Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2013, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 22.03.2013, Qupperneq 54
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 „Ég er alveg viss um að þau eiga öll eftir að sigra heiminn,“ segir Stefán Jónsson, fag stjóri leik listar brautar Listaháskóla Íslands, en hann leikstýrir út- skriftarnemum LHÍ í verkinu „Draumur á Jónsmessunótt“ sem frumsýnt er í kvöld. Tíu leikarar útskrifast af leikarabrautinni í vor og segir Stefán allt lagt undir í þessu lokaverkefni hópsins. „Þetta er mjög góður hópur og við ákváðum að tefla fram klassíkinni á þau. Draumurinn er eitt mest leikna verk Shakespea- res og reynir vel á leiktæknina.“ Nú þegar hafa þrír leikarar úr árganginum gengið frá samning- um við stóru leikhúsin, þau Arnar Dan Kristjánsson og Hildur Berg- lind Arndal, sem fengu samning við Borgarleikhúsið og Elma Stefanía Ágústsdóttir, sem gerði samning við Þjóðleikhúsið. Bindið þið ekki miklar vonir við hópinn? „Jú, við gerum það. Það er að sjálfsögðu allur gangur á því hverjir fara beint inn í leik húsin eða hvort það sé yfirleitt það sem krakkarnir vilja. Sumir ætla í framhaldsnám og svo fer þetta bara eftir því hvernig staðan er hjá leikhúsunum, hvað vantar á hvaða aldursbili, hvernig útliti þau eru að leita eftir og annað. Svo þetta er að sjálfsögðu ekki endanlegur mælikvarði á það hver sé góður og hver ekki,“ segir Stefán, en bætir við að þessir samningar séu þó mikið gleðiefni. Hann segir undirbúninginn hafa gengið vonum framar og að hópurinn sé vel samstilltur. „Svo koma við sögu nemendur á fyrsta ári sem bæði leika og aðstoða. Það tíðkaðist í gamla daga að yngri bekkingar tækju þátt en svo var því hætt. Við ákváðum hins vegar að hafa þau með í þetta skiptið,“ segir Stefán. Hann segir sýninguna einnig marka ákveðin tímamót. „Þetta er í fyrsta skipti sem við útskrifum leikara með BA-gráðu eftir þrjú ár svo þetta verður fyrsta sýn- ingin á þeim tímamótum. Ég get ekki, þó ég segi sjálfur frá, sagt og séð annað en að þau séu tilbúin til að fljúga úr hreiðrinu.“ Nánari upplýsingar um sýninguna má finna inn á heimasíðu Listahá- skólans, www.lhi.is. kristjana@frettabladid.is TILBÚIN AÐ FLJÚGA ÚR HREIÐRINU Hildur Berglind Arndal Þór Birgisson Elma Stefanía Ágústsdóttir Þorleifur Einarsson Hafdís Helga Helgadóttir Arnmundur Ernst Björnsson Fram koma GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR Stefán Jónsson leikstýrir útskriftarárgangi LHÍ í Draumi á Jónsmessunótt. Hann bindur miklar vonir við hópinn sem útskrifast í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útskrift arárgangur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands frumsýnir Shakespeare-verkið Draumur á Jónsmessunótt í Smiðjunni í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem deildin útskrifar leikara með BA-gráðu af leikarabraut leiklistar- og dansdeildar. Þetta er í fyrsta skipti sem við útskrifum leikara með BA-gráðu eftir þrjú ár svo þetta verður fyrsta sýningin á þeim tímamótum. Ég get ekki, þó ég segi sjálfur frá, sagt og séð annað en að þau séu tilbúin til að fljúga úr hreiðrinu. Stefán Jónsson, leikstjóri Thelma Marín Jónsdóttir Oddur Júlíusson Arnar Dan Kristjánsson Salóme Rannveig Gunnarsdóttir Leikstjóri: Stefán Jónsson, fagstjóri leikarabrautar Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Egill Ingibergsson Búningar: Agnieszka Baranowska Tónlist: Úlfur Hanson Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Syngur í stað Voigt á tónleikum 22. mars Bandaríska sópransöngkonan Deborah Voigt hefur afboðað komu sína á tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands föstudaginn 22. mars vegna veikinda. Í hennar stað syngur þýska söngkonan Nadja Michael. Michael er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme sem er á efnisskrá tónleikanna. Michael er ein helsta stjarnan í óperuheiminum í dag og því mikill fengur að fá hana hingað til lands. Fös. 22. mars » 19:30 Johannes Brahms Serenaða í D-dúr, op. 11 Richard Strauss Sjöslæðudansinn Richard Strauss Lokaþáttur úr Salóme James Gaffigan hljómsveitarstjóri Nadja Michael einsöngvari Aðeins örfá sæti eru laus á þessa óvæntu og einstöku tónleika. Tryggðu þér miða. Þeir sem óska eftir að skipta eða skila miðum sínum geta haft samband við miðasölu Hörpu. NADJA MICHAEL SYNGUR STRAUSS Óperutónleikar á morgun, 23. mars kl. 20:00 í Kaldalóni Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes syngja aríur eftir DONIZETTI / MOZART / PUCCINI Miðasala á www.harpa.is MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.