Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 52

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 52
Margir Íslendingar búa í Malmö en um 300 þús-und manns búa í borginni sem er stutt frá Kaupmannahöfn og Lundi, þar sem margir stunda nám. Edda Sigurbjörg Ingólfs- dóttir, meistaranemi í félagsfræði, hefur búið í sex ár í Malmö ásamt sambýlis manni sínum, Smára Árnasyni Snæfeld, og tveimur ungum börnum. Edda, sem er rit- ari Íslendingafélagsins í Malmö, segir að undir búningur sé hafinn fyrir Euro vision-keppnina í maí og flest hótel fullbókuð. „Malmö er fjölskylduvænn stað- ur og hér er mjög gott að búa,“ segir Edda. „Það er mun ódýrara að lifa hér en heima á Íslandi, til dæmis að kaupa í matinn.“ Edda segist helst verða vör við Eurovision-keppnina í gegnum sænsku dagblöðin. Keppnin fer fram í Malmö Arena, sem var tekin í notkun árið 2008. Hún tekur 15.500 manns og þar er alltaf eitthvað um að vera. „Tónleikar eru algengir og svo eru oft íshokkíleikar. Þetta er vinsælt tónleikahús. Svíar eru með nokkrar undankeppnir Euro- vision og ein þeirra var haldin hér. Það er alltaf mikil stemning fyrir sænsku keppninni en loka keppnin var í Stokkhólmi,“ segir Edda. „Ég er ekki mikill aðdáandi keppn- innar en fylgdist þó með undan- keppninni með öðru auganu. Ég ætla hins vegar að fylgjast með aðal keppninni í maí,“ segir hún. Edda á ekki von á íslenskum gest- um í tengslum við keppnina. Edda segir að Malmö sé mjög vel staðsett borg. „Ég er 20 mín- útur í lest til Kaupmanna hafnar en ég var að vinna þar á tímabili. Margir sem búa hér starfa einmitt í þar. Það er ýmislegt hægt að gera í Malmö. Mér finnst skemmtilegt að ganga eftir göngugötunni og kíkja í búðir. Síðan er mjög gaman að fara í Folkets Park þar sem alltaf er eitthvað um að vera, sérstaklega á sumrin þegar ýmsar uppákom- ur eru úti undir beru lofti. Einnig get ég nefnt Västre Hammen sem liggur við ströndina og ýmis söfn,“ segir Edda sem bætir því við að margir frábærir veitingastaðir séu í borginni og alls ekki dýrt að fara út að borða. „Það er alltaf eitthvað um að vera hérna og við erum ekki á heimleið.“ Edda segir að hún búist við að borgin lifni við í maí þegar Euro- vision-keppnin fari fram. Vonast er eftir miklum fjölda ferðamanna. KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. MARS 20132 Gott að vera Íslendingur í Malmö Malmö verður gestgjafaborg Eurovision-keppninnar í maí. Keppnin fer fram í Malmö Arena en hún er nokkuð minna tónleikahús en þau sem hafa hýst keppnina undanfarin ár. Edda Sigurbjörg býr í borginni ásamt fjölskyldu sinni. Malmö er falleg borg og þar er margt hægt að skoða. Edda Sigurbjörg ásamt eldri syni sínum í Folkets Park í Malmö. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum fyrir bakveika í apríl – júní. Léttar gönguferðir með styrkjandi stöðuæfingum 3 í viku auk heimaverkefna og þegar líður á verk- efnið verður farið í léttar fjallgöngur. Bakmeiðsli er hvimleiður kvilli sem hrjáir stóran hóp fólks. Gönguferðir og styrkjandi æfingar geta í mörgum tilfellum gert gæfumuninn og komið fólki á beinu brautina á ný. Umsjónarmenn með gönguferðum í bakskólanum eru íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar. Sérstakur kynningarfundur fyrir bakskóla FÍ verður haldinn þriðjudaginn 26. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni. Ekki vera í baklás Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Bakskóli Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.