Fréttablaðið - 22.03.2013, Side 8
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SAMKEPPNI Samkeppniseftirlitið
er byrjað að rannsaka meint brot
innkaupadeildar Landspítalans
(LSH) á samkeppnislögum. Það
var fyrirtækið Logaland ehf. sem
kærði spítalann til eftirlitsins í síð-
asta mánuði vegna vinnubragða í
innkaupum á heilbrigðisvörum og
-tækjum.
Fyrirtækið áætlar að meirihlut-
inn af um níu milljarða árlegri
veltu á þeim markaði fari í gegn-
um innkaupadeildina. Ástæðan var
fyrirvaralaus ákvörðun LSH um
að hætta að kaupa vörur frá Loga-
landi og beina viðskiptum sínum
til Hátækni. Um var að ræða sömu
vöru frá sama framleiðanda.
Í tölvupósti á milli tveggja
starfsmanna Landspítala kemur
fram að verð Logalands sé lægra
en í Hátækni en í svari verkefna-
stjóra innkaupasviðs kemur fram:
„Viltu reyna að pressa verðin niður
meira?“
Landspítalinn hefur frest til 30.
apríl til að skila inn gögnum til
Samkeppniseftirlitsins. - sv
Ergo veitir frumkvöðlum
umhverfisstyrki
Lumar þú á hugmynd?
Ergo veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000
krónur hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni
á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig
vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun
framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og
verndunar náttúruauðlinda.
Sendu inn þína hugmynd
Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina á ergo.is.
Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því
til hvers nýta skal styrkinn. Umsóknarfrestur er til 10. apríl en styrkjum
verður úthlutað á degi jarðar 22. apríl.
Kynntu þér málið nánar á ergo.is
sími 440 4400 > www.ergo.is
Umhverfi Efnahagur
Samfélag
Samkeppniseftirlitið krefst ítarlegra upplýsinga frá innkaupasviði Landspítalans vegna meintra brota:
Rannsókn á innkaupamálum LSH er hafin
Samkeppniseftirlitið hefur meðal annars óskað eftir:
➜ Ítarlegri lýsingu á vinnuferlum LSH við innkaup sem ekki eru útboðsskyld.
➜ Lýsingu á svokölluðum „þróunarsamningum“ LSH við birgja.
➜ Ítarlegri lýsingu á vinnuferlum við innkaup.
➜ Upplýsingum um ráðstöfun LSH á gjafafé.
➜ Yfirliti yfir innkaup vara sem eru undir innlendum viðmiðunarfjár-
hæðum um opinber innkaup.
Liðirnir í innköllun Samkeppniseftirlitsins eftir gögnum frá LSH eru sam-
tals fjórtán og margir hverjir mjög ítarlegir og langir. Meðal annars er
óskað eftir öllum samskiptum innkaupasviðs spítalans við Logaland og
Ríkiskaup.
Innköllun í fjórtán liðum
1. Hvað er talið að stangveiði á Íslandi
velti mörgum milljörðum?
2. Hvenær fór Herjólfur sína fyrstu
ferð í Landeyjahöfn á þessu ári?
3. Í hvaða íþrótt keppir Kefl víkingur-
inn Arnar Helgi Lárusson?
SVÖR
1. 20 milljörðum. 2. Á mánudag. 3. Hjóla-
stólaakstri.
ÍSRAEL, AP „Rétt eins og Ísraelar
byggðu ríki í sínu heimalandi
eiga Palestínumenn rétt á að vera
frjálsir í sínu eigin landi,“ sagði
Barack Obama Bandaríkjaforseti
á fundi með stúdentum í Ísrael í
gær. Obama er í þriggja daga
opinberri heimsókn þar.
Forsetinn sagði frið milli þjóð-
anna nauðsynlegan til að tryggja
framdrátt Ísraels. „Réttur Pal-
estínumanna til sjálfsyfirráða og
réttlætis verður að vera viður-
kenndur. Setjið ykkur í þeirra
spor, lítið á heiminn með þeirra
augum. Það er ekki sanngjarnt
að palestínskt barn geti ekki alist
upp í eigin ríki, og lifi öllu sínu
lífi í návígi við útlenskan her sem
stjórnar ferðum þess á hverjum
einasta degi,“ sagði forsetinn
einnig. Hann sagði einnig við
nemendurna að á meðan Banda-
ríkin væru til stæðu Ísraelar ekki
einir í baráttu sinni. Hann sagði
Bandaríkjamenn vera bestu vini
Ísraels. Ísraelar þyrftu hins vegar
að draga úr einangrun sinni á
alþjóðavettvangi.
Obama tók vægar til orða um
landnemabyggðir Ísraela en oft
áður og krafðist þess ekki að hætt
yrði að byggja. Hann sagði þó að
landnemabyggðirnar eyðilegðu
fyrir friðarmöguleikum, enda
hafi Palestínumenn gert stöðvun
þeirra að forsendu fyrir friðarvið-
ræðum.
„Pólitískt séð, sé litið til
almenns stuðnings Bandaríkja-
manna við Ísrael, væri auð-
veldast fyrir mig að leggja þetta
deilumál til hliðar. Lýsa yfir ótak-
mörkuðum stuðningi við hvað sem
Ísraelar ákveða að gera, það væri
auðveldasta pólitíska brautin að
feta. En ég vil að þið vitið að ég
tala við ykkur sem vinur sem
hefur miklar áhyggjur og mikinn
áhuga á framtíð ykkar.“
Bandaríkjaforseti hitti einnig
forseta Palestínu, Mahmoud
Abbas, í gærmorgun á Vestur-
bakkanum. Hann fordæmdi þar
eldflaugaárásir Palestínumanna.
Hann sagði Bandaríkjamenn vera
á móti auknum landnema byggðum
Ísraela en sagði einnig að þær
ættu ekki að vera notaðar sem
afsökun fyrir aðgerðaleysi. „Ef
væntingarnar eru þær að aðeins
sé hægt að hafa beinar friðarvið-
ræður þegar búið er að ákveða
allt fyrirfram, þá er enginn til-
gangur með viðræðunum, svo ég
tel mikilvægt að komast áfram
þótt margt pirri báða deiluaðila,“
sagði forsetinn á sameiginlegum
fundi með Abbas.
thorunn@frettabladid.is
Obama vill
sjálfstætt ríki
Palestínu
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Palestínumenn
eiga rétt á eigin ríki og hefur trú á tveggja ríkja lausn
á deilum þeirra við Ísraela. Forsetinn segir það einu
leiðina til að tryggja öryggi og framþróun Ísraels.
Réttur Palestínu-
manna til sjálfsyfirráða og
réttlætis verður að vera
viðurkenndur. Setjið
ykkur í þeirra spor, lítið á
heiminn með þeirra
augum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
HORFT YFIR SALINN Gripið var fram í fyrir forsetanum á fundinum í Jerúsalem
í gær, og hér leitar hann að viðkomandi. Hann gerði létt grín að því að hann væri
vanur því að gripið væri fram í fyrir honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?