Fréttablaðið - 22.03.2013, Side 40

Fréttablaðið - 22.03.2013, Side 40
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og heilbrigði . Spjörunum úr og helgarmaturinn. 10 • LÍFIÐ 22. MARS 2013 H venær kafaðir þú í fyrsta skipti og hvar? Ég prófaði í fyrsta sinn að kafa úti á Grikklandi. Hver kynnti þig fyrir sportinu eða hvað kom til að þú ákvaðst að prófa? Það var í rauninni hann pabbi minn sem gerði það. Hann var búinn að prófa þetta áður og varð strax mjög hrifinn, við skelltum okkur svo saman á köfunar námskeið. Varðstu strax hrifin? Ég varð al- gjörlega heilluð um leið og hef ekki stoppað síðan. Ég fór fyrst í svona prufutíma og fann það strax að þetta var án efa það skemmtileg- asta sem ég hafði prófað hingað til. Ég skráði mig strax á námskeið til að fá köfunarréttindi. Kafarðu reglulega hér heima? Já, oftast kafa ég svona tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Ég er meðlimur í Sportkafarafélagi Ís- lands og það er mikið af skemmti- legum ferðum og uppákomum á vegum félagsins. Köfunin er ekki bara frábært áhugamál heldur líka alveg geggjuð líkamsrækt. Ég sagði upp kortinu mínu í ræktina og stunda nú bara köfun af kappi. Hvar kafarðu helst? Við förum oft á Þingvelli, í Silfru eða Davíðs - gjá. Svo reynir maður að fara í sjóinn ef veður leyfir, þá förum við oft út frá bryggjunni í Garði eða til dæmis á Óttars- stöðum sem eru rétt hjá ál- verinu í Hafnarfirði. Hvar dreymir þig helst um að kafa í heiminum? Draum- urinn er að fara í hella- kafanir í Mexíkó. Svo eru auð vitað Rauðahafið og Bahama-eyjar á listanum. Hefurðu orðið hrædd í þessu sporti eða lent í erf- iðum aðstæðum? Já, ég lenti í mjög erfiðum aðstæðum núna í desember og það var í fyrsta og eina skiptið sem ég var virkilega hrædd. Ég var í djúpköfun í Kleifarvatni þegar búnaðurinn minn klikkaði og það fór margt úrskeiðis. Ég var komin í virkilega slæmar og hættu- lega aðstæður. Þetta fór svo allt vel á endanum en ég var mjög heppin. Mér finnst enn þá pínu óþægilegt að kafa nákvæmlega á þessum stað. Stundarðu einhver fleiri skemmtileg sport eða úti- vist? Ég er almennt mjög aktív og mér líður best þegar ég hef nóg að gera. Ég geng mikið á fjöll og stunda línuskauta. Ég stefni svo á að prófa fallhlífar- stökk í sumar. ÁHUGAMÁL FÓR Á KÖFUNAR- NÁMSKEIÐ MEÐ PABBA Magdalena Dubik sagði upp líkamsræktarkortinu og stundar nú köfunarsportið af krafti. NAFN Magdalena ALDUR 25 ára STARF Verkefnastjóri í sölu- og markaðsdeild Andrár D YN A M O R EY K JA V ÍK Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana reynist þyrnum stráð ... Einstök bók úr smiðju Sirrýjar um hvernig hægt er að öðlast meiri færni í að koma fram og tjá sig og eiga í ánægjulegum samskiptum. Lifandi texti, kryddaður fjölmörgum sögum úr veruleikanum. SPENNANDI KÓSÍKRIMMI! D YN A M O RE YK JA V ÍK ÁVÍSUN Á BETRI SAMSKIPTI! „Þessi bók er fyrir alla sem vilja koma skoðun sinni skilmerkilega á framfæri.“ STEFÁN JÓN HAFSTEIN „Hrikalega skemmtileg!“ RADIO P4 BLEKI NGE Magdalena hefur einu sinni komist í hættu- ástand neðan- sjávar og segist enn verða hrædd þegar hún kafar á sömu slóðum. Magdalena Dubik ásamt þaulvönum kafara í Grikklandi. Magdalena Dubik er aktív kona en fyrir utan vinnu stundar hún stundar köfun, spilar á fiðlu, ferðast og lifir lífinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.