Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 100

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 100
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 64 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Konan við dýralæknirinn: Hvað á ég að gera? Hundurinn eltir alltaf fólk á hjóli. Dýralæknirinn: Taktu bara hjólið af honum! Af hverju fór kjúklingurinn yfir götuna? Til að komast yfir götuna. Af hverju fór kalkúninn yfir götuna? Kjúklingurinn var í fríi. Af hverju fór bóndinn yfir götuna? Til að leita að kjúklingnum sínum. Af hverju fór risaeðlan yfir götuna? Það var fyrir tíma kjúklingsins. Af hverju fór tyggigúmmíið yfir götuna? Það var fast við fótinn á kjúk- lingnum. Af hverju fór apinn yfir götuna? Það var banani hinum megin. Af hverju fór froskurinn yfir götuna? Einhver hrekkjalómur hafði límt hann fastan við kjúklinginn. Undir háu grenitré í Hákonar- lundi, skammt frá Bústaða- kirkju, hafa nokkrir krakkar úr sjö og átta ára bekk Fossvogs- skóla útbúið lítið afdrep með því að binda saman birki greinar og reisa þær upp þannig að þær myndi veggi. Börnin heita Björk, Emil Þór, Emma Elísa, Hans, Inga Sif og Kjartan og eiga öll heima í götum sem enda á „land“ þannig að segja má að þau séu hvert frá sínu landi. Leynistaðurinn í Hákonarlundi er verkefni sem krakkarnir eru að leysa undir forystu Guðnýjar Rúnarsdóttur, mastersnema við Listaháskóla Íslands, og hófst í frístundamiðstöðinni Neðsta- landi í Fossvogsskóla. Þar spjöll- uðu þau fyrst um leynistaði hvert út frá sínum sjónarhóli og byrjuðu vinnuna á að teikna myndir eftir eigin hugmyndum. Svo skissuðu þau leynistað í skógi, fengu leir og litlar greinar og bjuggu til módel, þannig að þau sáu staðinn fyrir sér. Eftir það var haldið í Hákonarlund. Þar voru greinar til að moða úr og með bönd, sög og skóflu að vopni tókst þeim að gera skýlið undir trénu. Þar hitti blaða- maður þau og spurði hvort þau væru vön að leika sér úti í skógi. „Nei, en við erum vön að leika okkur úti, aðallega á leikvöllum,“ svarar eitt þeirra. Einn strákur- inn kveðst eiga ömmu og afa í Þýskalandi og þar leiki hann sér úti í skógi, annar drengur grípur það á lofti. „Afi minn og amma búa í sveit og þau eiga hund og kött og heitan pott.“ Guðný verkefnisstjóri segir skýl- ið ekki varanlegt. „Við höfum þetta hér kannski í nokkra mán- uði og tökum það svo niður,“ segir hún. „Þetta er bara eitt- hvað sem nærsamfélagið á að fá að njóta enda er Hákonarlundur opinn garður og skýlið kemur öllum til góða.“ En telja krakkarnir sig hafa lært eitthvað á verkefninu? „Já, já, og skemmt okkur líka,“ segja þau og nefna sérstaklega að gaman hafi verið að finna gamalt jólatré og draga það í hús. „Svo var líka skemmtilegt að setja upp könglana og böndin og ná í allt grasið og greinarnar,“ lýsir ein stelpan. „Já og búa til óróa,“ bætir önnur við. Þau eru öll næstum viss um að þau eftir að byggja svona ein- hvern tímann aftur. „Kannski með mömmu og pabba og fjöl- skyldunni,“ segir ein stelpan. En ætla þau ekki líka að koma hingað aftur og leika sér í kof- anum? „Jú. Kannski tökum við þá með okkur nesti, til dæmis heitt kakó.“ gun@frettabladid.is Ætlum að hafa með okkur kakó næst Sex krakkar eru í óðaönn að útbúa leynistað í litlu skógarrjóðri. Þar nota þau það efni sem náttúran býður upp á í grenndinni og hafa auk þess haft með sér bönd og sög. Úr verður lítið skýli sem þau komast inn í og skreyta að vild. VIÐ LEYNISTAÐINN Emma Elísa Jónsdóttir, Björk Arnardóttir, Inga Sif Bjarnadóttir, Kjartan Ásgeirsson, Hans Haraldsson og Emil Þór Sennefelder Guðbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brandarar Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 36 „Er ekki komið þetta gargandi kvikindi,“ sagði Kata og dæsti þegar hún heyrði fuglasöng. „Finst þér hún ekki syngja fallega,“ spurði Lísaloppa forviða. „Mér finnst þetta svo yndislegur söngur, hann minnir mann á að sumarið fer að koma.“ „Mér finnst það sem þú kallar fuglasöng bara vera garg,“ sagði Kata önug. „Til dæmis svanurinn, fólk kallar þetta söng, fyrir mér eru þetta bara óhljóð.“ „En viti þið hvað þessi fugl heitir?“ spurði Konráð. Veist þú hvað þessi fugl heitir? Heitir hann: 1. Óðinshani 2. Heiðlóa 3. Næturgali ...það er ekki hægt að sleikja á sér olnbogann. ...krókódíll getur ekki rekið út úr sér tunguna. ...svín geta ekki horft til him- ins. ...fiðrildi geta bragðað með fótunum. ...fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað. ...Það er mögulegt að leiða kýr upp stiga en ekki niður. ...Konur blikka aug- unum næstum tvöfalt oftar en karlar. VISSIR ÞÚ AÐ EMILÍA RÓS ODDSDÓTTIR, sex ára, teiknaði þessa skem- mtilegu mynd. Emilía Rós er á leik skólanum Hofi. Henni finnst gaman að perla, tefla, spila minnis spil og leika í fimleika- leikjum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.