Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 18
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stór- an hluta af verðmæta- sköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vand- anum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangs- röðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verð- mætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnar- stefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá ein- hvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt. Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er full- reynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlut- lausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva ein- hvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skatta- hækkanir. Þess vegna er endur- greiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmynda gerð, íviln- anir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsa- vík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækk- aða skatta. Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niður- skurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi stað- reynd að fjárfesting í atvinnu- lífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnu- tækjunum okkar. Það er upp- skrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjár- festa vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferða- þjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðn- un. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélags- ins gera síðan bara illt verra. Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofur- skattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu. ➜ Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi . Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Skoðun visir.is Það er aðeins ein leið fær Fréttablaðið beinir þeim tilmælum til frambjóðenda í komandi alþingis- kosningum sem skrifa greinar í blaðið að þær séu ekki lengri en 350 orð. Til þessarar lengdartakmörkunar er gripið til að koma fleiri greinum að, nú þegar kosningabaráttan kemst á skrið. Lengd greina frambjóðenda 1.304 MÁNUDAGUR 18. MARS Raddir vorsins þagna Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur 819 MÁNUDAGUR 18. MARS Farið bara í sturtu Sighvatur Björgvinsson, fv. ráðherra 787 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS Ef væri ég hún Salome Svavar Hávarðsson pistlahöfundur 785 FIMMTUDAGUR 21. MARS Að gleypa sæði svipar til þess að gleypa hor Sigga Dögg pistlahöfundur 481 MÁNUDAGUR 18. MARS Íslenska boðfl ennan Eydís L. Finnbogadóttir, íslenskur ferðamaður 377 LAUGARDAGUR 16. MARS Björgun prinsessanna Brynhildur Björnsdóttir pistlahöfundur E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 0 8 9 RÍFLEGA HRINGINN Á EINUM TANKI! Renault Megane sló í geng á síðasta ári. Þú getur keyrt ríflega 1.700 kílómetra á einum tanki á þessum framúrskarandi sparneytna bíl og CO2 útblástur er einungis frá 90 g/km. Kynntu þér verð og ríkulegan búnað Renault Megane, við tökum vel á móti þér. VERÐ: 3.350.000 BEINSKIPTUR VERÐ: 3.650.000 SJÁLFSKIPTUR RENAULT MEGANE IIIPFRÍTT Í STÆÐI! FRÍTT Í STÆÐI ÁMIÐBORGARSVÆÐINU *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. A uk ab ún að ur á m yn d: D yn am ic p ak ki o g 17 “ ál fe lg ur BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 FJÖLSKYLDUVÆNN OG SPARNEYTINN DÍSILBÍLLL/1 00 K M3,5 M.V. BLANDAÐAN AKSTUR EFNAHAGSMÁL Einar K. Guðfi nnsson alþingismaður UMMÆLI VIKUNNAR „Gjaldþrota maður getur ekki borgað reikninga fyrir aðra.“ Vigdís Hauksdóttir þingmaður, sem var á móti hækkun framlags Íslands til þróunar- samvinnu. „Það hefur margt breyst þau fjórtán ár sem ég hef setið á þingi. Pólitíkin er hin sama, átakalínurnar eru þær sömu, […]. En pólitíkin hefur skerpst eftir hrun og það sjáum við á þing- störfunum.“ Þuríður Backman þingmaður, sem kvaddi Alþingi í vikunni eft ir fj órtán ára þingstörf. „Hann er einhver alvitlaus- asti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur.“ Árni Johnsen þingmaður um Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.