Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 96
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 60 Tómatar, eggaldin og paprika Hér er grænmeti með ólíka áferð og bragð látið spila saman. Berið það fram með þunnt skornu baguette-brauði sem búið er að rista eða grilla lítillega. Brenndar paprikur 4–6 rauðar paprikur 4 msk. ólífuolía 1 msk. balsamedik 1 hvítlauksrif, fínsaxað ½ tsk. salt ½ tsk. sykur Handfylli af ferskri basilíku Stillið ofninn á grill. Raðið paprikun- um á ofngrindina og brennið á öllum hliðum. Setjið þær í plastpoka, lokið honum og látið þær kólna það mikið að unnt sé að handleika þær. Plokkið svo hýðið af þeim og fjarlægið fræin. Skerið paprikurnar í strimla og strimlana í nokkuð grófa bita sem þið setjið í skál ásamt afganginum af hráefninu og blandið vel saman. Eggaldinkavíar 1 stórt eggaldin eða 2 lítil Safi úr ½ sítrónu 1 hvítlauksrif, kramið ½ tsk. kummin 2 msk. ólífuolía 1 tómatur, saxaður 2 msk. sléttblaða steinselja, söxuð Klípa af óreganó Salt og svartur pipar Hitið ofninn í 160˚C. Stingið nokkur göt með gaffli gegnum hýðið á egg- aldininu og bakið það í 50–60 mín- útur í miðjum ofninum. Látið kólna örlítið áður en kjötið er skafið innan úr hýðinu. Setjið eggaldinkjötið, sítrónu safa, hvítlauk, kummin, ólífu- olíu, tómat, steinselju og óreganó í matvinnsluvél og grófmaukið saman. Saltið og piprið. Hálfþurrkaðir tómatar 2,5 kg tómatar, vel þroskaðir 6 hvítlauksrif 150 ml ólífuolía 5 msk. balsamedik 2 tsk. Maldon-salt 1 msk. sykur Klæðið tvær ofnskúffur að innan með álpappír og látið hann ná vel upp á brúnir. Stillið ofninn á blástur og 100˚C eða á undir- og yfirhita og 125˚C. Skerið tómatana þvert í tvennt, raðið þeim nokkuð þétt í ofn- skúffurnar og látið skurðflötinn snúa upp. Skerið hvítlauksrifin í flísar, um 2 mm á breidd. Stingið einni hvítlauksflís í hvern tómathelming. Hrærið saman ólífuolíu, ediki, salti og sykri og dreypið yfir. Látið tómat- ana í ofninn og stingið trésleif á milli stafs og hurðar. Þurrkið þá síðan í um það bil fjóra klukkutíma eða þar til þeir eru aðeins byrjaðir að dökkna. Notið þá ofan á litlar bruschettur eða annað sem ykkur dettur í hug. Steinbítur með beikoni og svörtum ólífum, borinn fram með volgu spínatsalati 800 g steinbítsflak, skorið í tvennt langsum 100 g grískar svartar ólífur, steinlausar 1 rósmaríngrein ½ tsk. kummin 1 msk. ólífuolía Fínrifinn börkur af ½ sítrónu 10–12 sneiðar beikon 2 msk. ólífuolía og smávegis til viðbótar 600 g spínat Handfylli af rúsínum 70 g furuhnetur Salt og svartur pipar Hitið ofninn í 190˚C. Maukið saman ólífur, rósmarínnálar, kummin, ólífu- olíu og sítrónubörk. Smyrjið maukinu á annan flakhelminginn og leggið hinn yfir. Vefjið beikonsneiðum utan um flökin og festið saman með tann- stönglum eða sláturgarni. Penslið beikonið með smávegis af ólífuolíu. Setjið fiskinn í eldfast mót og bakið í miðjum ofninum 18−25 mínútur, tíminn fer eftir þykktinni á flakinu. Setjið ofninn á grill og bakið fiskinn í tvær mínútur til viðbótar eða þar til að beikonið fær á sig fallegan steikarlit. Soðið af fiskinum má nota í sósu. Fitunni er fleytt ofan af soðinu og það mýkt með 150 ml af sýrðum rjóma eða 75 ml af vatni.Setjið smávegis af ólífuolíu á pönnu og mýkið spínatið ásamt rúsínum og furuhnetum. Berið fiskinn fram með spínatsalatinu. Saltið og piprið. Í staðinn fyrir steinbít má nota keilu eða blálöngu. Eplabaka Bökubotn 225 g hveiti 1 msk. sykur 125 g smjör Klípa af salti 1 egg Fylling 100 g möndlumassi (marsípan) 5–6 græn epli, afhýdd og grófrifin með rifjárni 100 g sykur 100 g smjör, bráðið 2 stórar eggjahvítur 1 msk. sykur Blandið hveiti, sykri, smjöri og salti saman í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til blandan líkist fínni brauðmylsnu. Setjið eggið út í og látið vélina ganga áfram þar til mylsnan verður deigkennd. Hvolfið þá deiginu á hveitistráðan flöt og hnoðið það saman í eina mínútu. Bætið við örlitlu köldu vatni ef deigið er of þurrt. Vefjið deigið vandlega inn í plast- filmu og kælið það í kæliskáp í að minnsta kosti 30 mínútur. Takið bökumót, um 24 cm í þvermál, og þrýstið deiginu jafnt í mótið, upp fyrir kantana og skerið meðfram brúnunum. Pikkið botninn með gaffli. Hitið ofninn í 220˚C. Rífið möndlumassann yfir botninn. Sáldrið sykri yfir rifin eplin og hellið bráðnu smjöri saman við. Blandið lauslega saman. Stífþeytið eggja- hvíturnar og blandið þeim varlega saman við eplin, sykurinn og smjörið. Hellið fyllingunni í bökuformið. Takið afskurðinn af deiginu, fletjið hann út, skerið í mjóar ræmur og leggið með góðu millibili þvers og kruss yfir fyllinguna. Penslið deigið með köldu vatni og sáldrið svolitlum sykri yfir. Bakið bökuna í 45 mínútur. Leggið álpappír yfir bökuna ef hún dökknar of mikið að ofan. Hún er langbest volg með rjóma eða vanillu- ís. ➜ Þessi ávaxtabaka hefur allt sem góð baka þarf að hafa, það er að segja gott jafnvægi á sykri og súru epla- bragði og mýktina frá marsí- paninu. Til að fullkomna dásemdina er nauðsynlegt að hafa nóg af léttþeyttum rjóma eða vanilluís með. 1. Bragðgóð þrenning Tómatar, eggald- in og paprika. 2. Eðall Steinbítur með beikoni. 3. Eplabaka Eins og baka á að vera. Dögurður um hátíðahelgi Margir kjósa létta máltíð sem sameinar morgun- og miðdegismat á hátíðisdögum þegar heimilisfólk er í fríi. Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru hugmyndarík í matargerð, eins og bækur þeirra, Góður matur gott líf og Eldað og bakað í ofninum heima, bera vitni um. Hér bjóða þau í máltíð í tapas-stíl með smáréttum, fiski og eplaböku. SAMHENT HJÓN Inga Elsa og Gísli Egill er matgæðingar miklir. 1 2 3 MYNDIR/GÍSLI HRAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.