Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 85
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir23. MARS 2013 LAUGARDAGUR 7 Akureyri hefur fyrir löngu skipað sér sess meðal lands-manna sem páskabær enda fjölmenna landsmenn þangað á hverju ári. Páskaævintýri á Akur- eyri er ógleymanleg upplifun fyrir fólk á öllum aldri enda er úrval gististaða og af- þreyingar mjög mikið. Margir ge s t i r hei m- sækja Akureyri yfir páskahátíð- ina til að stunda skíði í Hlíðar- f ja l l i, uppli fa fjölbreytt menn- ingarlíf bæjarins eða njóta góðra veitinga á fjölmörg- um veitingahúsum sem Akureyri býður upp á. María H. Tryggva- dóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Akur eyrarstofu, segist eiga von á miklum fjölda gesta eins og undan- farin ár enda sé langtímaspáin góð og sjaldan eða aldrei hafi jafnmikið úrval afþreyingar verið í boði fyrir gesti. „Páskarnir eru frábær tími til að heimsækja Akureyri. Brekkur Hlíðarfjalls fyllast af ánægðu skíða- og brettafólki á öllum aldri, menn- ingin verður í blóma sem aldrei fyrr, gestir gera vel við sig í mat og drykk og svo eigum við eina albestu sund- laug landsins sem er mjög vinsæl meðal bæjarbúa og aðkomumanna á öllum aldri.“ Fjölmarga gististaði í öllum verð- flokkum er að finna í bænum. Þrátt fyrir mikla aðsókn er enn nóg af gistiplássi laust í bænum, að sögn Maríu, sem hvetur þó gesti til að vera tímanlega í bókunum. Yfir fimmtán veitingastaðir eru á Akur- eyri af öllum stærðum og gerð- um. „Hér má finna allt frá asísk- um veitingastað yfir í „gourmet“ veitingastaði í hæsta gæðaflokki. Um páskana verður einnig nýr og glæsilegur veitingastaður opnað- ur við bryggjuna sem heitir Bryggj- an. Gestir okkar munu því örugg- lega finna eitthvað við sitt hæfi.“ Allar nánari upplýsingar um hvað er í boði yfir páskana á Akureyri má finna á www.visitakureyri.is. Skíðaparadís í Hlíðarfjalli Hlíðarfjall mun eins og venju- lega fyllast af skíða- og brettafólki á öllum aldri um páskana enda er það orðinn fastur liður í lífi margra skíðamanna að eyða páskunum á Akureyri. Mikill snjór er í fjall- inu þessa dagana og spáin fyrir páskana er hagstæð. Skíðasvæð- ið er einungis í sjö mínútna fjar- lægð frá bænum og því stutt að fara fyrir gesti. Svæðið býður upp á eina stólalyftu og fimm toglyftur, auk eins færibands fyrir yngstu kyn- slóðina. Brekkurnar í Hlíðarfjalli henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Aðstandendur skíða- svæðisins búast við 1.500-2.000 manns á dag yfir páskana þann- ig að það verður mikið líf og fjör í brekkum fjallsins. Skíðaskóli verð- ur rekinn yfir páskana fyrir börn á aldrinum fimm til tólf ára. Hann stendur yfir frá kl. 10 til 14 og hægt er að panta tíma á vef Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.is. Börnin læra auk þess að útbúa eigin pitsur sem þau snæða í hádegismat. Næsta fimmtu- dag verður einnig boðið upp á snjó- skúlptúranámskeið fyrir 8-12 ára krakka þar sem þeir læra að búa til listaverk úr snjó. Tvær veitingasölur selja veitingar í Hlíðarfjalli og boðið er upp á öfluga skíða-, snjóþotu- og brettaleigu auk þess sem eldra fólk getur pantað sér einkatíma í skíða- kennslu. Það er því engin afsökun lengur að eiga ekki eða kunna ekki á skíði því Hlíðarfjall býður upp á alla þjónustu fyrir gesti sína. Yfir páskana verður einnig boðið upp á lifandi tónlist alla daga en dagskrá- in miðast við veður og stemningu hverju sinni. Hljómsveitin Molta frá Akureyri stígur á svið og Jónsi úr hljómsveitinni Í svörtum fötum og Ingó trúb ador taka nokkur