Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 50
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 34TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR Suðurlandsbraut 58, Reykjavík, áður Hraunbæ 71, andaðist á Landakotsspítala 21. janúar sl. Útför hennar hefur farið fram. Sigurbjörg Jóhannsdóttir Ólafur Jóhannsson Guðrún Halldóra Sveinsdóttir Theodór Jóhannsson Helga Erla Þórisdóttir og fjölskyldur. Faðir minn, tengdafaðir, afi og fósturfaðir, JÓN DANÍELSSON fyrrverandi skipstjóri, Dunhaga 15, Reykjavík, lést þann 19. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Neskirkju í dag, fimmtudag, 28. febrúar kl. 15.00. Örn D. Jónsson Laufey Guðjónsdóttir Steinunn Arnardóttir Leópold Kristjánsson Ágústa Arnardóttir Einar Þorsteinn Arnarson Pétur Emilsson Edda Sigurðardóttir Kæru ættingjar og vinir, við þökkum ykkar samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRÖNNU RÓSU VALDIMARSDÓTTUR (STELLU) Strikinu 8, Garðabæ. Nærvera ykkar var ómetanleg. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Holtsbúð Garðabæ fyrir alla alúð og frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Stefánsdóttir Felix Jóhannesson Arnþrúður Stefánsdóttir Gunnar Þór Stefánsson Hanna Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR LÁRUSSON frá Grundarfirði Álfhólsvegi 99, Kópavogi, lést sunnudaginn 24. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 5. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Elín Dagmar Valdimarsdóttir Ragnheiður K. Sigurðardóttir Jón Erlendsson Helga Gróa Sigurðardóttir Jan E. Bjerkli Halldóra Dröfn Sigurðardóttir Einar Vilhjálmsson Guðrún M. Sigurðardóttir Valdimar Sigurðsson Halla Norland Elínborg Sigurðardóttir Arnar Geir Nikulásson barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURVIN HANNIBALSSON frá Hanhóli í Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 4. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fyrir hönd aðstandenda, Arnþrúður Margrét Jónasdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSRÚN RAGNA ÞÓRÐARDÓTTIR Hrafnistu í Kópavogi, síðast til heimilis að Kópavogsbraut 1b, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Steinunn Karlsdóttir Jóhann Karlsson Ragnheiður Björnsdóttir Þorbjörg Karlsdóttir Þórir Ingason barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA S. JÓNSSONAR Logafold 52, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á krabbameinsdeildum Landspítalans við Hringbraut og heimahjúkrun Karítasar fyrir góða umönnun. Simona Simonsen Esther Gísladóttir Gunnlaugur V. Einarsson Ingunn Gísladóttir Dan Sommer Eva Ruth Gísladóttir Ásgeir Páll Gústafsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Elliheimilinu Grund, síðast til heimilis að Árskógum 8, Reykjavík, lést á Elliheimilinu Grund 19. febrúar sl. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. mars nk. og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigrún I. Benediktsdóttir Guðmundur Örn Ragnarsson Ólína Erlendsdóttir Rúnar Benediktsson Hrefna Sigurðardóttir Margrét Ragnarsdóttir Albert Sævar Guðmundsson Þorvaldur Benediktsson Rósa Ólafsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir, amma og systir, ANNA KARELSDÓTTIR áður til heimilis á Kveldúlfsgötu 14, Borgarnesi, lést á Sólvangi 17. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.00. Hugheilar þakkir fær starfsfólk Roðasala fyrir umönnun hennar og hlýhug. Starfsfólk á 2. hæð Hjúkrunarheimilisins Sólvangs fær sérstakar þakkir fyrir alúð, faglega umönnun, hlýju, vináttu og stuðning í veikindum hennar. Þeim sem vilja minnast Önnu Karelsdóttur er bent á minningarsjóð Sólvangs. Gestur Már Sigurðsson Harpa Þorleifsdóttir Guðný Sigurðardóttir Maríanna Sigurðardóttir Tómas Bentsson Rut Ingimarsdóttir ömmubörn og systkini. Innilegar þakkir færum við fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR Lækjasmára 8, Kópavogi. Hinrik Lárusson Lárus Hinriksson Freygerður Anna Baldursdóttir Sigurður Hinriksson Elsa Jenný Halldórsdóttir Guðbjörg Hinriksdóttir Bryndís Hinriksdóttir Konráð Konráðsson Sigrún Hinriksdóttir Þórir Gíslason Ingibjörg Hinriksdóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR ÖRN HÁLFDÁNARSON Hrannargötu 6, Ísafirði, lést á gjörgæsludeild LSH Fossvogi sunnu- daginn 24. febrúar. