Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 4

Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 4
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Heimildir: AGS, Seðlabanki ESB, Barclays Mynd: AP Kýpurstjórn þarf enn 17 milljarða evra frá Evrópusambandinu til að geta bjargað bönkum sínum frá falli og koma ríkisskuldum niður fyrir 100 prósent af landsframleiðslunni fyrir árið 2020. Björgunarfé til banka (hlutfall af þjóðarframleiðslu) Bönkum bjargað eftir skuldakreppuna 2008 Indónesía 1997 Ísland 2008 Síle 1981 Írland 2010-2031 (48 milljarðar evra) Makedónía 1993 Suður-Kórea 1997 Grikkland 2008-2013 (45 milljarðar evra) Spánn 2012 (68 milljarðar evra) Tyrkland 2000Taíland 1997 Portúgal 2010 (8,3 milljarðar evra) Argentína 1980 57 Kýpur 2013 56 27 56,5 Samanburður nýlegra björgunaraðgerða © Graphic News Kýpurþing hafnaði skilmálum neyðarláns frá ESB og þarf að semja upp á nýtt 55 44 44 43 41 32 32 31 Ólokið UMHVERFISMÁL „Þetta sparar fullt af útgjöldum,“ segir Kristín Þórðar- dóttir, starfsmaður hjá Advania. Hún skrifaði undir samgöngusamn- ing við fyrirtækið, fær styrk frá því og skuldbindur sig í staðinn til að notast við annan samgöngumáta til að fara til vinnu, svo sem gangandi, hjólandi eða í strætó, að minnsta kosti þrisvar í viku. „Við eigum ekki einu sinni bíl. Við erum nýflutt frá Danmörku og héldum bara áfram að hjóla þegar við komum heim. Það var óvænt ánægja að fyrirtækið skyldi bjóða upp á þetta,“ segir Kristín, en um 230 af 600 starfsmönnum hafa undir ritað samgöngusamning hjá Advania. „Ég hjóla nú ekki alveg í öllum veðrum. Ef veðrið er of vont þá tek ég bara strætó, en ég notaði styrkinn til að kaupa strætókort.“ Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða starfsmönnum sínum samgöngusamninga fer fjölgandi. Landsbankinn hefur gert það síðan árið 2011. Finnur Sveinsson, sér- fræðingur í samfélagsábyrgð hjá bankanum, segir að samningarnir hafi mælst vel fyrir. „Um síðustu áramót höfðu 359 af um 1.300 starfsmönnum skrifað undir samning. Þeir eiga allir rétt á tuttugu þúsund króna niðurgreiðslu á árskorti í strætó, sem og fjöru- tíu þúsund króna viðbótargreiðslu vegna kostnaðar við vistvænar samgöngur.“ Á móti skuldbinda starfsmenn sig til þess að koma aðeins tvo daga á viku í bíl, nema óviðráðanlegar aðstæður kalli á annað, veik börn, Sífellt fleiri skilja bílinn eftir heima Æ fleiri fyrirtæki og stofnanir styrkja starfsmenn sína til að nýta vistvænar sam- göngur og skilja bílinn eftir heima. Er hugsað til heilsueflingar og að leysa úr bílastæðavanda fyrirtækja. Almenn ánægja ríkir um málið á meðal starfsmanna. Á EKKI BÍL Kristín Þórðardóttir er nýflutt heim frá Danmörku og á ekki bíl. Hún fær sam- göngustyrk frá vinnuveit- andanum og hjólar eða tekur strætó í vinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Starfsmenn Advania skuldbinda sig til að koma ekki oftar en tvisvar í viku á bíl í vinnuna. Í staðinn býður fyrirtækið eftirfarandi: ■ Endurgreiðsla vegna útlagðs kostnaðar vegna ferða til og frá vinnu er allt að 40.000 kr. á ári. ■ Starfsfólki Advania býðst árskort í strætó á 23.500 kr. ■ Endurgreiðsla útlagðs kostnaðar getur t.d. nýst í kaup á nýju reiðhjóli eða búnaði, viðhald reiðhjóls, strætókort eða leigubílakostnað til og frá vinnu. Dæmi um samning tannlæknatími eða eitthvað í þá veru. „Við höfum það þó þannig að ef slíkar aðstæður koma upp greið- um við leigubíl fyrir starfsfólk.“ ÁTVR bauð upp á samgöngu- samninga í tilraunaskyni frá apríl til september í fyrra. Til raunin gekk svo vel að ákveðið var að bjóða upp á framhald á henni. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn geti fengið styrk bæði yfir vetrar- og sumartímann. „Reynslan af þessu er mjög góð og könnun hjá okkur sýndi að starfs- menn eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins,“ segir Sigrún, en 112 af um 300 starfsmönnum hafa skrifað undir samgöngusamning. kolbeinn@frettabladid.is 221,1783 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,09 125,69 189,89 190,81 161,45 162,35 21,659 21,785 21,395 21,521 19,273 19,385 1,3104 1,318 187,71 188,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 21.03.