Fréttablaðið - 22.03.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 22.03.2013, Síða 26
FÓLK|HELGIN Sýningin Ori- gami – brot í brot hefur notið mikilla vinsælda og hafa fjölmörg börn fengið kennslu í origami-papp- írslistinni. Á sýningunni eru verk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Grunnreglur origami eru einfaldar; að- eins má brjóta pappírinn en hvorki klippa né líma. Möguleikarnir eru óþrjótandi eins og hin stórkostlegu listaverk í Gerðubergi sýna. Sýningin er samstarfsverkefni Gerðubergs og Origami Ísland þar sem þeir Björn Finnsson og Jón Víðis eru í forsvari. Á sunnudaginn tekur Björn á móti gestum og leiðir þá í sannleikann um galdurinn á bak við origami. Þetta vilja börnin sjá! er sýning á mynd- skreytingum úr nýútkomnum ís lenskum barna- og unglingabókum. Markmið sýn- ingarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga en þetta árið eiga 28 myndskreytar verk á sýningunni. Auk þess að skoða myndverkin sjálf geta gestir látið fara vel um sig og gluggað í bæk- urnar. Umgjörð sýningarinnar er notaleg þar sem lækur, brýr, hellir, klettar og mjúkir púðar spila stórt hlutverk. Þetta er í ellefta sinn sem sýningin Þetta vilja börnin sjá! er haldin í Gerðubergi. Opnunartími sýninganna á laugardag og sunnudag er frá kl. 13 til 16. ORIGAMI Möguleikar origami-listarinnar eru óþrjótandi. ÞETTA VILJA BÖRNIN SJÁ Skemmtileg sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum íslenskum barna- og unglinga- bókum. ÓTRÚLEG LIST Grunnreglur origami eru þær að aðeins má brjóta pappírinn en hvorki klippa né líma. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum vonum,“ segir Rós-hildur Jónsdóttir vöruhönn- uður, en nú stendur yfir í Sparki á Skólavörðustíg sýning á fiskbeina- módelum sem hún hefur þróað í samvinnu við íslensk framleiðslu- fyrirtæki í fiskiðnaði. Módelin eru nú tilbúin til fjöldaframleiðslu eftir sjö ára ferli og segir Róshildur næsta skref vera markaðssetningu, bæði á Íslandi og erlendis. Þegar hafi erlendir dreifingaraðilar haft sam- band. „Þeir höfðu samband að fyrra bragði, sem er frábært, og spenn- andi að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Róshildur en vill ekki nefna nein nöfn að svo stöddu. Þá hefur verið fjallað um fiskmódelin á vef hönnunartímaritsins Dezeen, á www.disegnodaily.com og á Emmas Design blogg. „Erlenda pressan sem mætti á HönnunarMars sýndi mikinn áhuga og ég hef fengið pósta um að það muni birtast umfjöllun um vör- una víða. En ég er mjög ánægð með hvað margir vilja kaupa vöruna því það fer ekki endilega saman að finn- ast vara flott og tjá sig um það og að fjárfesta í henni,“ segir Róshildur. Fiskbeinamódelin voru útskriftar- verkefni Róshildar frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Eftir það tók við þróunarvinna við að finna hag- kvæma leið við að hreinsa beinin. Háskólinn á Akureyri lagði til þekk- ingu og þróun á notkun ensíma til hreinsunar á beinunum. Þá lögðu Sero ehf. á Blönduósi, Norðurströnd á Dalvík og Sútunarverksmiðjan á Sauðárkróki til þekkingu og reynslu svo hægt yrði að framkvæma verk- efnið á stórum skala. Róshildur segir ferlið hafa verið erfitt og oft hafi hún ætlað að gefast upp. „Módelin hafa í raun alltaf fengið mikil viðbrögð hvar sem ég hef sýnt þau en ég gat aldrei fylgt því eftir. Ég hef því beðið eftir þessari stundu að geta sýnt módelin sem raun- hæfa söluvöru,“ segir Róshildur. „Ég er að springa úr hamingju. Það hafa margir lagt hönd á plóg og nú er komið að því að markaðssetja vöruna svo öll vinnan fari að borga sig. Það er líka svo ótrúlega gaman að sjá hvað módelin vekja mikla gleði hjá fólki á öllum aldri. Fólk er að kaupa módelin jafnt í fermingar- gjafir sem í sjötugsafmælisgjafir og jafnvel í innflutningsgjafir líka. Mód- elin höfða til allra.“ Fiskmódel Róshildar fást í Sparki á Skólavörðustíg 33 og stendur sýn- ingin á þeim til 31. maí. ■ heida@365.is SKEPNURNAR SLÁ Í GEGN ÁHUGAVERÐ SÝNING Fiskbeinamódel Róshildar Jónsdóttur vöktu mikla athygli á HönnunarMars. Þau eru nú komin í fjöldafram- leiðslu eftir þróunarsamvinnu við íslensk fyrirtæki í fiskiðnaði. Módelin eru sýnd í Sparki á Skólavörðustíg 33. MARKAÐSSETNING NÆSTA SKREF Fisk- módel Róshildar Jónsdóttur vöktu mikla athygli á HönnunarMars og hafa erlendir dreifingaraðilar þegar sýnt áhuga. Margra ára þróunarvinna með íslenskum framleiðslufyrir- tækjum í fiskiðnaði er að skila sér. MYND/PJETUR SKEPNUSKÖPUN Setja má beinin saman á ýmsa vegu og mála eftir kúnstarinnar reglum. MYND/RÓSHILDUR JÓNSDÓTTIR SNIÐUG GJÖF Beinin koma í sérhönnuðum umbúðum ásamt litum og lími. Róshildur segir módelin höfða til allra aldurshópa og fólk gefi þau jafnt í fermingar- gjafir sem í sjötugsaf- mælisgjafir. MYND/PJETUR PAPPÍR OG LIST Tvær skemmtilegar sýningar í Gerðubergi renna sitt skeið um helgina en á sunnudaginn er síðasti sýningardagur þeirra. Annars vegar er það Origami – brot í brot og hins vegar Þetta vilja börnin sjá! ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 Fissler hraðsuðupottar fyrir hraðari, hollari og bragðbetri eldamennsku Fissler hefur framleitt hágæða potta og pönnur í Þýskalandi í 167 ár. Kynnið ykkur málið. Íslenskur bæklingur á www.ht.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.