Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 16
23. mars 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
S jálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast síðustu vikur. Fylgið hefur sigið. Í sömu andrá hefur fylgi
Framsóknarflokksins bólgnað
með þvílíkum látum að helst minn-
ir á Grímsvatnahlaup. Við hliðstæð
umbrot í náttúrunni væri jarð-
fræðingum trúandi til að benda á
orsakasamhengið.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins vorið 2009 feykti endurreisnar-
skýrslunni, sem fráfarandi for-
maður hafði þá undirbúið, út í
hafsauga með hlátrasköllum. Fyrir
vikið hefur flokkurinn átt í meira
basli að gera upp við hrunið en
efni standa til. Síðasti lands fundur
ákvað að gera
afstöðu flokks-
ins til mögulegra
nýrra skrefa í
vestrænni sam-
vinnu þrengri en
VG. Það skaðaði
kjölfestuímynd-
ina í utanríkis-
málum.
Formaður flokksins hefur sætt
andróðri í eigin röðum, um flest að
ósekju. Vandamálin liggja miklu
fremur í ákvörðunum af þessu tagi.
Óánægja þeirra sjálfstæðismanna
sem telja rétt að ljúka aðildar-
viðræðunum hefur ekki farið leynt.
Kannanir benda hins vegar til að
þessir kjósendur hafi ekki yfirgefið
flokkinn í stórum stíl. Alltént hafa
Samfylkingin og Björt framtíð ekki
bætt stöðu sína á sama tíma.
Að vísu hefur þeim stuðnings-
mönnum Framsóknarflokksins
sem vilja ljúka aðildarviðræðun-
um fjölgað talsvert. Einhverjir sem
áður sögðust ætla að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn og eru á þessari
skoðun hafa líklega fært sig yfir.
En þar hljóta önnur mál en afstaðan
til Evrópu að ráða för.
Stjórnmálaskýringin á sigi Sjálf-
stæðisflokksins og framhlaupi
Framsóknarflokksins gæti því að
hluta legið aðeins undir yfirborði
dægurumræðunnar.
Vandi Sjálfstæðisfl okksins
Ríkisstjórnarflokkarnir lær-brutu sjálfa sig í tveimur fyrstu samningunum um
Icesave-skuld „óreiðumanna“ í
Landsbankanum. Ríkisstjórnin
neitaði að viðurkenna ósigur sinn í
báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum
um Icesave og efna til nýrra þing-
kosninga. Það var meiri ögrun en
heilbrigt lýðræðiskerfi þolir. Eftir
það fauk trúnaður hennar út í veður
og vind.
Þegar síðasti Icesave-samningur-
inn var gerður náði ríkisstjórnin
samstöðu við Sjálfstæðis flokkinn.
Samningar orka oft tvímælis. En
það sýndi mikla yfirvegun og kjark
formanns Sjálfstæðisflokksins að
láta hagsmuni landsins ráða afstöðu
sinni fremur en freistingar til að
koma hælkrók á ríkisstjórnina.
Einmitt á þessu augnabliki sner-
ust áhrifaöfl innan Sjálfstæðis-
flokksins með atbeina forseta
Íslands gegn Bjarna Benedikts-
syni jafnt sem ríkisstjórninni.
Lær brotin ríkisstjórnin var rúin
trausti og gat ekki varist. Og for-
maður Sjálfstæðisflokksins átti
fárra annarra kosta völ en að láta
skynsemismatið víkja. Í framhald-
inu var afstaða þingmanna Fram-
sóknarflokksins hafin til skýjanna.
Látið var í veðri vaka að þjóðin
hefði afskrifað Icesave-skuldina
með afli atkvæðanna. Skuldin var
þó jafn há daginn eftir atkvæða-
greiðsluna og daginn fyrir. Vand-
inn var að enginn hafði pólitískan
trúverðugleika til að segja þjóðinni
satt um að þjóðaratkvæðið var sjón-
hverfing fremur en lausn.
Icesave
Þegar EFTA-dómurinn féll var því á ný haldið að fólk-inu í landinu að þar með
hefði verið staðfest að þjóðin hefði
mátt koma Icesave-skuldinni fyrir
kattar nef með atkvæðagreiðslu.
Skuldin var hins vegar enn á sínum
stað daginn eftir dóminn eins og
daginn fyrir hann.
Sem fyrr byrjuðu menn að hefja
Framsóknarflokkinn upp í æðra
veldi stefnufestu og hygginda.
Það álit endurómaði síðan í allri
þjóðmála umræðunni. Einmitt þá
hófst sig Sjálfstæðisflokksins og
framhlaup Framsóknarflokksins.
Landsbankinn situr hins vegar
enn með skuldabréf sem hann þarf
að standa þrotabúi gamla Lands-
bankans skil á. Þar liggur stór hluti
Icesave-skuldarinnar enn ógreidd-
ur í banka sem skattborgararnir
bera ábyrgð á. Þjóðin aflar svo ekki
nægilegs gjaldeyris til að greiða
þessa skuld.
Þessi staða væri að sönnu eins
þó að samningurinn hefði verið
gerður. Hann snerist um að eyða
eins mikilli óvissu og unnt var þó
að hann væri ekki ókeypis frem-
ur en áhættan sem tekin var. Eini
stjórnmálaforinginn sem í raun
tók ábyrga afstöðu á öllum stig-
um Icesave-málsins var Bjarni
Benediktsson. Hann snerist gegn
óásættanlegum samningum í byrj-
un en studdi ásættanlega niður-
stöðu í lokin.
