Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 2
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL „Þetta eru bara aurar miðað það sem hefði orðið ef við hefðum fengið verkið,“ segir Tyrf- ingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar, sem fékk í gær dæmdar um 249 milljónir króna í bætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því að fyrirtækið hefði orðið fyrir skaða þegar Vega gerðin hafnaði tilboði þess í skólaakstur á Suður landi og Suðurnesjum. Hæstiréttur hafði áður viður- kennt skaðabótaskyldu ríkisins vegna málsins, sem á rætur að rekja til þess þegar Vegagerðin stóð fyrir útboði árið 2005 í skólaakstur fyrir Fjölbrautarskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hópbílaleigan gerði hagstæð- asta tilboðið í aksturinn en Vega- gerðin hafnaði tilboðinu á þeim for- sendum að Hópbílaleigan hefði ekki fjárhagslega og tæknilega burði til að standa við tilboðið. Niðurstaða dómstóla er sú að ekki hafi verið heimilt að hafna tilboðinu á þess- ari forsendu og að ákvörðunin hafi því brotið gegn ákvæðum laga um útboð. Tjónið byggir á mati dóm- kvaddra matsmanna, en Tyrf- ingur segir það þó mjög vanmet- ið. „Félagið væri gríðarlega stórt og öflugt í dag ef það hefði fengið verkið,“ segir hann. - sh Ríkið braut á Hópbílaleigunni og þarf að borga 250 milljónir í bætur: Bara aurar miðað við tjónið LÖGBROT Hópbílaleigan er að hluta til í eigu sama fólks og Guðmundur Tyrfings- son ehf. og á inni tæplega 250 milljónir hjá ríkinu, samkvæmt dómi héraðsdóms. ALÞINGI Fjörutíu og eitt mál er varðar hælisleitendur sem hafa reynt að laumast um borð í skip sem sigla héðan til Ameríku hefur verið kært til lögreglu síðustu átta mánuði. Þetta gerir að meðaltali rúmlega fimm mál á mánuði. Sum brotanna varða kærur á hendur sömu einstaklingunum sem hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ger- ast laumufarþegar. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur þingkonu um málefni hælisleitenda. Spurning Vigdísar var í átta liðum en hún vildi meðal annars fá að vita hvort einhver eftir mál hefðu orðið í „alþjóðaflug- samfélaginu varðandi Keflavíkur- flugvöll þegar tveir hælisleitendur komust óséðir um borð í flugvél fram hjá öllum öryggisþáttum“. Í svari Ögmundar segir að engin eftirmál hafi orðið önnur en þau að ein fyrirspurn hafi borist frá full- trúa flugmálayfirvalda í Banda- ríkjunum vegna málsins. Síðasti liður spurningar Vigdísar veltir því upp hvort ráðherra hafi skoðað þann möguleika að hælisleitendur sem framið hafa húsbrot hjá skipa- félögunum beri ökklabönd sem sýni staðsetningu þeirra. Ögmundur bendir á að ekki sé leyfilegt að nota rafrænt eftirlit nema gæsluvarðhald sé fyrir hendi eða viðkomandi að ljúka fangelsis- vist. Þá bendir hann á að ráðherra taki ekki ákvörðun um rafrænt eftir lit heldur aðeins dómstólar eða Fangelsismálastofnun. - sv Vigdís spyr um möguleikann á að setja ökklaband á hælisleitendur sem hafa reynt að laumast í skip: Fimm hælisleitendamál kærð á mánuði 2 eru enn í rannsókn. 15 bíða afgreiðslu og þar af eru þrjú sem vitað er að verða felld niður þar sem einstaklingurinn sem í hlut á er kominn úr landi. 18 mál hafa verið látin niður falla eftir rannsókn. 2 mál hafa verið send til ríkis- saksóknara og 3 til lögreglustjór- ans á Suðurnesjum. ➜ 41 mál alls DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 51 árs mann, Ómar Traustason, í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa níðst kynferðislega á ungum pilti um margra mán- aða skeið í upphafi þessarar aldar. Ómar hefur áður fengið dóm fyrir að misnota börn. Ákæra á hendur Ómari var gefin út 6. júlí í fyrra. Í henni var honum gefið að sök að hafa, frá árinu 2000 og fram í nóvember 2001, misnotað piltinn reglulega á meðan hann bjó hjá honum á tveimur stöðum. Pilturinn var á þessum tíma fjór- tán og fimmtán ára gamall og hafði leitað til Ómars þegar fjölskylda hans varð húsnæðislaus. Piltur- inn fékk húsaskjól hjá Ómari, bæði í Breiðholti og í Kópavogi, og mat og pening fyrir nesti í skólann, auk þess sem Ómar hélt að honum fíkni- efnum, að því er segir í ákærunni. Ómar notfærði sér síðan þessa yfirburðastöðu sína gagnvart pilt- inum, „vegna aldurs, reynslu og líkam legra yfirburða“, og hafði ítrekað munnmök við hann á meðan hann svaf. Auk þess fékk hann pilt- inn einu sinni til að fróa sér og reyndi í eitt sinn að hafa við hann endaþarmsmök. Ómar neitaði alfarið