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KÝPUR, AP Kýpurstjórn vinnur nú í kappi við tímann að því að semja nýjan fjármögnunarpakka, sem Evrópusambandið gæti sætt sig við. Seðlabanki ESB sagðist í gær gefa Kýpurstjórn frest fram á mánudag, að öðrum kosti verði bönkum landsins ekki bjargað frá falli. Bankarnir verða lokaðir þangað til lausn hefur fundist. Stærsti banki landsins, Kýpur- banki, hefur sagt að ríkið þurfi nauðsynlega á lausafé að halda frá Evrópu, því fjármála kerfið sé á barmi þess að hrynja. Næsta skref í málinu gæti orðið til björgunar eða eyðileggingar. Allir bankar í landinu eru lokaðir og verða það að minnsta kosti til þriðjudags. Orðrómur eru uppi um að einhverjir þeirra opni aldrei aftur. Íbúar í höfuðborginni Nikósíu hafa staðið í bið röðum við hraðbanka til að ná sér í peninga: „Við þurfum reiðufé. Við erum með fjölskyldur, börn, afa, ömmur og útgjöld. Og bankarnir hafa verið lokaðir síðan á laugardag,“ sagði Andri Olympiou, einn íbúa borgarinnar sem fréttastofan AP ræddi við í gær. Kýpurstjórn þarf að finna nýja leið til að fjármagna mótframlag sitt gegn neyðarláni ESB. Fyrri hugmyndum um að skattleggja bankainnistæður var hafnað á þingi á þriðjudag. - gb Seðlabanki ESB þrýstir á Kýpurstjórn: Fær frest í fjóra daga Veðurspá Sunnudagur 10-15 m/s syðst, hægviðri N-til. BJART UM HELGINA Skýjað að mestu í dag en birtir til á morgun og bjart um mest allt land á sunnudag. Rigning eða slydda S- og SA- til í dag og á morgun. Hiti 0-6 stig yfir daginn, hlýjast syðst. 2° 5 m/s 4° 6 m/s 4° 7 m/s 6° 14 m/s Á morgun 10-18 m/s syðst, annars hægari Gildistími korta er um hádegi 5° 3° 4° 3° 2° Alicante Basel Berlín 21° 13° 0° Billund Frankfurt Friedrichshafen -2° 6° 12° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -1° -1° 21° London Mallorca New York 6° 22° 4° Orlando Ósló París 24° -5° 14° San Francisco Stokkhólmur 17° -4° 5° 8 m/s 5° 10 m/s 4° 5 m/s 3° 8 m/s 4° 3 m/s 3° 5 m/s 0° 3 m/s 4° 3° 3° 3° 2° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður NOREGUR Norskir tollverðir eru orðnir þreyttir á ofbeldi og hót- unum í starfi sínu og vilja fá pipar- úða til þess að geta varið sig. Á vef Aftenposten kemur fram að skráð hafi verið 51 slíkt tilfelli í fyrra, þrefalt fleiri tilfelli en árið 2010. Formaður samtaka tollvarða segir smyglara ganga langt til þess að koma varningi sínum inn í landið. Beiðni tollvarða hefur verið til umfjöllunar frá því í fyrrasumar og er þá farið að lengja eftir svari. - ibs Vilja piparúða til varnar: Smyglarar beita tollara ofbeldi SKIPULAGSMÁL Flugvöllur á Hólms- heiði myndi ekki uppfylla skilyrði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um nothæfi, samkvæmt nýrri skýrslu sem Veðurstofan gerði fyrir Isavia. Flugvöllur þar yrði ónothæfur í rúmlega 28 daga á ári að jafnaði. Í þessari nýju skýrslu er tekið tillit til hámarkshliðarvinds og aðflugslágmarka, sem ekki hefur verið gert í fyrri skýrslum um flugvöll á heiðinni. Niður stöðurnar þegar þessir þættir eru teknir með í reikninginn eru að nothæfis- stuðull flugvallarins yrði 92,8 pró- sent. Samkvæmt kröfum Alþjóða- flugmálastofnunarinnar þarf þessi stuðull að vera að minnsta kosti 95 prósent. Isavia segir einnig að fylgni veðurskilyrða á Hólmsheiði og Keflavíkurflugvelli sé það mikil í suðaustanáttum að flugvöllur á Hólmsheiði myndi varla geta verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug eins og Reykjavíkurflugvöllur. Þá þyrfti að flytja spennistöð Landsnets við Geitháls burt ásamt fjölmörgum háspennulínum og heitavatnsæð frá Nesjavöllum sem liggur um svæðið, að því er segir í skýrslunni. Einnig þyrfti að færa fisflugvöll. Í skýrslunni kemur fram að framreiknaður kostnaður við gerð flugvallar á Hólmsheiðinni miðað við núverandi verðlag næmi 18,8 milljörðum króna. - þeb Talið að flugvöllur á Hólmsheiði yrði ónothæfur 28 daga á ári: Myndi ekki þjóna sem varavöllur daga á ári að meðaltali yrði fl ugvöllur á Hólmsheiði ónothæfur 28

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.