Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 50

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 50
6 – Margt smátt ... Valgerður Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Velferðar- sjóðs barna sem Íslensk erfðagreining og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stofnuðu árið 2OOO. Sjóðnum var ætlað að stuðla að barnvænu samfélagi og hefur hann stutt Hjálparstarf kirkjunnar í meira en 1O ár. „Mér hefur fundist Hjálparstarf kirkjunnar hafa fingurinn á púlsinum hvað varðar hag barna sem búa við fátækt. Þar er fagfólk sem er ekki bara umhugað um að mæta þörfum barna og styrkja foreldra heldur líka hvernig það er gert. Börnin fá mikið val og foreldrum er hjálpað á þann veg að þau styrkist í hlutverki sínu sem umönnunar- og ábyrgðaraðili gagnvart barninu. Hjálparstarfið eflir til dæmis mæður til að bæta við sig þekkingu og færni til þess að þær geti betur séð fyrir þörfum fjölskyldunnar. Velferðarsjóður barna er með fagráð sem kemur með tillögur til stjórnarinnar um úthlutun styrkja og við höfum nú styrkt börn í gegnum Hjálparstarfið á næstum hverju ári. Síðast studdum við hóp Hjálparstarfsins sem er að vinna í orsökum og afleiðingum fátæktar en að okkar mati er það mikils virði að beina sjónum að þeim. Fátækt er sannarlega þjóðarmein og við höfum áhuga á að taka þátt í öllu sem unnt er að gera til þess að draga úr þeim lang- varandi skaða, oft á heilu fjölskyldurnar og marga ættliði, sem hún veldur. Inn í það kemur t.d. að Hjálparstarfið leggur áherslu á að rjúfa vítahring gagnvart ungmennum sem eiga á hættu að detta út úr skóla vegna fátæktar foreldra.“ Meiri fjarlægð milli móður og barns á Íslandi „Hlutskipti barna á Íslandi hefur átt hug minn allan í 4O ár eða svo,“ segir Valgerður. „Ég bjó lengi í Bandaríkjunum og varð strax vör við að samband milli foreldra og barna var einhvern veginn öðruvísi þar en ég hafði vanist á Íslandi. Ég ákvað að skrifa MA-ritgerð og bera saman tengsl mæðra og barna eftir samfélag- shópum. Niðurstöður mínar voru sláandi. Ég komst að því að það væri einhver fjarlægð milli íslenskra mæðra og barna þeirra, sem skar sig á einhvern hátt frá hinum samfélagshópunum sem voru Bandaríkjamenn og Japanir. Af niðurstöðunum að dæma fannst mér ákveðið öryggisleysi einkenna hóp íslensku barnanna en viðhorfið sem ég fann til þess hjá mörgum öðrum var að þau væru einungis sjálf- stæðari.“ Áhugasvið barna virt og styrkt „Styrkir Velferðarsjóðs barna til Hjálparstarfs kirkjunnar hafa mikið farið í að veita beina styrki í tómstundir barnanna. Umsækjendur til Hjálparstarfsins greina frá þörfum og áhuga barna sinna og fá styrk fyrir þau á alls kyns námskeið eða leikföng en að fara á námskeið geta fengið hlaupahjól, bretti, bolta, fótboltaskó eða annað sem þau óska sér. Einnig höfum við greitt fyrir skóladót, föt og jólagjafir. Velferðarsjóðurinn reynir að ná sem víðast og að rótunum. Nýjast hjá okkur er stuðningur við Miðstöð foreldra og barna í að dýpka tengsl foreldra sín á milli og við barnið á fyrstu 3 mánuðum í lífi þess. Mér finnst það mjög spennandi því það er sjálfur grunnurinn að allri velferð barna.” Velferðarsjóður barna bakhjarl Hjálparstarfsins „Hlutskipti barna hefur átt hug minn allan í 4O ár“ Valgerður Ólafsdóttir með sonardóttur sinni, Katrínu Aradóttur Í fyrra fengu 41O börn stuðning vegna skóla- byrjunar. 68 börn úr 19 sveitarfélögum fengu styrk til tómstundaiðkunar eða sumargjöf. Hjálparstarfið lagði einnig til sundkort, kort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, leikhúsferðir til að skapa upplifun og góðar minningar úr æsku, föt. Þannig stuðlar Hjálparstarf kirkjunnar að því að börn finni sem minnst fyrir fátækt foreldra. ÍSLE N SK A /SIA.IS ALC 62722 01/13 Drifkraftur í samfélaginu Starfsmenn Alcoa leggja margvíslegum samfélagsmálum lið á hverju ári. Í fyrra tóku 34.000 manns þátt í slíkum verkefnum á heimsvísu. Þar af voru um 280 sjálfboðaliðar úr röðum starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og fjölskyldna þeirra sem tóku þátt í ýmsum verkefnum á Austurlandi. Fjarðaál hvetur starfsfólk sitt til að láta gott af sér leiða og leggurtil peninga með þeim sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu. Samfélagssjóður Alcoa lagði þannig rúmlega 16 milljónir króna til verkefna á Austurlandi á síðasta ári. www.alcoa.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.