Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 118

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 118
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 82 Hjónin Lucky og Tamara Peter- son verða, ásamt gítarleikaranum Guitar Shorty, aðalgestir á tíundu Blúshátíð í Reykjavík sem hefst í dag og stendur yfir til fimmtu- dags. Hjónin hafa verið á tónleikaferð um Sviss og að sögn Lucky hefur hún gengið vel. Aðspurður segir hann gott að vinna með eiginkonu sinni en fjögur ár eru liðin síðan þau gáfu út plötuna Darling For- ever. „Við semjum nýtt efni saman á hverjum degi og erum að ljúka við nýja plötu sem kemur vonandi út eftir nokkra mánuði,“ segir hann. „Okkar kemur oftast mjög vel saman, enda er hún sálufélagi minn og vinur.“ Lucky fæddist í Buffalo í New York-fylki árið 1964, sonur James Peterson sem rak blúsklúbb. Lucky ólst því upp innan um aðra tónlist- armenn og var duglegur að læra af þeim. Hann var sannkallað undra- barn í tónlist því aðeins fimm ára kunni hann að spila á píanó og gítar. Blúsarinn Willie Dixon kom auga á hæfileika stráksins og hlóðritaði með honum efni. Fyrr en varði var hann fenginn til að spila í The Tonight Show, The Ed Sullivan Show og What‘s My Line? Milljónir manna sáu Lucky litla flytja 1-2-3-4 sem var endursamið lag James Brown, Please, Please, Please frá 1956. Lucky segir þessa frægð aldrei hafa stigið sér til höfuðs. „Faðir minn rak klúbb og bauð þang- að tónlistarmönnum á borð við Buddy Guy, þannig að þetta var ekkert svo erfitt,“ segir hann. Annar þekktur blúsari, Little Milton, var fasta- gestur í klúbbnum og var hann í miklu uppáhaldi hjá Lucky. Blúsarinn hefur á ferli sínum gefið út meira en tuttugu sóló- plötur og spilað undir hjá fjöl- mörgum tónlistarmönnum. Nýlega hljóðritaði Lucky eigin útgáfu af lagi Ray Lamontagne, Trouble. Spurður hvort hann hlusti mikið á nýja tónlist, segist hann aðallega hlusta á gospel. Það kemur ekki á óvart enda spilar hann mikið í kirkjunni í heimaborg sinni Dall- as. „Ég trúi á Guð. Hann stendur á bak við þetta allt saman.“ Lucky er duglegur við að fara á tónleikaferðalög. Hann viðurkennir að vera stundum þreyttur á öllum þeytingn- um. „Ég á börn og vil eyða tíma með þeim. En svona er þetta bara.“ Tónleikar Lucky og Tamöru verða þriðjudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. „Þetta verða mjög góðir tónleikar,“ fullyrðir Lucky og hvetur íslenska blús- áhugamenn til að láta sjá sig. freyr@frettabladid.is Undrabarn til Íslands Blúsarinn Lucky Peterson spilar á Blúshátíð í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni. SPILAR Á BLÚSHÁTÍÐ Lucky Peterson spilar á Blúshátíð í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Tamöru. Ég trúi á Guð. Hann stendur á bak við þetta allt saman. Lucky Peterson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LAUGARDAGUR 23. MARS 2013 Sýningar 15.00 Sýningin Tilraun til að beisla ljósið opnar í Hafnarborg. Kvikmyndir 16.00 Íslensk kvikmyndahelgi verður haldin í Háskólabíói. Myndirnar Skýja- höllin, ‘79 af stöðinni, Húsið og Hrafn- inn flýgur verða sýndar í dag. Aðgangur er ókeypis á allar myndirnar. Tónlist 17.00 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Langholtskirkju. 21.00 Hljómsveitirnar Oyama og Nolo spila á nýrri tónleikaröð á Stúdenta- kjallaranum. Röðin er samstarsverkefni Kjallarans, gogoyoko.com, Polar Beer og Nova. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Rockabillyband Reykjavíkur mætir á Bar 11 og spilar fyrir við- stadda. Áður en hljómsveitin stígur á svið þeytir Rockabillykóngurinn Smutty Smiff skífum. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Snorri Helgason kemur fram á tónleikaröðinni Mölin á Malarkaffi á Drangarnesi. Honum til aðstoðar verður hólmvíski dúettinn Andri og Jón ásamt Borko. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Sálin hans Jóns míns heldur 25 ára afmælistónleika í Vodafonehöllinni. 22.00 K.K. og Maggi Eiríks skemmta á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.500. 23.00 Þrjár plötusnældur taka höndum saman um hágæða techno. DJ Yamaho, DJ Vicky og DJ Lovísa þeyta skífum á StelpuMúzík, líklegast því fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Aðgangseyrir er kr. 500. 23.00 Magnús Einarsson og félagar leika tónlist úr ýmsum áttum á Ob-La- Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. SUNNUDAGUR 24. MARS 2013 Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir eru velkomnir. Hátíðir 11.00 Listasafn Reykjavíkur býður til afmælishátíðar á Kjarvalsstöðum í til- efni þess að 40 ár séu liðin frá opnun safnsins þar. Formleg hátíðarhöld hefjast klukkan 14 og aðgangur er ókeypis. Sýningarspjall 13.00 Björn Finnsson tekur á móti gestum og segir áhugasömum frá leyndardómum origami í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Spjallið er í tengslum við sýningu hjónana Dave og Assiu Brill, Origami - brot í brot. Kvikmyndir 15.00 Rússneska kvikmyndin Níunda undirfylkið (9 rota) verður sýnd í MÍR salnum, Hverfisgötu 105. Þar segir frá undirfylki í sovéska hernum sem sent var til Afganistans árið 1988 en liðssveitina skipuðu ungir og óreyndir piltar. Enskur texti er á myndinni og aðgangur er ókeypis. 