Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 22

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 22
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 Nýleg skoðanakönnun Capacent Gallup sem sýnir að 61% landsmanna vill klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hefur vakið mikla athygli. Þetta vekur hins vegar spurning- ar varðandi stuðning við þá stjórnmálaflokka sem vilja slíta aðildarviðræðunum. Bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hafa samþykkt á landsfundum sínum að hætta beri þess- um viðræðum. Formaður Nei-sam- takanna, Ásmundur Einar Daðason, er þingmaður Framsóknarflokks- ins og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er varaformaður sömu samtaka. Fleiri áhrifamenn í þessum báðum flokkum eins og Guðni Ágústsson, Pétur H. Blön- dal, Frosti Sigurjónsson og Styrmir Gunnarsson eiga sæti í stjórn Nei-sinna og hafa barist með oddi og egg gegn aðildar viðræðunum. Sjálfstæðisflokkurinn tók þetta síðan skrefinu lengra og samþykkti að loka ætti Evrópustofu. Að vísu hafa bæði formaður og vara- formaður flokksins lýst því yfir að sú samþykkt hafi verið óheppileg. Ef landsmönnum er alvara að við eigum að klára aðildarviðræðurnar þá hljóta menn að setja spurningar- merki við stuðning við þessa stjórn- málaflokka. Finnst fólki það til dæmis líklegt að hugsanleg stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks myndi veita aðildarviðræðum öfl- uga pólitíska forystu! Ég leyfi mér að efast um það jafnvel þótt þjóðin væri búin að samþykkja í þjóðar- atkvæðagreiðslu að halda ferlinu áfram. Ég skora því á þá landsmenn sem vilja halda viðræðunum áfram að hugsa sig vandlega um þegar þeir gera upp hug sinn í kjörklefanum í komandi alþingiskosningum. Mikilvæg ákvörðun EVRÓPUMÁL Andrés Pétursson formaður Evrópu- samtakanna EFNAHAGSMÁL Við Íslendingar erum að mörgu leyti lánsöm. Við erum auðlinda- rík þjóð, með hagfellda aldurs- samsetningu, sterka innviði, hátt tæknistig og kraftmikið vinnu- afl. Við stöndum þó frammi fyrir efnahagslegum áskorunum. Kaupmáttur hefur dregist saman, skuldastöðu hins opinbera þarf að laga og talsvert hefur vantað upp á efnahagslegan stöðugleika. Í byrjun árs fór af stað sam- starfsverkefni stjórnmálaflokk- anna, samtaka vinnumarkað- arins, fulltrúa atvinnulífsins, stjórnsýslunnar og fræðasam- félagsins undir nafninu Samráðs- vettvangur um aukna hagsæld. Grunnmarkmið vettvangsins felst í að skapa heildstæða sýn til langs tíma á það hvernig Ísland getur fært sér framangreinda styrkleika í nyt og tekist á við fyrirliggjandi áskoranir með sem bestum hætti. Eins og nafnið gefur til kynna leggjum við áherslu á sameigin- leg markmið í starfi Samráðsvett- vangsins. Þrátt fyrir ólík stjórn- málaviðhorf og forgangsröðun eru breiðir sameiginlegir fletir til staðar. Dæmi um slík mark- mið eru hærri meðaltekjur, efna- hagslegur stöðugleiki, fjölbreytt atvinnutækifæri, sterkt mennta- kerfi, öflugt velferðarkerfi og sjálfbær nýting auðlinda. Metnaðarfull markmið Annar fundur Samráðsvettvangs- ins var haldinn í vikunni þar sem ræddar voru tillögur að efnahags- legum markmiðum til lengri tíma og tillögur að þjóðhagsramma sem gæti lagt grunn að aukinni hag- sæld á Íslandi. Markmiðin voru eftirfarandi: Meðalhagvöxtur nemi 3,5% til ársins 2030, skuldahlutfall hins opinbera fari úr 133% niður í 60% af vergri landsframleiðslu á sama tímabili og stöðugleiki náist í verðlagi þannig að meðalverð- bólga verði undir 2,5%. Þetta eru vissulega metnaðarfull markmið en reynsla annarra farsælla þró- aðra ríkja gefur tilefni til að ætla að þau séu raunhæf. Til að tryggja þann ramma sem skapar forsendur fyrir slíkum árangri er nauðsynlegt að ná sam- stöðu um stöðugleika. Fjármála- stefna hins opinbera þarf að vera traust og fyrirsjáanleg, sátt þarf að ríkja um að launaþróun byggi á verðmætasköpun hagkerfisins og umgjörð peningamála verður að gera Seðlabankanum kleift að tryggja verðstöðugleika. Þessar þrjár stoðir hagkerfis- ins, fjármál hins opinbera, vinnu- markaður og umgjörð peninga- mála, mynda órjúfanlega heild þegar kemur að því að tryggja stöð- ugleika og sterkar efnahagslegar forsendur fyrir vexti. Rauði þráð- urinn í þeim tillögum sem ræddar voru á fundi Samráðs vettvangsins í liðinni viku voru ábyrgð og agi. Til lengri tíma litið eru þetta lykil- þættir bætts hagvaxtar og bættra lífskjara. Öll við sama borð Langtímamarkmið um stöðug- leika og efnahagslegar forsendur fyrir vexti krefjast þolinmæði og elju. Þeim verður náð með gagn- kvæmu trausti, gagnsærri umræðu og sátt um forsendur milli stjórn- valda, aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans. Keðja stöðugleik- ans er aðeins jafn sterk og veik- asti hlekkur hennar og því er mik- ilvægt að breið samstaða náist um þessi málefni. