Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. mars 2013 | HELGIN | 33 stundirnar eru ekki eins margar og maður helst vildi. En það eru margir sem standa í þeim spor- um að vinna óreglulegan vinnu- tíma, til dæmis allt fólkið sem vinnur vaktavinnu. Þetta er ekk- ert flóknara hjá okkur en þeim,“ bætir hún við. Alltaf á flugi „Við erum saman allar helgar, annaðhvort fer ég norður eða Ingibjörg kemur suður, oft með öll börnin. Svo skjótumst við líka yfirleitt eitthvað á milli í miðri viku, sem betur fer er flugið ekki langt,“ segir Magnús Geir, sem viðurkennir að það sé töluverð breyting fyrir vinnufíkil eins og hann að vera kominn með fjöl- skyldu. „Ég vissi svo sem alltaf að ég ynni mikið en það var ekki fyrr en ég var kominn með fjöl- skyldu að ég áttaði mig á því hvað ég hafði verið óeðlilega mikið í leikhúsinu. En nú er fjölskyldan að sjálfsögðu í fyrsta sæti – það er samt feikinóg eftir fyrir leik- húsið.“ Þrjú stjúpbörn, það hefur varla verið einfalt? „Það gengur bara mjög vel held ég, að minnsta kosti er rosalega gaman hjá okkur. Sem betur fer eru krakkarnir mjög áhugasöm um leikhús, verra hefði verið ef fótbolti væri aðal- áhugamálið,“ segir Magnús Geir og hlær. „Hann stendur sig mjög vel. Það er varla einfalt að vera kominn með ekki bara einn held- ur þrjá kvenmenn inn á heimilið,“ bætir Ingibjörg Ösp við, sem átti þær Örnu sextán ára og Andreu fjórtán ára fyrir, auk Stefáns sem er tíu ára gamall. Sveit og borg Fjölskyldan telur því sex þegar allir eru á staðnum og fjörið er mikið. „Eldri börnin hafa tekið þeim litla mjög vel og sem betur fer eru allir sáttir og glaðir bæði fyrir norðan og hér í Reykjavík,“ segir Magnús Geir. „Þetta eru skemmtilegar andstæður, sveita- kyrrðin í Eyjafirði og borgar- menningin í Vesturbænum,“ segir Ingibjörg Ösp. Þau Magnús Geir hafa svipuð áhugamál og segjast njóta þess að ræða vinnuna og finna stuðning hvort í öðru. Hún hefur störf á ný af fullum krafti í haust eftir fæðingarorlof og þá ætlar Magnús Geir í feðraorlof sem fyrr segir. „Svo höldum við bara áfram að fljúga á milli og vera í hópi dyggustu styrktar- aðila Flugfélags Íslands. Verst að við kunnum ekki að fljúga á regn- hlíf eins og Mary Poppins.“ Árni Gunnar er sofnaður, kaffið búið og komið að því að kveðja. Ingi- björg Ösp og Árni Gunnar eru á leiðinni norður og tveir dagar í að fjölskyldan sameinist. „Næst fer ég norður, það er aðeins minna mál þó að sá litli standi sig yfir- leitt vel í fluginu,“ segir Magnús Geir að lokum. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 9 7 1 *Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Framtíðarreikningur ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað. Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.* Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka. Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning Við bjóðum góðar framtíðarhorfur ➜ Ég vissi svo sem alltaf að ég ynni mikið en það var ekki fyrr en ég var kominn með fjölskyldu að ég áttaði mig á því hvað ég hafði verið óeðli- lega mikið í leikhúsinu. ➜ Aðsóknin jókst til muna Magnús Geir var leikhússtjóri Leikfélags Íslands 1996-2001. Hann tók við stjórnar- taumum í Leikfélagi Akureyrar árið 2004 og var þar við stjórnvölinn til 2008. Þess má geta að aðsókn á sýningar leikfélagsins var sú langmesta í sögu leikfélagsins. 2008 hóf Magnús Geir störf í Borgar- leikhúsinu. Í upphafi stjórnunartíðar þar á bæ voru gerðar umtalsverðar breytingar á stefnu leikhússins, verkefnavali og skipulagi leikhússins. Í kjölfarið jókst aðsókn og korta- sala og hefur haldið áfram að aukast jafnt og þétt. Í tíð Magnúsar hefur margvíslegum samstarfsverkefnum leikhússins fjölgað. Á myndinni eru Magnús Geir og Gísli Örn Garðarsson í London, en þar sýndi Vestur- port Faust, sem upphaflega var sett upp í Borgarleikhúsinu. ➜ Markaðsmaður ársins Magnús hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Uppsetningar hans á Óliver og Nei ráðherra hlutu Grímuverð- laun sem áhorfendasýningar ársins, hann var valinn markaðs- maður ársins árið 2007 og hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin 2010 fyrir störf sín sem leikhús- stjóri. Þess má einnig geta að Borgar- leikhúsið var valið Markaðs- fyrirtæki ársins 2011. Nú um áramótin hlaut Magnús riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu úr hendi forseta Íslands fyrir störf sín í þágu ís- lensks leikhúss og menningarlífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.