Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 38
FRÉTTABLAÐIÐ Förðun og f lottheit. Skref fyrir skref. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 8 • LÍFIÐ 28. MARS 2013 Þ að sem er búið að vera áberandi í brúðar förðun þetta árið er ljómandi húð og hraustlegt útlit. Margar hverjar vilja smá lit í kinnarnar sem er auðleyst mál,“ segir Harpa Káradóttir, förðunar- meistari hjá Mac. Að þessu sinn notaði Harpa St.Tropez wash off instant- brúnkukrem sem gefur djúpan, fallegan og náttúrulegan lit. Á húð fyrirsætunnar bar hún svo Strobe cream sem gefur húðinni góðan raka og perluljóma. Því næst notaði hún Mineral ize moisture foundation sem er stein- efnafarði, hann er mjög léttur og kremaður en gefur góða þekju og húðin skín af heilbrigði, mjög gott fyrir allar húðgerðir að sögn Hörpu og þá einkum þurra og þreytta húð! Einnig notaði hún Hush cream colour base sem „highlighter“ ofan á kinnbeinin til að fá meiri ljóma. Warm soul-steinefnakinnalit bar hún svo létt á kinnar og enni. Að lokum notaði hún Prep+prime, glært púður, til þess að gera T-svæðið mattara. Augu „Þar notaði ég gyllta og brons tóna sem eru búnir að vera mjög vinsælir í ár bæði í tískuförðun og „beauty“-förðun. Ég setti Painterly paint pot sem grunn undir augnskuggana sem fær þá til að hald- ast mikið lengur á. Því næst brúnan blautan eye- liner sem ég dró aðeins út í spíss til þess að lengja og lyfta augunum. Að lokum notaði ég Zoom water fast black lash, vatnsheldan maskara sem lengir og þykkir augnhárin og augnhár nr. 36 sem eru lengri að utanverðu og gera augun meira möndulaga.“ Varir „Á varirnar notaði ég prep+prime lip sem er grunn- ur sem mýkir varirnar og lætur varalitinn hald- ast betur á. Því næst notaði ég Whirl-varablýant, Posh tone Mineralize-varalit og Smile dazzleglass- varagloss til að setja punktinn yfir i-ið.“ BRÚÐKAUP BRÚÐIR VILJA HRAUSTLEGT OG HEILBRIGT ÚTLIT Með hækkandi sól vilja brúðir gjarnan hafa húðina örlítið sólkyssta og má þá notast við smá- vegis af brúnkukremi. Harpa Káradóttir förðunarmeistari sýnir hér fallega brúðarförðun. Dr. Bragi-húðvörulínan kom á markað í Bretlandi fyrir sex árum og hefur fengist á betri snyrtistofum í London eins og Bliss Spa og Hydrohealing Notting Hill. Árið 2008 var Dr. Bragi sigurvegari sem „Best New Brand at the CEW Beauty Awards“ (CEW - Cosmetic Executive Women). Einnig birtist viðtal við Braga í tímaritinu VOGUE. Stjörnur á borð við Siennu Miller, Thandie Newton og Victoriu Beckham hafa notað vörurnar. Dr. Bragi-húðvörurnar eru framleiddar á Íslandi. Vörurnar fást í snyrtivöru- deild Hagkaupa, Lyfjum og heilsu í Kringlunni, Make-up Gallery Akureyri og Nordica Spa, en þar er jafnframt hægt að fara í Dr. Bragi andlitsbað. ÍSLENSKT OFURKREM FRÁ DR. BRAGA Dr. Bragi-húðvörulínan heitir eftir doktor Jóni Braga Bjarnasyni heitnum, prófessor í lífefnafræði. Hann helgaði ævistarf sitt rannsóknum á sjávarensímum og virkni þeirra. Dr. Jón Bragi Bjarnason heitinn var prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands og er talinn hafa verið einn af áhrifamestu líf- efnafræðingum heims. Ég hef helgað ævistarf mitt rannsóknum á sjávarensímum og áhrifamætti þeirra. Ég hef ekki minnstu efasemdir um að þið munuð verða undr- andi á þeim bætandi áhrif- um sem vörur mínar geta haft á húð ykkar.  AGE MANAGEMENT MOISTURISER Sannkallað ofurkrem, því það má nota sem dag- og næturkrem, augnkrem, hálskrem og serum. Til í 60 ml og 5 ml umbúðum. 5 ml duga í tvær vikur kvölds og morgna og 60 ml í fimm til sjö mánuði. Leiðbeinandi verð á 5 ml er 3.100 krónur og leiðbeinandi verð á 60 ml er 24.000 krónur. Hnitmiðuð sjávar ensím eru aðalsmerki þessa MARINE ENZYME-raka- krems, sem dregur úr ummerkjum öldrunar. Það stuðlar að fullkominni virkni húð frumanna. Það getur einnig flýtt því að sár grói sé um slíkt að ræða og mildar áhrifin sem kunna að stafa af t.d. exemi, sóra og rósroða. Dropi á stærð við baun dugir bæði á andlit og háls. Notið bæði kvölds og morgna eftir hreinsun. Kremið er án ilmefna, olíu og parabena.  INTENSIVE TREATMENT MASK býður upp á hámarksstyrkleika sjávarensíma í einum maska sem er afar virkur og tryggir óviðjafnanlegan árang- ur. Maskinn dregur úr roða, fínum línum, þrota og þurrki. Gefur húðinni bjartara og fallegra yfirbragð. Látinn liggja á húðinni í 10 til 15 mínútur. Yndislegt að nota að kvöldi eftir hreinsun og setja ekkert annað á fyrir nóttina. Jafnast á við 15 mínútna andlits bað. Til valinn í ferðalagið eða þegar mikið liggur við. Leið- beinandi verð á maskanum er 2.000 krónur. AUGLÝSING: SIGURBORG KYNNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.