Fréttablaðið - 22.03.2013, Síða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Hönnun og hugmyndir. Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Veru-leiki. Heilsa og heilbrigði. Spjörunum úr og helgarmaturinn.
2 • LÍFIÐ 22. MARS 2013
HVERJIR
HVAR?
Umsjón blaðsins
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
Umsjón Lífsins á Vísir.is
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Forsíðumynd
Valgarður Gíslason
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
Hver er maðurinn
RFF GUMMI JÖR
OG ELLA BÁRU AF
Lífi ð fékk álit hjá fjórum RFF-gestum á nýliðinni tískuhá-
tíð. Stúlkurnar voru sammála um að Guðmundur Jörunds-
son og ELLA hefðu staðið upp úr í ár.
Jóhanna Björg Christensen
ritstjóri Nude Magazine.
„Eins og svo mörgum fannst mér sýning
Guðmundar Jörundssonar standa upp úr.
Línan var vel unnin og mjög flott og það
var kraftur í sýningunni sem mér fannst
vanta í aðrar. Hrafnhildur Hólmgeirs-
dóttir átti svo sinn þátt í að gera upplif-
unina enn flottari; tónlistin, lýsingin og
fötin spiluðu vel saman. Ég sá líka ELLU
og Farmers Market sem lögðu líka mikið
upp úr sýningum sínum, mér finnst það
skipta miklu máli. Það þarf að skapa
upplifun og stemningu á sýningunum
og fanga þannig áhuga áhorfenda. Að
lokum fannst mér hátíðin vel heppnuð í
ár, hún verður betri með hverju árinu og
það er fagmannlegra að halda sýning-
arnar að degi til.“
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður.
„Mér fannst Gummi Jör standa upp úr.
Þetta var heilsteypt lína og sniðin voru
falleg. Mér fannst tónlistin, sviðs myndin
og stíliseringin líka mjög flott. Það spil-
aði sterkt inn í að hann fékk flottan stíl-
ista til liðs við sig. Ég tel að það sé
nauðsynlegt að fá aðstoð frá stílista
fyrir sýningar, það setur punktinn yfir
i-ið. Ég hefði viljað sjá fleiri unga hönn-
uði sýna í ár en í heildina litið fannst
mér hátíðin vel skipulögð og flott.“
Hildur Ragnarsdóttir, bloggari hjá Trendnet.
„Mér fannst Jör-sýningin langflottust. Fötin, hárið, förðun-
in, tónlistin og sviðið var töluvert flottara en hjá hinum.
Svo þótti mér Farmers Market líka mjög flott. Ég fílaði
hljómsveitina, fossinn í bakgrunninn og hvernig allt var
stíliserað þó svo að línan sjálf hafi ekki verið mjög ný.
Þetta tvennt stóð upp úr að mínu mati. Hvað hátíðina sjálfa
varðar þá heppnaðist hún þokkalega vel þó að það hafi
orðið eitthvað vesen með sætaskipanina.“
Þórunn Antonía Magnúsdóttir
söngkona.
„Ég sá þrjár sýningar, Jör by Guðmundur Jör-
undsson, ELLU og Munda. Af þessum þremur
sýningum fannst mér ELLA flottust. Hún var sam-
kvæm sjálfri sér og fötin voru kvenleg og klæði-
leg og sýningin sjálf var líka mjög falleg. Mér
fannst góð tilbreyting að halda sýningarnar
að degi til og mín upplifun var sú að það hafi
verið vel að hátíðinni staðið í ár.“
Gunnar Már Sigfússon, lík-
amsræktarþjálfari og ráð-
gjafi, gaf út bókina Lág-
kolvetna lífsstílinn við
mikla gleði í Eymundsson
fyrr í vikunni.
Fullt var út úr dyrum af
vinum, vandamönnum
og aðdáendum þjálf-
arans. Meðal þeirra
voru þær Sara, Dag-
björt og Sólrún Regins-
dætur, Andrea Magnúsdóttir fata-
hönnuður, Draupnir Rúnar, Berg-
lind Guðmundsdóttir, Melkorka
Árný Kvaran þjálfari, Þórunn
Marinós dóttir og margir fleiri.
Aldur 34 (til 1. júlí, þá verð ég
34,1‘s )
Starf Tónlistarmaður og „sales rep“
hjá S. Guðjónsson
Maki Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir
(Tobba).
Börn Embla Margrét og Þorsteinn
Heiðar.
Áhugamál Tónlist, fótbolti, golf og
allt með familíunni.
Hvað stendur upp úr eftir vik-
una Útgáfa lagsins Í Nótt með
hljómsveit minni Made in Sveitin.
Fjööör!
Hvað á að gera um helgina
Spila á árshátíð BootCamp. Snilldar-
fólk, allir sem einn, ég mæli með því
að æfa þarna.
Eitthvað að lokum Hljómsveit-
in Made in Sveitin er á Facebook,
finnið okkur þar. Við erum að spila
á fullu um páskana. Peace!
Hreimur Örn Heimisson