16.00 Íslensk kvikmyndahelgi verður haldin í Háskólabíói. Myndirnar Rokk í Reykjavík, Bíódagar og Englar alheims- ins verða sýndar í dag. Aðgangur er ókeypis á allar myndirnar. Uppákomur 20.00 Tómasarmessa verður haldin í Breiðholtskirkju. Sérstakt þema mess- inar að þessu sinni er Hver er hann? Tómasarmessur einkennast af fjöl- breytilegum söng og tónlist. Tónlist 17.00 Kammerhópurinn Reykjavík- Barokk, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran og Jóhanna Halldórsdóttir flytja hið sígilda verk Stabat Mater á tón- leikum í Fella og Hólakirkju. Almennt miðaverð er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir nemendur og eldri borgara. Enginn posi er á staðnum. 17.00 Haldnir verða orgeltónleikar í Hallgrímskirkju í tilefni þess að nýbúið er að hreinsa og betrumbæta orgelið. Mattias Wager, dómorganisti í Stokk- hólmi, leikur fjölbreytta efnisskrá þar sem litadýrð orgelsins fær að njóta sín. 17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 19.00 Barómeter verður spilaður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir eru velkomnir. 20.00 Dömukórinn Graduale Nobili verður með tónleika í Langholtskirkju. Tónleikarnir verða á páskalegum nótum og mörg verkin til heiðurs Maríu mey, en boðunardagur Maríu var síðastliðinn sunnudag. Miðaverð er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir námsmenn og meðlimi Listafélags Langholtskirkju. 20.30 Hljómsveitin Nóra blæs til útgáfutónleika í Tjarnarbíói í tilefni annarar breiðskífu sinnar, Himinbrim. Tónlistarmaðurinn Jara sér um upp- hitun. Miðaverð er kr. 1.900. Leiðsögn 14.00 Halldór Björn Runólfsson, safn- stjóri og sýningarstjóri sýninganna Gamlar gersemar og Erlendir áhrifa- valdar, verður með leiðsögn um þær sýningar á Listasafni Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Skógarhlí› 1 8 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is BORGIRí vor E N N E M M S IA S / S • N M 53 2 83 Barcelona Sevilla Róm Prag 1. maí – 4 nætur Frá aðeins 84.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði. Hotel Catalonia Atenas ***+ 1. maí í 4 nætur. 25. apríl – 4 nætur Frá aðeins 94.500 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði. Tryp Macarena **** í 4 nætur. 1. maí – 4 nætur. Örfá sæti laus. Frá aðeins 124.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunve ðr i. Hotel Galles ***+, 1. maí í 4 nætur. Ljubljana 1. maí – 4 nætur. 5 sæti laus. Frá aðeins 99.000 Netverð á mann, m.v. g istingu í tvíbýli með morgunverði. Hotel Park * **, 1. maí í 4 nætur. 25. apríl – 4 nætur 1. maí – 4 nætur. Fá sæti laus. Frá aðeins 79.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Parkhotel ****, 25. apríl í 4 nætur. B irt m eð fy rir v ra u ar a m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja r sé r ré tt t é il leleleleleeleeleeeeeleleleleleeleeeeeeleeeeleeeeellllllllllll tétététététététtttttétététététtététététététtétététééééééééééééééééééééééééééééé ið rééééé ið ré ið ré ið ré ið ré ð ré ið ré ið ré ið r ð rr ið r iðððððððði in g a in g a in g a ng a ng a ng a ng a ng a ng a ng a g a g aa ng a ng a ng a ng a ng a ng a ng aa ng a ng a ng a ng a ng a ng a ng a ng aa g a g a ng a ng aa ng aaaa in g a ng a ng aa g aaa g a ng a ng a ng aaaaaa g a ng a ng a ng a g a g aa ng aa ng a nggngggnggngngin gggngggggggngnggin ggnggnggnnnnnnnnnnnnnnnnnnnntinnnnnnnniiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiitititititititititititititittttttttttttttttttttttttttttttt á s l á s ll á s lllll á s á s á . . . . . . ... . . uukuu . ku . kuku . kukukuku ..... ík uukukuík uuuu ík uuuuuukuuík uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuukukukkkkkkkkkkkkkkíkkkk A th . A th . A th . A th . A th . A th . A th . A th . th . A th . A th . A th . A th . A th . th A th . A th A th .. A ththhhthth A th A tt A t A t A t AA t AA t A t AAAAAAAAA að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v ee ð v e að v ee að v e að v e að v ee að v e að ee að v e að v eeeee að v evevv að vvvvv að v aðaa e g e g ð g ð g ð g ð g ð ð ð ððrðrðððrððððrðððððrðrðrðrððrðrðrðrðrrrrrrrrrrrrrrrrrrr bbb tu r b tu r tu r styseyre y n f án á á rvrirriryr ar a.a Eingöngu selt á hársnyrtistofum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.