týnist Þegar margir ferðast saman gæti verið sniðugt að deila fötum milli taskna. Þannig ættu allir að eiga föt til skiptanna ef einhver taskan skilar sér ekki á áfangastað. 5. Pakkaðu skónum í sokkana Til að halda innihaldi ferðatöskunnar hreinu er sniðugt að pakka skóm inn í gamla sokka og svo inn í plastpoka. 6. Upprúlluð föt rúmast betur í ferðatöskum og bakpokum. Ef þeim er rúllað með eldhúspappír á milli krumpast þau síður. NOKKUR FERÐARÁÐ Malaga er í Andalúsíu, heima-héraði þriggja mikilla menn-ingarborga. Fyrst ber að nefna Sevilla, höfuðvígi nautaats, flamengós og arkitektúrs Mára, svo Granada með Alhambra-höllina og loks Córdóba sem er fræg fyrir mósaík. Í skugganum hefur fjórða borg Andalúsíu, Malaga, verið kunnust fyrir flugvöll sinn þar sem sjö milljónir ferðamanna lentu í fyrra. Þótt langflestir ferðalangar fari rakleiðis af flugvellinum yfir í nær- liggjandi sólarparadísina Costa del Sol eiga margir Íslendingar minningar um heimsókn yfir í Malaga til að versla í risakringlunni El Corte Inglés eða upp- lifa rammspánskt nautaat. Í dag hefur Malaga tekið heljarstökk inn í framtíðina því framboð afþrey- ingar og menningar hefur gert Malaga eina mest spennandi menningarborg á Spáni. Borgaryfirvöld sækja nú fast að Malaga verði Menningarborg Evrópu árið 2016 og víst er borgin vel að því komin. Ekki þarf að líta lengra en fimm- tán ár aftur í tímann þegar ekkert safn var í Malaga en nú eru þau yfir tuttugu talsins og slá hinum borgunum við. Þar má nefna allt frá vínsafni yfir í stór- fenglegt safn listaverka Picassos sem hýst er í höllu þar sem rómverskar rústir fundust í kjallaranum. Þess má geta að listmálarinn Pablo Picasso og Hollywood-leikarinn Antonio Banderas eru frægustu synir Malaga. Dekrað er við nautnir og bragðlauka í Malaga því miðbærinn er sneisafullur af freistandi tapas-börum og veitingahúsum sem keppa auðveldlega við fínustu meistara- eldhús Sevilla. Meðal munngæla í Malaga eru fínustu steikur af pönnum Michelin-kokka, nútímalegar útfærslur tapas-rétta, uxahalahamborgarar, snigla krókettur, sérrí-gazpacho, korn- hænuegg og ansjósur með basilíku. SJÓÐHEIT MALAGA SPÁNN Íslenskir sóldýrkendur eru spænsku borginni Malaga að góðu kunnir. Nú hefur borgin fengið uppreisn æru og þykir ein sú mest heillandi á Spáni. MALAGA Á SPÁNI Alls lentu sjö milljónir ferðamanna á Malaga- flugvelli í fyrra. Fyrir- heitna landið var Costa del Sol en æ fleiri gera sér ferð til Malaga- borgar vegna fjölbreytt- ar menningar og unaðs- legra veitingastaða. NORDIC PHOTOS/GETTY Með hækkandi sól er fólk meira á faraldsfæti og vert að minna á góða umgengni við landið. Gróðursvæði eru víða viðkvæm. Íslensk- ur jarðvegur er grófur, laus í sér og auðrofinn. Sár eru lengi að gróa vegna stutts vaxtartíma gróðurs auk þess sem vatn og vindar geta aukið rof. AKSTUR Akið ekki utan vega. Ökutæki getur markað sár í landið sem erfitt er að afmá. Akstur utan vega er bannaður með lögum en leyfilegt er að aka utan vega þegar jörð er snævi þakin og frosin. GÖNGULEIÐIR Heimilt er að fara gangandi um óræktað land. Styttið ykkur ekki leið yfir afgirt land, tún eða einka- lóðir og virðið reglur um umferð á svæðum þar sem verið er að vernda dýralíf og gróður. Fylgið merkt- um göngustígum. Stígarnir eru gerðir til þess að auka öryggi fólks og vísa því rétta leið og draga úr álagi á viðkvæma náttúru. Landeigendum ber að tryggja að ferðamenn komist meðfram vatns- bökkum og strönd og eftir þjóð- leiðum og skipulögðum stígum. Við farartálma skulu vera prílur eða hlið. Umferð um vötn og ár er háð leyfi rétthafa. Vatnsbakkar og hólm- ar eru oft mikilvæg búsvæði og því ber að ganga þar um af gætni. ÚTREIÐAR Hestamönnum ber að fylgja reiðstígum. Hugið að jarðvegi og gróðri á ferð utan reiðstíga. Í hálendisferðum ber að hafa fóður meðferðis. Næturhólfum skal valinn staður á ógrónu landi. Sérstaka gát ber að sýna við stóðrekstur. VEIÐAR Ráðstöfun veiðileyfa og nýtingarréttur eru í höndum veiðirétthafa sem venjulega eru landeigendur, veiðifélög eða upprekstrarfélög. Þetta á við um ár, vötn og við strendur. Rétt er að spyrjast fyrir um veiðirétt. Handhöfum veiðikorts er heimilt að veiða fugla utan eignarlanda. Rétthöfum er heimilt að ráðstafa veiðirétti innan sinna landareigna. Leyfi til veiða á ákveðnum tegundum eru bundin árstíma. BERJATÍNSLA Heimilt er að tína ber, sveppi, fjörugróður og aðrar jurtir en ef tínt er í miklum mæli innan eignarlanda þarf til þess leyfi. Heimilt er að tína ber og jurtir á þjóðlendum og afréttum. Athugið að nokkrar jurtir sem vaxa í íslenskri náttúru eru fágætar og friðaðar og óleyfi- legt er að skerða þær. Heimild: http://www.visiticeland.com/ GÖNGUM VEL UM LANDIÐ Ef allir leggjast á eitt er hægt að vernda náttúr- una og ásýnd landsins og tryggja að fólk fái notið fegurðar þess til framtíðar. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.