lög, auk fleiri listamanna. Páskarnir hafa því sjaldnast lofað eins góðu á Akureyri. Akureyri er frábær staður til að heimsækja um páskana Öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi á Akureyri um páskana. Úrval gisti- og veitingastaða er mikið og fjölbreyttir viðburðir eru í boði fyrir alla aldurshópa. Hlíðarfjall dregur alltaf marga gesti til Akureyrar enda aðstaðan góð og veðurspáin lofar góðu. María H. Tryggvadóttir Leikhúslíf á Akureyri Leikfélag Akureyrar sýnir verkið Kaktusinn yfir alla páskana í Samkomuhúsinu. Auk þess verða nokkrar gestasýningar í gangi yfir páskana, til dæmis Skoppa og Skrítla, sem sýna í Menningarhúsinu Hofi, og Silfur- fiskur eftir Áslaugu Jónsdóttur, sem sýndur verður í Samkomuhúsinu. Auk sýninga leikfélagsins eru ýmis áhugamannaleikhús með sýningar í næsta nágrenni Akureyrar. Þar má meðal annars nefna verkið Dagatals- dömurnar sem Freyvangsleikhúsið sýnir og Djáknann frá Myrká sem sýnt er á Melum í Hörgárdal. Gestir Akureyrar hafa því úr fjölbreyttri flóru leikverka að velja yfir páskana. Tónleikar Græni hatturinn á Akureyri er einn frægasti og vinsæl- asti tónleikastaður landsins, bæði meðal áhorfenda og tónlistarmanna. Flestir frægustu tónlistarmenn þjóðarinnar hafa haldið tónleika þar og staðurinn býður upp á fjölbreytta tónlist fyrir fólk á öllum aldri. Um páskana spila meðal annars Magnús og Jóhann, Hvanndalsbræður, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar og Todmobile. Menningarhúsið Hof lætur sitt ekki eftir liggja. Þar má sjá yfir páskahátíðina stórtónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, sem flytur á skírdag sinfóníu nr. 6 eftir Tsjaíkovskí og lög úr kvikmyndinni Stjörnustríð eftir John Williams. Heiðurshljómsveitin Killer Queen heldur stórtónleika en hún leitast við að ná fram og mynda hina sönnu tónleikastemningu sem einkenndi hljómsveitina goðsagnakenndu, The Queen. Óskar Pétursson mun einnig taka á móti landsþekktum listamönnum við undirleik hljómsveitar sem skipuð er norðlensku tónlistarfólki. Ekki má gleyma heima- mönnunum í 200.000 naglbítum sem fagna 20 ára starfsafmæli í ár. Hljómsveitin heldur tónleika í Hofi um páskana. Aðrir viðburðir Af öðrum skemmtilegum viðburðum sem finna má á Akureyri yfir páskana má nefna Dynheimaballið í Sjallanum. Böllin í Dynheimum voru haldin á árum áður og nutu mikilla vinsælda meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Undanfarin ár hafa þau verið endurvakin um páskana en þar ræður „ eighties“ tónlistin ríkjum og litfögur föt sem ballgestir finna í kössum uppi á háalofti. Flestöll söfn bæjarins verða opin yfir páskana en bærinn býr yfir miklu úrvali skemmtilegra safna fyrir alla aldurs- flokka. Þar er meðal annars hægt að skoða fjölbreytt úrval flugvéla og annarra sýningargripa sem tengjast íslenskri flugsögu, gömul leikföng, minjar úr sögu bæjarins og nútímalist. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ UM PÁSKANA Fjölbreytt menningarlíf einkennir Akureyri um páskana. Gestir geta notið leiklistar og fjölbreyttra tónleika. Fjöldi veitingahúsa og kaffihúsa eru í bænum og margvísleg afþreying er í boði fyrir alla aldurshópa. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er í sjö mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hægt er að fá leigð skíði og bretti og boðið er upp á skíðaskóla fyrir börn. MYNDIR/AUÐUNN NÍELSSON, RAGNAR HÓLM O.FL. Frábær stemning er í Hlíðarfjalli hjá öllum aldurs- hópum. MYND/ AUÐUNN NÍELSSON, RAGNAR HÓLM O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.