sök og sagði ekkert af þessu hafa átt sér stað. Engu að síður var hann sakfelldur fyrir alla liði ákærunnar, og flokk- ast brotin sem nauðgun og auk þess brot gegn barni sem hann hafði trúnaðarskyldum að gegna gagn- vart. Þolandinn, sem í dag er 26 ára, krafðist 2,7 milljóna í miska- bætur vegna ofbeldisins. Ómar er dæmdur til að greiða honum tvær milljónir. Ómar er búsettur í Danmörku og var ekki viðstaddur dómsupp- kvaðninguna í gær. Dómnum verður áfrýj- að til Hæstaréttar en komi til afplánunar ligg- ur ekki fyrir hvort Ómar muni sitja inni á Íslandi eða í Danmörku. stigur@frettabladid.is Tók að sér ungling og misnotaði hann Ómar Traustason fékk þriggja ára fangelsisdóm fyrir að brjóta ítrekað og gróflega gegn pilti sem þá var 14 og 15 ára. Hann veitti piltinum húsaskjól eftir að fjölskylda hans varð heimilislaus, gaf honum mat og nestispening og hélt að honum fíkniefnum. Ómar Traustason var árið 1993 dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum í Vestmannaeyjum, þar sem hann var þá búsettur. Ómar var þá sakfelldur fyrir að hafa sýnt fjórum drengjum, níu til tólf ára gömlum, klámefni í fjögur aðskilin skipti, ýmist heima hjá sér eða í bíl, fróað sér fyrir framan þá, fitlað við tvo þeirra og tekið getnaðarlim eins þeirra í munn sér. Í umfjöllun Pressunnar frá því í október 1993 segir að við rannsókn málsins hafi Ómar auk þess sjálfur veitt upplýsingar um kynferðislega áreitni sem hann beitti enn einn drenginn árið 1988. Það mál hafi verið leyst í kyrrþey í samráði við for- eldra og félagsmálastjóra. Braut gegn fjórum drengjum í Eyjum LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Vestur lands framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir 82 ára gömlum grunuðum kynferðis- brotamanni til 10. apríl. Maðurinn er bóndi á Snæfells- nesi og er talinn hafa misnotað þroskaskerta stjúpdóttur sína í fjóra áratugi. Konan átti auk þess ófeðraða dóttur og hefur fyrrver- andi maður dótturinnar játað að hafa misnotað tengdamóður sína. Fram kom í frétt RÚV í gær að tekin hefðu verið lífsýni úr kon- unni og gamla manninum vegna gruns um að hann sé faðir dóttur hennar. - sh Þroskaskert kona misnotuð: Gamli bóndinn áfram í haldi Ómar hefur nú orðið uppvís að brotum gegn minnst sex drengjum frá árinu 1988. FERÐAMENNSKA Breska flug- félagið EasyJet hefur ákveðið að tvöfalda starfsemi sína á Íslandi og bjóða upp á þrjár flugleiðir allt árið um kring. Félagið, sem er það umsvifa- mesta í Bretlandi, mun fljúga á milli Íslands, London, Edinborgar og Manchester, alls ellefu sinnum í viku og þar af sex sinnum í viku til London. Í tilkynningu segir að EasyJet hafi byrjað að fljúga til Íslands fyrir réttu ári og að á þeim tíma hafi breskum ferðamönnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um 35 prósent. - sh Bretum fjölgað um þriðjung: EasyJet eykur starfsemi sína ALÞINGI Allt útlit var fyrir að þingstörfum mundi ljúka í gær í eins mikilli sátt og hægt var, miðað við deilur undanfarinnar daga. Samn- ingar náðust daginn áður á milli formanna flokkanna um þingfrestun. Undir kvöldmat hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar Framsóknar- flokkurinn neitaði að afgreiða lög um byggingu nýs Landspítala. Þingfundi var frestað ítrekað en á níunda tímanum í gærkvöldi náð- ust samningar þegar Framsókn gaf eftir í spítalamálinu. Samið var um samþykkt náttúruverndarlaga með gildistíma frá 1. apríl 2014, fjölmiðlanefnd fær að íhlutast um takmarkanir á eignarhaldi á fjöl- miðlum og breytingarákvæði á stjórnarskrá var samþykkt. Þing- fundur stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær en til stóð að ljúka störfum síðar um kvöldið. - kóp Snurða hljóp á þráðinn á Alþingi í gærkvöldi: Framsókn vildi ekki Landspítala SÍÐASTA FRESTUN ÁSTU? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestar fundi klukkan 21 í gærkvöldi. Hún hættir nú á Alþingi eftir átján ára þingsetu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 6 SPURNING DAGSINS Ólöf, þú óttast ekki að missa máttinn eins og Samson? „Nei, nei, ég veit upp á hár að ég mun áfram geta málað.“ Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir er mynd- listarkona. Til að fjármagna næstu sýningu sína hefur hún boðið upp 50 sentimetra af síðu hári sínu. Í Biblíunni var sagt frá hinum síðhærða Samsoni sem missti ofurkraft sinn þegar hárið var skorið af honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.