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Dagný Jóna Jóhannsdóttir Sigurður G. Óskarsson Sigríður Laufey Sigurðardóttir Guðbjörn Þór Óskarsson Jónína Sigríður Jónsdóttir Hálfdán Óskarsson Sigríður Hrönn Jörundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Nú vinna menn ekki lengur í löggunni en til 65 ára aldurs, samkvæmt lag- anna hljóðan, og ég er að ná því marki,“ segir Kristinn Pedersen lögreglumaður og kveðst algerlega tilbúinn að hætta. Hann lærði upphaflega vélvirkjun og vann í smiðju um tíma. „En ég átti kunn- ingja í löggunni sem sögðu að ég ætti að hvíla mig á vélvirkjuninni og koma í lögguna og hér er ég búinn að vera að hvíla mig í 42 ár!“ Hann kveðst þó hafa haft fyrir stórri fjölskyldu að sjá og verið í alls konar aukavinnu, meðfram vaktavinnu í lögreglunni, meðal annars að pakka og keyra út Wrangler-galla- buxur og í dyravörslu á kvöldin. „Það var ekki mikill afgangur af tíma í þá daga,“ rifjar hann upp. Lögreglunni var skipt í almenna deild og umferðarlögregludeild þegar Krist- inn byrjaði og hann hóf störf í almennri deild. „Svo er ég búinn að koma víða við, í slysarannsóknum, almennum rann- sóknum, fíkniefnadeild og vegaeftirliti. Það var gott að breyta til, þess vegna hef ég enst svona lengi,“ lýsir hann. Aðalbreytinguna á starfi lögreglunnar segir Kristinn vera þá að þurfa að fást við hinn harða heim fíkniefnaneytenda. „Menn vissu hvar þeir höfðu þessa ölv- uðu menn en það er erfiðara að reikna út fíkniefnafólkið,“ segir hann. Hvað kom svo til að hann byrjaði í þinginu? „Það var fyrir átta árum að Geir Jón Þórisson kallaði mig upp til Böðvars Bragasonar sem spurði mig hvort ég vildi ekki taka að mér að vera í þinginu. Þeir vildu að ég ætti rólega daga áður en ég hætti. Svo eru bara búnir að vera bardagar síðan. Enda sagði Geir Jón í gríni: „Það er alveg saman hvar við látum þig, Kiddi. Þú gerir allt vitlaust þar sem þú ert!“ Kristinn kveðst þó yfirleitt hafa getað talað fólk til þegar til ágreinings hafi komið á vettvangi þannig að hann hafi sloppið sæmilega vel. Eitt það erfiðasta hafi verið að stöðva „níumenningana“ sem ætluðu að storma inn í þingið í desember 2008 og voru reyndar um 30 talsins. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þetta fólk hefði komist inn á þingið, í því ástandi sem það var. Það hefði kostað eitthvað miklu meira en það gerði,“ segir hann og kveðst hafa verið eini lögreglumaðurinn í húsinu þá, eins og alltaf. „Svo eru þingverðir í annars konar þjónustu sem eiga ekki að þurfa að standa í slagsmálum en stóðu sig alveg svakalega vel í þessum átökum sem stóðu yfir í alveg hálftíma.“ Kristinn kveðst hafa þurft að heim- sækja lækna eftir þessa atburði, nýlega hafi hann útskrifast eftir fingurbrot en eftir sé að koma hné og ökkla í samt lag. En þrátt fyrir að geta átt von á skyndi- átökum, ölvun og ýmiss konar rugli af gestum Alþingis segir hann þingið góðan vinnustað. „Starfsfólk Alþingis er úrvalsfólk og ég hef eignast marga góða kunningja innan þingmannahóps- ins, þannig að ég hef margs að sakna héðan.“ gun@frettabladid.is Í baráttunni í 42 ár Kristinn Pedersen er að ljúka sínum 42 ára starfsferli í lögreglunni og endar hann á hinu háa Alþingi. Óvíða hefur hann þó meiðst meira en þar. ÞINGLÖGGAN „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þetta fólk hefði komist inn á þingið,“ segir Kristinn um níumenningana sem hann lenti í að stöðva í desember 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.