Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 60
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 „Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitt- hvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snú- ast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Master- chef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitinga- staðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötu- neytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi aust- ur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Naut- hóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigur- inn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraft- mikli um lífið og tilveruna þessa dagana. - fb Þetta er eiginlega of gott til að vera satt. Gunnar Helgi Guðjónsson, sigurvegarinn í Masterchef Leikaranum Will Smith var boðið titilhlutverkið í myndinni Django Unchained eftir Quentin Tarant- ino en hafnaði því og á endanum fór það svo að Jamie Foxx tók það að sér. Smith hefur nú, í viðtali við Entertainment Weekly, greint frá ástæðu þess að hann þekktist ekki þetta kostaboð Tarantinos. „Django var ekki aðal hlutverkið. Ég þarf að vera í aðalhlutverki. Hinn karakterinn var aðal- hlutverkið,“ útskýrði Smith og átti þar við hlutverkið sem hinn þýsk/ austurríski Christoph Waltz lék í myndinni og hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki. Will viður- kenndi þó að Django Un chained væri frá- bær bíó- mynd. „Hún var bara ekki fyrir mig.“ Vildi bara vera í aðalhlutverki WILL SMITH Jennifer Aniston fer með aðal- hlutverkið í væntanlegri kvik- mynd sem byggð er á skáld- sögunni Switch eftir Elmore Leonard. Frammistaða Aniston þykir svo góð að hún fékk leik- stjóra myndar innar, Dan Schechter, til að brynna músum. Aniston er best þekkt fyrir gaman leik en rær nú á önnur mið, með góðum árangri sé að marka orð leikstjórans. „Hún sýnir ein- stakan leik í myndinni og ég er viss um að fólk verður dolfallið þegar það sér hana. Ég held hún muni koma öllum á óvart, hún er svo hæfileikarík og ég grét er ég horfði á hana,“ sagði Schechter í viðtali við THR. Grætti leikstjórann HÆFILEIKARÍK Jennifer Aniston tókst svo vel upp að leikstjórinn hennar tárfelldi. NORDICPHOTOS/GETTY Eldar í mötuneyti og matartrukki Gunnar Helgi Guðjónsson, sigurvegarinn í Masterchef, hefur í nógu að snúast. GUNNAR HELGI Meistarakokkurinn er í góðum gír eftir sigurinn í Masterchef. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikarann Tommy Chong, sem er best þekktur sem annar hluti gríndúettsins Cheech og Chong og síðar úr gaman þáttunum That 70s Show, dreymir um að reykja gras með Bítlinum fyrr- verandi Paul McCartney. Í viðtali við slúðurmiðilinn TMZ greindi Chong frá þessum draumi sínum, en hann hefur löngum talað fyrir neyslu kannabisefna. „Ég hef reykt með öllum Bítlunum nema Paul, sem er skrítið því hann var eiginlega eini alvöru grashausinn af þeim. John reykti nánast aldrei því hann hafði áhyggjur af græna kortinu sínu og Ringo var oft í meðferð, en George var duglegri. Einn daginn mun þetta gerast, Paul!“ sagði Chong. Dreymir um að reykja með McCartney TOMMY CHONG E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 8 9 5 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is eða á farsímavef okkar m.vinbudin.is. VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 30. mars OPIÐ 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ OPNUNARTÍMAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.