Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 71

Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 71
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2013 | MENNING | 55 Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Juli- ette Binoche á í viðræðum um að taka að sér hlutverk í Godzilla-myndinni sem áætlað er að taka upp í vor og sumar og frumsýna á næsta ári. Það er breski leikstjórinn Gareth Edwards sem hyggst gæða hið goðsagna- kennda skrímsli nýju lífi í stórmynd sem framleidd verður af Legendary Pictures í samstarfi við Warner Bros. Edwards vakti fyrst verulega athygli fyrir vísinda- myndina Monsters frá 2010 og eru bundn- ar miklar vonir við hann í Hollywood. Edwards, sem er fæddur árið 1975, hefur ítrekað látið hafa eftir sér í viðtölum að Stjörnustríðsmyndirnar séu ástæða þess að hann gerðist kvikmyndagerðarmaður. Enn sem komið er hefur fátt verið stað- fest um leikaraval og söguþráð í nýju Godzilla-myndinni. Fyrir utan Binoche hefur þó gengið fjöllunum hærra að breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson, sem lék John Lennon í Nowhere Boy, Elizabeth Olsen, yngri systir Olsen- tvíburasystranna, og Bryan Cranston úr Breaking Bad og Malcolm in the Middle- þáttunum, séu á óskalista leikstjórans fyrir myndina. Binoche í viðræðum um hlutverk í Godzilla Breski leikstjórinn Gareth Edwards hyggst gæða hið goðsagnakennda skrímsli nýju lífi á næstunni. JULIETTE BINOCHE Óskarsverðlaunaleikkonan gæti tekið að sér hlutverk í nýju Godzilla-myndinni. The Big Lebowski Fest 2013 verður haldin í sjöunda sinn í Keiluhöllinni í Egilshöll 16. mars. Hátíðin er haldin fyrir alla aðdá- endur gamanmyndarinnar The Big Lebowski. Þangað mætir fólk í búningum, drekkur hvíta rússa, slappar af og skiptist á frösum úr þessari „költ“ mynd. Fimm- tán ár eru liðin síðan hún kom út með Jeff Bridges í hlutverki lata friðarsinnans The Dude. Á hátíðinni verður haldin spurningakeppni, spiluð keila og horft á myndina, auk þess sem búningakeppni fer fram. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og einnig verða veitt heiðurs verðlaunin Achiever. Miðasala fer fram á Bolur.is. Lebowski Fest í sjöunda sinn SKIPULEGGJENDUR Svavar Helgi Jakobsson og Ólafur Sverrir Jakobsson skipuleggja hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Marcus Mumford, höfuðpaur Mumford and Sons, og Justin Timberlake hafa verið að taka upp tónlist saman fyrir nýjustu kvikmynd Coen-bræðra. Myndin, sem heitir Inside Llewyn Davis, skartar Carey Mulligan, eigin- konu Mumfords, í einu aðalhlut- verkanna og fjallar um tónlistar- mann sem reynir að öðlast frægð og frama í New York á sjöunda áratugnum. Í viðtali við MTV sagðist Timber lake hafa notið samstarfs- ins. „Þetta verður ekki bara góð mynd heldur verður tónlistin í henni frábær,“ sagði söngvarinn. Mumford tekur upp með Timberlake POPPARI Justin Timberlake naut sam- starfsins við Marcus Mumford. Ben Stiller er nýjasti gestaleikar- inn sem staðfest hefur verið að bregði fyrir í nýju þáttaröðinni af Arrested Development sem kemur á skjáinn í maí. Áður hafa stjörnur á borð við Kristen Wiig, Seth Rogen, Conan O’Brien, John Slattery og Islu Fisher verið til- kynntar sem hluti af þáttaröðinni og búist er við að fleiri stjörnur verði tilkynntar áður en langt um líður. Stiller snýr aftur sem töfra- maðurinn Tony Wonder, erki- óvinur GOB Bluth sem Will Arnett leikur, en gestaleikur hans þótti vel heppnaður í upphaflegu Arrested Development-þáttunum. Ben Stiller verður með BEN STILLER Einn af mörgum gestaleikurum í nýju Arrested Develop- ment-þáttaröðinni. Miðasölusími 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.