Fréttablaðið - 01.03.2013, Page 33

Fréttablaðið - 01.03.2013, Page 33
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 1. MARS 2013 • 7 og fl estir hafa skoðun á því hvað er gert þarna inni. Það var því vitað frá upphafi að vanda yrði til verks. Sjálft hótelið er afar glæsi- legt þannig að við reyndum að halda rauðum þræði þar á milli. Markmiðið var að endurvekja gamla glæsileikann, glæða þetta hjarta borgarinnar lífi en passa þó að hafa þetta hvorki stíft né uppstrílað. Andinn inni er mjög „casual“ og kúl, ef ég má sletta, og því held ég að fólk eigi eftir að kunna að meta staðinn. Svo er maturinn frábær hjá Völla Snæ sem spillir víst ekki fyrir. Enginn er eyland og því má ég til með að minnast þá þann frábæra fl okk iðnaðarmanna sem ég er stolt af því að vinna með. Hvernig myndirðu lýsa stílnum á nýju Borginni? Ég lýsti þessu sem art deco „with a twist“ á opnunarkvöldinu, en hversu trú ég er þeim stíl verða meiri sér- fræðingar en ég að dæma um. Þetta er nútímalegt og þægilegt með fortíðarþrá, ferskur og bjartur staður sem á að leiða þig úr glæsilegum morgunverði, inn í bjart hádegið, fram í happy hour sem endar svo í fl ottum kvöld- verði. Allir klukkutímar dagsins verða að virka vel á þessum stað. Er það stíll sem þú myndir segja að væri hvað vinsælastur um þessar mundir? Engin spurn- ing. Þetta snýst um að blanda saman gömlu og nýju og það er ótrúlega vinsælt í dag. Fyrir vikið er meiri karakter inni á heimilinu. Þannig nær líka þinn persónulegi stíll betur að skína í gegn heldur en ef allt væri keypt út úr sömu búðinni. Ég er líka hrikalega veik fyrir veggfóðri og hvet fólk óspart til að brjóta upp hið hefðbundna form og splæsa smá lit í lífi ð. Það þarf heldur ekki alltaf að henda út og kaupa nýtt. Oft er nóg að mála eldhús- innréttinguna, skipta um höldur og fl ísaleggja á milli efri og neðri skápa. Ég tek þetta sem dæmi um hvernig hægt er að nota hug- myndafl ugið. Eru Íslendingar vel að sér þegar kemur að hönnun í híbýlum? Ekki spurning en eini gallinn er sá að við viljum oft kaupa öll sömu hlutina sem er stundum dálítið fyndið. En tískubylgjur eru þess eðlis. Mér fi nnst að fólk mætti vera örlítið djarfara þegar kemur að heimilinu og duglegra að breyta til. En á heildina litið myndi ég segja að Íslendingar væru alveg með þetta. Þarftu sjálf ekki að breyta ört til á þínu heimili? Ég er nú aðal- lega búin að vera að breyta um heimilisfang síðustu árin frekar en að breyta inni á heimilinu en vissulega er ég dugleg að breyta. Það þýðir þó ekki að ég hendi öllum húsgögnunum út reglulega – alls ekki. Fyrir mér snýst það frekar um að breyta litlu atriðunum eins og myndum á veggnum, litum, veggfóðri, púðum og þess háttar. Klassísk og falleg húsgögn standa alltaf fyrir sínu og endast í áratugi. Er eitthvað verkefni sem þú ert stoltari af en annað? Ég er mjög stolt af öllu sem ég hef gert og ég vona að fólkið sem ég hef unnið fyrir í gegnum tíðina sé stolt af heimilum sínum og fyrirtækjum. Ég er hins vegar voðalega stolt af Borginni og mér fi nnst frábært að sjá eldri kynslóðina sitjandi á næsta borði að fá sér að snæða. Fólk sem kannski skemmti sér ungt þar fyrir 40-50 árum. Þannig að stað- urinn höfðar greinilega til allra enda var það markmiðið að bjóða alla velkomna til þess að geta notið sem best þessa sögufræga húss. Ég vildi óska að ég hefði getað boðið ömmu minni heitinni í kvöldmat á Borginni. Hún hefði orðið voðalega stolt af mér. En áttu þér eitthvert drauma- verkefni? Ætli það sé ekki á endanum að hanna mitt eigið hús frá grunni, sniðið að þörfum mínum og minna. Já og eitt stykki hótel, takk! Eitthvað að lokum? Þú upp- skerð svo sem þú sáir. Uppáhalds MATUR Humarinn á Borginni, sushi, ítalskur matur, alls konar djúsí salöt og ég elska eftirrétti! DRYKKUR Ískalt vatn, malt í gleri og nýsjálenskt Sauvignon Blanc. VEITINGAHÚS Borg Restaurant. Tímarit Vanity Fair, Elle Decor og Living etc. VEFSÍÐA Contemporist.com VERSLUN Ég get auðveldlega sagt Zara fyrir föt og Zara fyrir heimilið. HÖNNUÐUR Mar- cio Kogan, brasilískur arkitekt. Hanna Stína, dóttirin og lífi ð fyrir utan vinnu Mæðgurnar á góðri stundu. Hanna Stína í Skaftafelli. Hér er Hanna Stína í Nýja-Sjálandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.