Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 51
FERÐIR
LAUGARDAGUR 23. MARS 2013
Kynningarblað
Sólarlandaferðir, siglingar,
skíðaferðir, hellaferðir og
Eurovision í Malmö.
Okkur langar að byrja á að þakka fyrir viðtökurnar á þeim ferð-um sem við höfum verið að
kynna, sem hafa vægast sagt verið frá-
bærar. Þetta á bæði við um sér ferðir
jafnt sem sólarlandaferðir,“ segir Stein-
unn Tryggvadóttir, sölustjóri Úrvals Út-
sýnar.
Framboð ferða hefur sjaldan verið
jafn fjölbreytt og í ár en auk sólarlanda-
ferða er boðið upp á fjölbreytt úrval sér-
ferða. „Bæði borgarferðir, siglingar og
menningartengdar ferðir.“
Úrval Útsýn býður upp á hinar sí-
vinsælu sólarlandaferðir í ár eins og
fyrri ár. Mikil eftirspurn hefur verið
eftir þeim og er nú þegar að verða upp-
selt í margar ferðir sumarsins. „Á Spáni
bjóðum við til dæmis ferðir til Beni-
dorm og Albír, sem er smábær þar rétt
hjá. Eins bjóðum við upp á gistingu í
Alicante-borg sem er nýjung hjá okkur.
Almeria er vaxandi áfangastaður með
minni ferðamannastraum en víða
annars staðar.“ Steinunn nefnir einnig
Costa Brava sem vin sælan áfangastað
sem sameinar strönd og borg. „Svæðið
er einungis 70 kílómetra frá Barcelona
og því fljótlegt að líta þar við.“ Tenerife
fellur vel að íslenskum markaði enda
veðurfar þar einstaklega gott og jafnt.
„Þar er meðalhiti í kringum 30 gráður
og því kjörinn staður fyrir okkar við-
skiptavini.“
Borgarferðir Úrvals Útsýnar eru
ávallt vinsælar og er boðið upp á þriggja
til fjögurra nátta ferðir með fararstjórn
þar sem gist er á góðum hótelum. „Farið
er í stuttar skoðunarferðir og fá gestir
því að kynnast helstu staðháttum og
menningu hverrar borgar. Þetta eru
borgir eins og Berlín, Dublin, Liverpool,
München og fleiri. Þá sérsníðum við
líka ferðir með fararstjórn fyrir hópa.“
Siglingar hafa fest sig í sessi í vöru-
framboði Úrvals Útsýnar og má þar
nefna siglingu um sægrænt Karíba-
hafið, rómantíska Miðjarðarhafs-
siglingu og heillandi siglingu frá Dubai
um Súesskurðinn til Barcelona. „Royal
Caribbean er eitt besta og virtasta skipa-
félag í heimi með stór og vel búin skip
og bjóðum við meðal annars upp á
siglingar með þeim. Komið er við í
mörgum þekktustu hafnarborgum
heims og staldrað þar við.“ Dæmi
um viðkomustaði í Miðjarðarhafs-
siglingu eru Róm, Sikil ey, Aþena,
Efesus, Ródos, Santos og Napólí
ásamt fleiri stöðum.
Þetta er einungis brot af því
sem Úrval Útsýn hefur upp á að
bjóða. „Á vefnum okkar www.
urvalutsyn.is og á söluskrif-
stofunni, Lágmúla 4, er hægt
að kynnast vöruframboði og
þjónustu okkar betur.
Hlökkum til að sjá ykkur!“
Ávallt sólskin með Úrval Útsýn
Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskum ferðamarkaði, en sögu hennar
má rekja allt til fyrri hlutar síðustu aldar. Í ár verður hvergi slegið slöku við í úrvali ferða, hvort sem er í sjóðheitum
sólarlandaferðum eða heillandi sérferðum.
Úrval Útsýn býður upp á margs konar ferðir í ár líkt og fyrri ár. Sjóðheitar sólarlandaferðir, borgarferðir, siglingar um öll heimsins höf og menningartengdar ferðir um víða veröld.
„Það er að seljast upp í
margar ferðir okkar,” segir
Steinunn Tryggvadóttir.