Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 49

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 49
Margt smátt ... – 5 Með grunnframfærsluviðmiðum væri s taðfest að samfélagið er s kuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri árétt ða a ð einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Farsæld – baráttan g egn fátækt útg. Hk og RKÍ 2O12 Heilbrigðisþjónusta við börn þ arf að verða endur-gjaldslaus m eð r eglubundnum skyldu- skoðunum sem tryggja að börn líði ekki fyrir heilsuleysi vegna fátæktar. Farsæld – baráttan ge gn fátækt útg. Hk og RKÍ 2O12 Sá sem lifir undir framfærsluviðmiði þ arf að mæta s purningu s amfélagsins: hvað vilt þú og getur lagt fram í því skyni að bæta aðstæður þínar og lífsk öj r? Farsæld – baráttan g egn fát kæ t útg. Hk og RKÍ 2O12 „Þær voru svo ánægðar með námskeiðið að þær vildu framhald“, segir Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur sem í fjölda ára hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur á vegum kirkjunnar. Framhaldsnámskeiðið sem hún er með núna samdi hún sjálf en upphaflega hugmyndin er frá Noregi. „Í grunninn felst þetta námskeið í því að læra að hlúa að sjálfum sér. Þetta er eins og líkamsrækt, nema hana er hægt að stunda víða og alls staðar í boði leiðbeiningar. En við vitum kannski ekki alltaf hvernig við getum hlúð að okkar innri manni. Það þyrftu eiginlega allir að fara á svona námskeið. Ég hef leiðbeint miklum fjölda kvenna víðs vegar um land og þær eru eins ólíkar og þær eru margar. Konurnar sem eru á námskeiðinu núna, eiga það sameiginlegt að vera í erfiðri stöðu. Sumar hafa misst vinnuna, aðrar glíma við örorku en allar hafa knöpp fjárráð sem mótar líf þeirra. Þær eru komnar til mín í gegnum Hjálpar- starf kirkjunnar sem er að hjálpa þeim að vinna sig út úr ákveðinni pattstöðu. Ágengt fólk og innri mörk Byrjað er á því að skoða hvernig þátttakendur hugsa um sjálfar sig. Eru konurnar gjarnar á að rífa sig niður, gera til sín of miklar kröfur eða er hugsun þeirra uppbyggjandi? Síðan er farið í samskipti, hvernig megi stuðla að jákvæðum samskiptum við aðra, með því að setja mörk bæði gagnvart sjálfum sér og þeim sem maður talar við. „Fólk er oft ótrúlega ágengt í sam- skiptum. Sumir beinlínis dónalegir. Fólk spyr alls kyns spurninga sem alls ekki er víst að allir kæri sig um að svara. Það er allt í lagi að segja hvað þú gerir þegar þú ert í draumastarfinu. En þegar þú ert ekki stödd þar sem þú vilt vera og ert að vinna þig út úr málum, þá vill maður ekki endilega flíka því. Með sterkara sjálfsmati koma slíkar aðstæður manni síður úr jafnvægi.“ Upplifa góðar stundir Á námskeiðunum er lögð áhersla á að skapa gott og uppbyggjandi andrúmsloft. Tíu konur eru skráðar á námskeiðið. Markmiðið er að kynnast sjálfum sér, finna það sem gerir manni gott og upphugsa leiðir til sjálfsstyrkingar. Það getur verið erfitt að finna hvað hægt sé að gera sér til uppbyggingar þegar litlir peningar eru til. Og vissulega eru það skilaboðin frá umhverfinu. Ótal auglýsingar um dekur og upplifanir. En í sameiningu finna konurnar leiðir. Þær gefa af sér með því að segja af sínum högum og reynslu. Það er oft erfitt − en styrkjandi, að geta talað um oft áþekkan reynsluheim. „Við notum líka trúna. Við drögum fram orð Krists, t.d. um að vera ekki áhyggjufull um morgun- daginn. Kvíðinn er lamandi tilfinning sem getur valdið miklum óskunda. Kristur sagði okkur líka að varpa áhyggjum okkar yfir á sig. Við ljúkum hverri samveru á helgistund og bæn. Þeim finnst það gott. Og allir fara heim með gott veganesti.“ Notum sögur Biblíunnar, bæn og hugleiðslu „Svo notum við sögur af konum úr Biblíunni til að fjalla um hin ýmsu mál. Námskeiðið byggist á efni sem norska kirkjan lét upphaflega semja og gefa út. Halla Jóns- dóttir, á vegum fræðslusviðs kirkjunnar, á heiðurinn af því að hafa komið þessu efni í notkun hér á landi þar sem það hefur notið mikilla vinsælda og verið kennt í bráðum 25 ár. „Nú er fræðslusvið kirkjunnar komið í útrás með þetta efni og það hefur verið kynnt í Póllandi og á Norðurlöndunum þar sem mikill áhugi er fyrir því. Finnska kirkjan vill til dæmis þýða efnið og gefa út hjá sér. Námskeiðið var einnig kynnt á fundi kvennastarfs Lúterska heimssambandsins í Kólumbíu í fyrra“ segir Petrína. „Námskeiðið er kallað „Konur eru konum bestar“ og er réttnefni því mikil áhersla er lögð á félagsskap og stuðning innbyrðis í hópunum. Ég hef trú á þessum konum og Vilborg félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segist sjá á þeim mun eftir því sem líður á námskeiðin. Til dæmis var ein sem hún hafði aldrei séð brosa. Svo kom það. Sumar hafa samviskubit yfir því að gera eitthvað fyrir sjálfar sig. Þeim finnst þær varla hafa leyfi til að líða betur þegar staða þeirra er slæm. Þessu viljum við breyta.“ Að læra að láta sér líða vel Talað við Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur um námskeiðið „Konur eru konum bestar“ Hjálparstarf kirkjunnar býður fjölbreytta ráðgjöf og námskeið, samhliða efnislegri aðstoð. Konur eru konum bestar er dæmi um það hvernig Hjálparstarfið vill mæta fólki þar sem það er og reyna að styrkja samtímis þá mörgu þætti sem skapa betra líf. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur í Lindakirkju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.