Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 51

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 51
FERÐIR LAUGARDAGUR 23. MARS 2013 Kynningarblað Sólarlandaferðir, siglingar, skíðaferðir, hellaferðir og Eurovision í Malmö. Okkur langar að byrja á að þakka fyrir viðtökurnar á þeim ferð-um sem við höfum verið að kynna, sem hafa vægast sagt verið frá- bærar. Þetta á bæði við um sér ferðir jafnt sem sólarlandaferðir,“ segir Stein- unn Tryggvadóttir, sölustjóri Úrvals Út- sýnar. Framboð ferða hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og í ár en auk sólarlanda- ferða er boðið upp á fjölbreytt úrval sér- ferða. „Bæði borgarferðir, siglingar og menningartengdar ferðir.“ Úrval Útsýn býður upp á hinar sí- vinsælu sólarlandaferðir í ár eins og fyrri ár. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim og er nú þegar að verða upp- selt í margar ferðir sumarsins. „Á Spáni bjóðum við til dæmis ferðir til Beni- dorm og Albír, sem er smábær þar rétt hjá. Eins bjóðum við upp á gistingu í Alicante-borg sem er nýjung hjá okkur. Almeria er vaxandi áfangastaður með minni ferðamannastraum en víða annars staðar.“ Steinunn nefnir einnig Costa Brava sem vin sælan áfangastað sem sameinar strönd og borg. „Svæðið er einungis 70 kílómetra frá Barcelona og því fljótlegt að líta þar við.“ Tenerife fellur vel að íslenskum markaði enda veðurfar þar einstaklega gott og jafnt. „Þar er meðalhiti í kringum 30 gráður og því kjörinn staður fyrir okkar við- skiptavini.“ Borgarferðir Úrvals Útsýnar eru ávallt vinsælar og er boðið upp á þriggja til fjögurra nátta ferðir með fararstjórn þar sem gist er á góðum hótelum. „Farið er í stuttar skoðunarferðir og fá gestir því að kynnast helstu staðháttum og menningu hverrar borgar. Þetta eru borgir eins og Berlín, Dublin, Liverpool, München og fleiri. Þá sérsníðum við líka ferðir með fararstjórn fyrir hópa.“ Siglingar hafa fest sig í sessi í vöru- framboði Úrvals Útsýnar og má þar nefna siglingu um sægrænt Karíba- hafið, rómantíska Miðjarðarhafs- siglingu og heillandi siglingu frá Dubai um Súesskurðinn til Barcelona. „Royal Caribbean er eitt besta og virtasta skipa- félag í heimi með stór og vel búin skip og bjóðum við meðal annars upp á siglingar með þeim. Komið er við í mörgum þekktustu hafnarborgum heims og staldrað þar við.“ Dæmi um viðkomustaði í Miðjarðarhafs- siglingu eru Róm, Sikil ey, Aþena, Efesus, Ródos, Santos og Napólí ásamt fleiri stöðum. Þetta er einungis brot af því sem Úrval Útsýn hefur upp á að bjóða. „Á vefnum okkar www. urvalutsyn.is og á söluskrif- stofunni, Lágmúla 4, er hægt að kynnast vöruframboði og þjónustu okkar betur. Hlökkum til að sjá ykkur!“ Ávallt sólskin með Úrval Útsýn Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskum ferðamarkaði, en sögu hennar má rekja allt til fyrri hlutar síðustu aldar. Í ár verður hvergi slegið slöku við í úrvali ferða, hvort sem er í sjóðheitum sólarlandaferðum eða heillandi sérferðum. Úrval Útsýn býður upp á margs konar ferðir í ár líkt og fyrri ár. Sjóðheitar sólarlandaferðir, borgarferðir, siglingar um öll heimsins höf og menningartengdar ferðir um víða veröld. „Það er að seljast upp í margar ferðir okkar,” segir Steinunn Tryggvadóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.