Eftir að ábyrg afstaða hans var
snúin niður innan flokksins gat
hann ekki bent á tómahljóðið í
öllum ummælunum um stefnufestu
Framsóknarflokksins. Og fyrir
vikið er einnig erfiðara að afhjúpa
töfralausnir Framsóknarflokksins í
húsnæðismálum. Hefðu sjálfstæðis-
menn fylgt leiðsögn formannsins í
Icesave væri auðveldara að stinga á
málefnablöðru Framsóknarflokks-
ins nú, ef hún væri þá til. Orsaka-
samhengið er nokkuð skýrt.
Orsakasamhengið
V
igdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var
eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn áætlun
um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á Alþingi í
fyrradag. Áætlunin felur í sér að næstu fjögur árin fari
um 24 milljarðar króna samtals í þróunaraðstoð. Í lok
tímabilsins muni Ísland því verja um 0,42 prósentum af lands-
framleiðslu í þróunaraðstoð. Við höfum þó margoft skuldbundið
okkur með lögum til að uppfylla það markmið Sameinuðu þjóðanna
að þróuð iðnríki leggi 0,7 prósent
landsframleiðslu til þróunar-
aðstoðar.
„Þetta stríðir gegn sann-
færingu minni, að vera að hækka
þessi gjöld með þessum hætti,“
sagði Vigdís í samtali við Stöð 2
í fyrrakvöld. „Tuttugu og fjórir
milljarðar í erlendum gjaldeyri
næstu fjögur ár á meðan íslenzka þjóðin telur sig ekki hafa efni á
því að gera hér þær bætur sem þarf að gera á Landspítalanum sem
þarf að gera til að bjarga lífi og limum landsmanna.“
Ætli Vigdís Hauksdóttir hafi komið á spítala í Malaví, sem er
eitt af þróunarsamvinnuríkjum Íslands? Þar háttar sums staðar
þannig til að verðandi mæður sitja á jörðinni í steikjandi sólinni og
hitanum á meðan þær bíða eftir mæðraskoðun. Spítalalóðin er full
af ættingjum sjúklinga sem elda ofan í ástvini sína á hlóðum og
sinna ýmsum öðrum þörfum þeirra af því að spítalinn hefur hvorki
mannskap né peninga í það. Alnæmissjúklingar liggja á gólfinu af
því að það eru ekki til nógu mörg sjúkrarúm. Kona af geðdeildinni
hleypur allsnakin fram hjá, öskrandi formælingar.
Við vildum vissulega gera betur á Landspítalanum en ástandið
þar er þó býsna langt frá þeirri sáru neyð og skelfingu sem er
daglegt brauð á sjúkrastofnunum víða í þróunarríkjunum. Þrátt
fyrir það sem við upplifum sem kreppu og fjárskort er Ísland
eitt af ríkustu löndum heims; númer 13 á þróunarlista Sameinuðu
þjóðanna. Malaví er númer 170.
Þótt framlag Íslands til þróunarsamvinnu sé smátt í flestum
samanburði skiptir það raunverulegu máli. Spítalarnir og heilsu-
gæzlustöðvarnar sem Ísland hefur byggt í Malaví í samvinnu við
heimamenn hafa bjargað fjölda mannslífa og bætt lífsgæði í hér-
uðum þar sem búa fleiri samanlagt en eiga heima á Íslandi. Þessi
árangur er nokkurs virði, þótt kostnaðurinn stríði gegn sannfær-
ingu íslenzks þingmanns.
Okkur ber ekki bara siðferðileg skylda til að rétta þróunar-
ríkjunum hjálparhönd. Þá skyldu sína hefur Ísland raunar rækt
mun lakar en flest nágrannaríkin undanfarna áratugi. Það eru líka
beinharðir öryggis- og viðskiptahagsmunir vestrænna ríkja að
hjálpa fátækum ríkjum til sjálfshjálpar. Stuðningur við menntun,
heilbrigðisþjónustu, valdeflingu kvenna og atvinnuþróun, sem allt
er á dagskrá Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, vinnur gegn
stríðsátökum og uppgangi öfgahreyfinga, dregur úr flóttamanna-
straumi og byggir upp nýja markaði.
Sjónarmið Vigdísar Hauksdóttur lýsa bæði vanþekkingu og
þröngsýni. En allt gæti þetta staðið til bóta. Ef Vigdís verður til
dæmis utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn verður henni venju
samkvæmt boðið að heimsækja fátæku ríkin sem njóta þróunar-
aðstoðar Íslands. Hún gæti lært heilmikið af þeirri heimsókn.
Þróunaraðstoð stríðir gegn sannfæringu þingmanns:
Vigdís og
spítalinn í Malaví
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Veiðimenn sjá um eigin kost en geta fengið máltíðir sé þess óskað.
Pantanir og nánari upplýsingar fást í síma 696 1130 og gisli@lax.is
Laus veiðileyfi
VESTURÁRDALUR ehf.
HAFRALÓNSÁ
6 stanga holl:
26.-29. ág., 55.000 kr. pr. dag
29. ág.-1. sept., 48.000 kr. pr. dag
7.-10. sept., 35.000 kr. pr. dag
10.-13. sept., 32.000 kr. pr. dag
4 stanga holl:
13.-16. sept., 30.000 kr. pr. dag
16.-19. sept., 30.000 kr. pr. dag
Laus veiðileyfi í einni rómuðustu stórlaxaá landsins.
Stórbrotið umhverfi og stórir laxar!