Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 50
6 – Margt smátt ...
Valgerður Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Velferðar-
sjóðs barna sem Íslensk erfðagreining og Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið stofnuðu árið 2OOO. Sjóðnum
var ætlað að stuðla að barnvænu samfélagi og hefur
hann stutt Hjálparstarf kirkjunnar í meira en 1O ár.
„Mér hefur fundist Hjálparstarf kirkjunnar hafa
fingurinn á púlsinum hvað varðar hag barna sem búa
við fátækt. Þar er fagfólk sem er ekki bara umhugað
um að mæta þörfum barna og styrkja foreldra heldur
líka hvernig það er gert. Börnin fá mikið val og foreldrum
er hjálpað á þann veg að þau styrkist í hlutverki sínu
sem umönnunar- og ábyrgðaraðili gagnvart barninu.
Hjálparstarfið eflir til dæmis mæður til að bæta við sig
þekkingu og færni til þess að þær geti betur séð fyrir
þörfum fjölskyldunnar. Velferðarsjóður barna er með
fagráð sem kemur með tillögur til stjórnarinnar um
úthlutun styrkja og við höfum nú styrkt börn í gegnum
Hjálparstarfið á næstum hverju ári. Síðast studdum við
hóp Hjálparstarfsins sem er að vinna í orsökum og
afleiðingum fátæktar en að okkar mati er það mikils
virði að beina sjónum að þeim. Fátækt er sannarlega
þjóðarmein og við höfum áhuga á að taka þátt í öllu
sem unnt er að gera til þess að draga úr þeim lang-
varandi skaða, oft á heilu fjölskyldurnar og marga
ættliði, sem hún veldur. Inn í það kemur t.d. að
Hjálparstarfið leggur áherslu á að rjúfa vítahring
gagnvart ungmennum sem eiga á hættu að detta út úr
skóla vegna fátæktar foreldra.“
Meiri fjarlægð milli móður og barns á Íslandi
„Hlutskipti barna á Íslandi hefur átt hug minn allan
í 4O ár eða svo,“ segir Valgerður. „Ég bjó lengi í
Bandaríkjunum og varð strax vör við að samband milli
foreldra og barna var einhvern veginn öðruvísi þar en
ég hafði vanist á Íslandi. Ég ákvað að skrifa MA-ritgerð
og bera saman tengsl mæðra og barna eftir samfélag-
shópum. Niðurstöður mínar voru sláandi.
Ég komst að því að það væri einhver fjarlægð milli
íslenskra mæðra og barna þeirra, sem skar sig á
einhvern hátt frá hinum samfélagshópunum sem voru
Bandaríkjamenn og Japanir. Af niðurstöðunum að
dæma fannst mér ákveðið öryggisleysi einkenna hóp
íslensku barnanna en viðhorfið sem ég fann til þess
hjá mörgum öðrum var að þau væru einungis sjálf-
stæðari.“
Áhugasvið barna virt og styrkt
„Styrkir Velferðarsjóðs barna til Hjálparstarfs kirkjunnar
hafa mikið farið í að veita beina styrki í tómstundir
barnanna. Umsækjendur til Hjálparstarfsins greina frá
þörfum og áhuga barna sinna og fá styrk fyrir þau á
alls kyns námskeið eða leikföng en að fara á námskeið
geta fengið hlaupahjól, bretti, bolta, fótboltaskó eða
annað sem þau óska sér. Einnig höfum við greitt fyrir
skóladót, föt og jólagjafir. Velferðarsjóðurinn reynir
að ná sem víðast og að rótunum. Nýjast hjá okkur er
stuðningur við Miðstöð foreldra og barna í að dýpka
tengsl foreldra sín á milli og við barnið á fyrstu 3
mánuðum í lífi þess. Mér finnst það mjög spennandi því
það er sjálfur grunnurinn að allri velferð barna.”
Velferðarsjóður barna bakhjarl Hjálparstarfsins
„Hlutskipti barna hefur átt
hug minn allan í 4O ár“
Valgerður Ólafsdóttir með sonardóttur sinni,
Katrínu Aradóttur
Í fyrra fengu 41O börn stuðning vegna skóla-
byrjunar. 68 börn úr 19 sveitarfélögum fengu
styrk til tómstundaiðkunar eða sumargjöf.
Hjálparstarfið lagði einnig til sundkort, kort í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, leikhúsferðir til
að skapa upplifun og góðar minningar úr æsku,
föt. Þannig stuðlar Hjálparstarf kirkjunnar að því
að börn finni sem minnst fyrir fátækt foreldra.
ÍSLE
N
SK
A
/SIA.IS ALC
62722 01/13
Drifkraftur í samfélaginu
Starfsmenn Alcoa leggja margvíslegum samfélagsmálum lið á
hverju ári. Í fyrra tóku 34.000 manns þátt í slíkum verkefnum
á heimsvísu. Þar af voru um 280 sjálfboðaliðar úr röðum
starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og fjölskyldna þeirra sem tóku
þátt í ýmsum verkefnum á Austurlandi.
Fjarðaál hvetur starfsfólk sitt til að láta gott af sér leiða og
leggurtil peninga með þeim sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu.
Samfélagssjóður Alcoa lagði þannig rúmlega 16 milljónir króna
til verkefna á Austurlandi á síðasta ári.
www.alcoa.is