Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 47
Litróf p r e n t s m i ð j a www.umslag.is Í aðdraganda jóla var ég á hliðarlínunni í samstarfs- verkefni fulltrúa Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins, Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar um að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í Eyjafirði, sem áttu erfitt með að ná endum saman fyrir jól. Þó svo að aðstæður margra sem sóttu um væru grátlegar þá var samtakamátturinn sem þarna birtist í alla staði ánægjulegur. Fjölbreyttur bakgrunnur fulltrúa þessara fjögurra samtaka gerði aðstoðina markvissari. Með samstarfinu nýttist tími þeirra sem að hjálpinni komu sem og þeirra sem aðstoð sóttu mun betur, því nú sótti hver um aðeins einu sinni, á einum stað. Staðsetning skiptir máli Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar sáu um að taka á móti umsóknum og meta þær. Fyrir þá vinnu fékk nefndin aðstöðu hjá verkalýðsfélaginu Einingu í miðbæ Akureyrar. Þangað kom fólk til viðtals og þar var innkaupakortum úthlutað. Með þeim gat hver og einn keypt inn í jóla - matinn eftir eigin höfði. Einnig var fólki vísað á betri föt á markaði Rauða krossins og Hjálpræðis hersins, jólapökkum sem safnast höfðu á Glerártorgi var dreift og öðrum gjöfum var komið á framfæri eftir því sem við átti. Hér verður að teljast sérstaklega heppilegt að þessi öflugu samtök eru til húsa við sama götuhornið og að auðvelt er að komast þangað með strætó – sem eins og alþjóð veit er ókeypis á Akureyri. Hvað er hægt að gera meira? Ýmsar hugmyndir Um leið og horft er til þess að laga agnúa á verkef- ninu, t.d. að bæta símsvörun verkefnisins fyrir næstu jól, tel ég að skoða mætti talsmannshlutverkið. Hvort eða hvernig samstarfshópurinn geti beitt sér fyrir því að kjör þeirra sem sækja um jólaaðstoð verði almennt betri. Þá mætti vita hvort að hluti af jólaaðstoðinni gæti farið fram í janúar í formi ráðgjafar. Þar á ég við að þeir sem sækja um aðstoð séu spurðir hvort megi bjóða þeim ókeypis ráðgjöf á nýju ári. Með því opnaðist sú leið að setjast niður með viðkomandi og skoða í sameiningu hvort að í fjármálum eða aðstæðum viðkomandi sé að finna áskoranir sem breyta megi í viðráðanleg verkefni sem leiði til betri aðstæðna. Skautað framhjá hyldýpi væmninnar − TAKK Fjöldi fólks lagði á sig mikla sjálfboðna vinnu til þess að gera þetta verkefni að veruleika. Þeirra framlag verður seint þakkað og erfitt að koma á framfæri þakkarorðum án þess að falla í hyldýpi væmninnar. Að sama skapi eigum við sem stöndum að baki verkefninu engin orð sem lýst fá þakklæti okkar í garð verkalýðs- félaganna, félagasamtaka, fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu verkefnið með samtals 7,3 milljónum, peningum sem gerðu okkur kleift að standa fyrir jólaaðstoð í Eyjafirði árið 2O13. Því höfum við valið að segja einfaldlega TAKK og vonum og treystum því að allir skilji að það kemur beint frá hjartanu. Skref til framtíðar stigið í Eyjafirði Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju Margt smátt ... – 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.