Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 50
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34
„Sveitin varð þannig til að við
Arndís, Guðrún sátum saman á
kaffihúsi og þær fóru að tala um
að ætla að spila saman tónlist. Ég
spurði hvort þær vantaði ekki líka
hljómborðsleikara því ég vissi
um einn mjög góðan. Þær spurðu
hver það væri og ég sagði að það
væri ég og úr því var ákveðið að
prófa að spila saman allar þrjár.
Við tókum þessu mjög alvarlega
strax frá upphafi og eftir að hafa
æft saman í nokkra mánuði end-
uðum við heima hjá mér með tölvu
að taka upp plötu. Þegar platan
var nánast tilbúin föttuðum við
að okkur vantaði slagverksleik-
ara. Við leituðum að kvenkyns
slagverksleikara í um sex mán-
uði þar til við römbuðum fram
á Dísu.“ Svo lýsir Harpa Fönn
Sigur jónsdóttir tilurð hljómsveit-
arinnar Grúsku Babúsku. Sveitina
skipa einnig Arndís A. K. Gunn-
arsdóttir og Guðrún Birna La
Sage de Fontenay. Sveitin gefur út
sína fyrstu hljómplötu í usb formi
þann 1. apríl næstkomandi.
Grúska Babúska er með samn-
ing við breska útgáfufyrirtækið
Static Caravan sem rekið er af
Geoffrey Dolman. Fyrsta plata
sveitarinnar verður gefin út í
heldur óhefðbundnu formi og að
sögn Hörpu vissu stúlkurnar að
þær yrðu að leita út fyrir land-
steinana að útgefanda. „Við
vissum að tónlistin væri of sér-
stök til að gefa eingöngu út á
Íslandi og ákváðum því að taka
viku skömmu fyrir jól og senda
„prómó“ disk á allar smáútgáfur
í heiminum, þar á meðal Static
Caravan.“ Diskurinn verður
gefinn út í formi usb-lykils í líki
babúsku, en fyrirbærið fundu
stúlkurnar með aðstoð Google-
leitarvélarinnar.
Aðspurð segir Harpa Fönn
tónlist sveitarinnar vera and-
stæðukennda blöndu af þjóðlaga-
poppi og raftónlist. „Krúttleg og
„krípí“ lýsir tónlistinni kannski
best,“ segir hún. Stúlkurnar munu
fylgja plötunni eftir með tónleika-
haldi og koma meðal annars fram
á nokkrum tónleikum í Englandi.
Útgáfutónleikarnir sjálfir fara þó
fram á Kex Hostel þann 3. apríl.
sara@frettabladid.is
Krúttleg og „krípí“
Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur
óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska.
FYRSTA PLATAN Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan kemur út í formi usb-lykils.
Tónlistarmaðurinn Úlfur
sendir frá sér plötuna White
Mountain þann 5.mars á
vegum bandaríska fyrirtæk-
isins Western Vinyl. Platan
hefur fengið góða dóma hjá
netverjum. Síðurnar Pitch-
fork og Spin kynntu lögin So
Very Strange og Heaven in a
Wildflower á forsíðum sínum
í janúar síðastliðnum. Mynd-
bandið við Black Shore hefur
einnig vakið athygli og hafa
rúmlega sjötíu þúsund manns séð það á myndbandasíðunni Vimeo.com.
Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár,
þá helst sem liðsmaður Swords of Chaos og sem bassaleikari í tónleika-
hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós.
Úlfur sendir frá sér plötu
Rokkararnir í Skálmöld eru á leið-
inni í tíu daga tónleikaferð um land-
ið sem ber yfirskriftina Myrkur,
kuldi, ís og snjór 2013. Á meðal
áfangastaða er Litla-Hraun en
vistmenn hafa nokkuð oft lýst yfir
áhuga á að fá Skálmöld í heimsókn.
Fyrstu tónleikarnir voru í
Hnífsdal í gærkvöldi en þeir síð-
ustu verða á Gamla Gauknum í
Reykjavík 9. mars. Miðaverð er
3.000 krónur og fer miðasala fram
við inn ganginn nema annað sé aug-
lýst sérstaklega.
Tíu daga tónleikaferð
Hljómsveitin Skálmöld fer í tónleikaferð um landið.
Í TÓNLEIKAFERÐ Rokkararnir í Skálmöld eru á leiðinni í tónleikaferð um landið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Breskir fjölmiðlar eru yfir sig
hrifnir af The Next Day, fyrstu
plötu Davids Bowie í áratug. Alls
staðar fær platan fimm eða fjórar
stjörnur og telja sumir hana
jafnast á við hans bestu verk.
Gagnrýnandi The Telegraph
gefur henni fimm stjörnur og
segir hana grípa mann heljar-
tökum undir eins og sé ópus sem er
sveipaður dulúð. Blaðamaður The
Independent gefur einnig fimm
stjörnur og fullyrðir að Bowie hafi
sent frá sér bestu endurkomuplötu
rokksögunnar. „Þetta er plata sem
sem fjallar um vandamál heimsins
og yfirborðskenndar stjörnur í
fjölmiðlum.“ Gagnrýnandi tíma-
ritsins Q er einnig í skýjunum og
splæsir fimm stjörnum, eða fullu
húsi, á plötuna.
The Guardian gefur The Next
Day fjórar stjörnur og segir að
efasemdarmenn gætu sett út á ein-
faldleika plötunnar. Tónlistin sé í
anda verka Bowie á áttunda ára-
tugnum en jafnist ekki á við þau.
Hann bætir samt við að platan fái
mann til að hugsa, sé skrítin og
uppfull af góðum lögum. Gagn-
rýnandi The Times er einnig
jákvæður, segir plötuna frábæra
og dularfulla og gefur henni fjórar
stjörnur. Þá gefur NME The Next
Day átta af tíu mögulegum.
The Next Day kemur út um
miðjan mars. Annað smáskífu-
lagið af plötunni, The Stars (Are
Out Tonight), er nýkomið út en
með aðalhlutverk í myndbandinu
fer Hollywood-leikkonan Tilda
Swinton.
Stjörnum prýddur
David Bowie ytra
Breskir fj ölmiðlar eru afar hrifnir af fyrstu plötu
jálksins Davids Bowie í áratug, The Next Day.
DAVID BOWIE Gagnrýnendur eru mjög
hrifnir af nýjustu plötu Davids Bowie.
NORDICPHOTOS/GETTY
24 25 26 27 28 1 2
3 4 5 6 7 8 9
Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau.
Hnífsdalur
21.00
Félags-
heimilið
Selfoss
22.00
Hvíta
húsið
Sauðár-
krókur
22.00
Mælifell
Akureyri
21.00
Græni
hatturinn
Húsavík
21.00
Íþrótta-
höllin
Eskifj örður
21.00
Valhöll
Höfn
21.00
Sindrabær
Litla-
Hraun
Lokaðir
tónleikar
Vestmanna-
eyjar
22.00
Höllin
Reykjavík
22.00
Gamli
Gaukurinn
TÓNLEIKAFERÐ SKÁLMALDAR
febrúar - mars 2013
NÝ PLATA Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur
sent frá sér plötuna White Mountain.
G E I M
„Mögnuð spennusaga... Plottið er pottþétt
og heldur manni fram á síðustu blaðsíðu.” Politiken
S U M A R Á N K A R L M A N NA
Dulin og opinská átök, leyndir draumar
og sagðar og ósagðar sögur.
NÝJAR KILJUR
2.499
KYNNINGAR-
VERÐ
2.499
KYNNINGAR-
VERÐ
G
ild
ir
til
1
1.
m
ar
s.