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld er kjörinn vett- vangur fyrir þá sátt. Þrátt fyrir ólíkar áherslur sitjum við öll við sama borð. Bætt lífskjör á Íslandi eru viðmið sem breið samstaða ætti að geta myndast um. Til að svo megi verða þurfum við að skapa sátt um ákveðinn grunn sem hægt er að byggja á. Agi og ábyrgð á öllum sviðum hag kerfisins og samræmd stefna þeirra aðila sem stýra efnahags- málum er stærsta forsenda aukins hagvaxtar á Íslandi til lengri tíma. Samráðsvettvangur um aukna hag- sæld hefur ekki umboð til ákvarð- anatöku í þessum efnum. Vonir standa þó til að þessi vettvangur nýtist til að stuðla að aukinni sátt og uppbyggilegri umræðu um þær grundvallarforsendur sem stuðla að bættum lífskjörum. Til að nýta þau sóknarfæri sem Ísland hefur upp á að bjóða með sem bestum hætti þarf aga, ábyrgð og langtímasýn. Um það ríkir breið sátt innan Samráðsvettvangsins. Það gefur ástæðu til bjartsýni um að unnt sé að móta grunn fyrir sátt til langtíma í efnahagsmálum. Næsti fundur Samráðsvettvangs- ins er í maí. Þá verða frekari til- lögur frá Verkefnastjórn ræddar. Gert er ráð fyrir að Samráðsvett- vangur skili heildstæðu yfirliti að tillögum til að auka hagsæld á Íslandi í septem ber næstkomandi. Stöðugleiki og aukin hagsæld Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður Sam- ráðsvettvangsins Ragna Árnadóttir formaður Samráðs- vettvangsins ➜ Til að nýta þau sóknar- færi sem Ísland hefur upp á að bjóða með sem bestum hætti þarf aga, ábyrgð og langtímasýn. ➜ Ef landsmönnum er alvara að við eigum að klára aðildarviðræðurnar þá hljóta menn að setja spurn- ingarmerki við stuðning við þessa stjórnmálafl okka. Undirritaður flutti á Alþingi í október 2010 þingsályktun um fríverslun við Banda- ríkin. Fríverslun við Bandarík- in, stærsta hagkerfi heims, er mikið hagsmunamál fyrir Ísland. Í henni felast fjölmörg ný tækifæri fyrir neytendur, inn- og útflutn- ing, fyrirtæki og fjárfest- ingar. Við undirbúning máls- ins átti ég m.a. fund með ráðamönnum í Washington. Kom það vel í ljós að þeir voru áhugasamir um málið. Það var ekki síst þess vegna sem tillagan var flutt. Gat ég þess í umræðum á Alþingi að áhugi væri á mál- inu af hálfu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það náði tillagan ekki fram að ganga og skrifast það á áhugaleysi ríkisstjórnar flokkanna. Þeim hefur eflaust þótt það slæmt að draga athyglina frá ESB-umsókninni. Nýverið kom fram í fjölmiðlum að utanríkisráðherra hefur skrif- að hinum nýja utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, bréf þar sem hann óskar eftir aðkomu Íslands að væntanlegum fríverslunar- viðræðum Banda ríkjanna og ESB. Haft var eftir John Kerry að við- ræðurnar yrðu ekki einskorðaðar við ríki ESB heldur einnig önnur ríki er tengjast evrópsku samstarfi. Þetta verður ekki skilið á annan veg en að aðild að ESB skipti ekki höfuð- máli í þessu sambandi. Þetta eru mikil tíðindi í ljósi fyrri orða um að gangi Ísland í ESB fáist fríverslun við Bandaríkin í bónus. Utanríkisráðherra er þróttmikill og vaskur stjórnmálamaður og þá sérstaklega þegar kemur að mál- efnum ESB. Hann hefur ekki sleppt hendinni af ESB-umsókn Íslands þótt vaða hafi þurft eld og brenni- stein, heima og heiman. Ég vil þakka utanríkisráðherra fyrir þann áhuga sem hann sýnir nú fríverslunarsamningi við Banda- ríkin. Það lítur hins vegar út fyrir að honum muni ekki endast pólitískt líf í ráðuneytinu til að ljúka málinu. Það hefur komið á daginn að Bandaríkin hafa áhuga á viðræðum við Ísland. Ráðherra hefði átt að styðja þings- ályktun mína fyrir rúmum 2 árum, hefja tvíhliða viðræður við Banda- ríkin og vera þar með á undan ESB. Það hefði komið honum á spjöld sög- unnar. Ísland á fjölmörg sóknarfæri í alþjóðasamskiptum án Evrópu- sambandsins. Fríverslun við Bandaríkin fær óvæntan stuðning VIÐSKIPTI Birgir Þórarinsson MA í alþjóðasam- skiptum og utanríkisþjónustu og varaþingmaður Framsóknarfl okks ➜ Ráðherra hefði átt að styðja þings- ályktun mína fyrir 2 árum, hefja tvíhliða viðræður við Banda- ríkin og vera þar með á undan ESB. Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.