Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Tíska, hönnun og hugmyndir. Lilja Ingvadóttir. Förðun og flottheit. Skref fyrir skref. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 2 • LÍFIÐ 28. MARS 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Ozzo Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Förðun Lilju: Elma Dögg Gonzales Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Söngvararnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini áttu það sameig- inlegt að gæða sér á hollum mat í vikunni hjá Sollu Eiríksdóttur á Gló. Þar mátti sjá fleiri kunnugleg andlit, til dæmis fjölmiðlakonuna Hjördísi Rut Sigurjóns dóttur, en hún sat að snæðingi ásamt góðum vinum. Hin glæsilega Magdalena Dubik kom einnig við og greip sér hollan bita. PÁSKAR HVAÐ Á AÐ GERA YFIR PÁSKAHÁTÍÐINA? Það er hátíð handan við hornið og gott frí hjá fl estum. Lífi ð tók því páskapúlsinn á nokkrum hressum konum. Páskaeggjaleitin heilög MANÚELA ÓSK HARÐARDÓTTIR 1. Páskaplanið er ekki flókið: Kærar samverustundir með börnunum mínum og fjölskyldu, borða góðan mat, fullt af súkk- ulaði og njóta. 2. Þær eru ekki mjög margar, en páskaeggjaleitin er mjög heil- ög. Þá kaupi ég fullt af litlum páskaeggjum og fel þau um allt hús – og úti ef veður leyfir. Börnin fara svo með páskakörfu og tína saman eggin og enda svo afvelta uppi í sófa og horfa á bíó- myndina Hopp. 3. Ég ætla að vera með önd þetta árið. 4. Já, ég er búin að kaupa mér páskaegg númer 4. Mun sakna þess að leita að páskaeggjunum hjá mömmu og pabba HANNA RÚN ÓLADÓTTIR dansari 1. Ég eyði páskunum í Þýskalandi að þessu sinni. 2. Alveg frá því að ég var lítil stelpa þá földu mamma og pabbi alltaf páskaegg okkar systranna og við leituðum. Þessi dásamlega hefð ríkir enn okkur til mikillar ánægju en þar sem ég verð erlend- is þessa páskana þá ætla mamma og pabbi að senda mér uppáhalds eggið frá Góu. 3. Ég er ég ekki alveg viss hvað verður í matin um páskana, ætli ég og kærast- inn, Nikita skellum okkur ekki bara eitt- hvað út að borða. 4. Það eru engir páskar án páskaeggs og ég get ekki beðið eftir að gæða mér á mínu. Þarf ekki að komast í kjólinn fyrir páska BJÖRK EIÐSDÓTTIR ritstjóri Séð og Heyrt 1. Ég ætla að vera á Akur- eyri með dásam legum vinum sem gera lífið skemmtilegra. Þar verður skíðað, farið á Todmobile tónleika á Græna hattin- um, út að borða, eldaður dýrindis matur, spilað og hlegið. Svo er aldrei að vita nema maður bruni til Grenivíkur og láti keyra sig upp á Kaldbak og renni sér svo niður þessa stærstu skíðabrekku lands- ins og verði aftur 5 ára! 2. Nei! Páskarnir eru uppá- haldshátíðin mín þar sem hún er svo laus við allt slíkt! Það þarf ekki að þrífa heimilið né bóna börnin og enginn þarf að komast í kjólinn fyrir páskana.Ég reyndar lýg þessu aðeins því ég er vön að fela páskaeggin vandlega fyrir börnunum og láta þau verja hálfum deginum í að leita eftir út- hugsuðum og andstyggi- legum vísbendingum. En í ár eru þau að skíða með pabba sínum í Noregi svo þetta verða hefðalausir páskar. 3. Kalkúnabringa sem kær- astinn og Tobba Marinós ætla að sameinast um að elda ofan í okkur hin, það verður án efa herramanns- máltíð sem mun breyta lífi okkar. Ég held ég svelti mig þangað til. 4. Maður kaupir sér ekki páskaegg sjálfur heldur fær maður páskaegg að gjöf frá einhverjum sem þykir vænt um mann. Mér finnst páskaegg mjög góð. Ætlar að dunda sér við eldamennsku og slaka á MARGRÉT RAGNA JÓNASAR förðunarmeistari og eigandi MakeUp Store 1. Það verður afslöppun hjá mér um páskana. Ég ætla að gera sem minnst og hafa það nota- leg með dætrum mínum. Elda góðan mat, lesa nýju bókina mína og fara í göngutúra með hvolpinn sem ég er að passa. Ef ég verð í stuði þá ætla ég að fara í Hot Yoga í Sporthúsinu um páskana. 2. Það eru engar sérstakar hefðir sem ég ólst upp við. Í minning- unni eru páskarnir skemmtilegur tími með fjölskyldunni. 3. Ég ætla að vera með grillaða nautalund með sítrónu og timían olíu og fylltan kalkún. Á morgn- anna mun ég svo dunda mér við að gera Egg Benediks og am- erískar pönnsur því stelpunum mínum þykir það rosalega gott. 4. Já ég fæ mér alltaf páskaegg. Ég kaupi páskaeggin hjá Haf- liða Ragnarssyni súkkulaðimeist- ara. Þau eru rosalega góð og full af ljúffengu konfekti. 1 Hvað ætlarðu að gera um páskana? 2 Ertu vön að halda í ákveðnar páskahefðir? 3 Hvað verður í páska- matinn? 4 Ætlarðu að fá þér páskaegg? Hver er maðurinn? NAFN? Heiða Þórðar ALDUR? 44 ára STARF? Ritstjóri hjá Spegill.is MAKI? „Alveg makalaus“ BÖRN? Ari Brynjar (23) og Sóldís Hind (8) Áhugamál? Allt sem viðkemur sköpun, hönnun og listum í víðum skilningi, lestur, mannleg samskipti eru mér afar hugleikin, og að skrifa að sjálfsögðu Svo má alveg segja að Sóldís mín sé mitt áhuga- mál. Hvað stendur upp úr eftir vikuna? Það er ánægju- legt að þeir sem voru sakaðir í Geirfinnsmálinu fái loksins að ein- hverju leyti uppreisn æru. Hvað á að gera um helgina? Við mæðgur förum í matarboð og leikhús. Einnig er á planinu að fara út að borða. Við föndrum klárlega og saum- um, en ég var að kenna henni á saumavélina og það finnst henni ekkert lítið gaman. Gönguferðir eru ómissandi á degi hverjum. Við förum á línuskauta og í sund og svo verður skrifað, skrifað og skrif- að meira, auk þess að klára að sauma eitt stykki kjól á mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.