Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 12
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Tónlistarskóli FÍH
auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir
skólaárið 2013-2014
Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann.
Umsækjendur fá bréf um miðjan apríl um tíma fyrir
inntökupróf en þau fara fram dagana 19-20 apríl n.k.
Umsækjendur fá svar um skólavist í lok maí.
Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel
menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur
í íslensku tónlistarlífi. Skólinn hefur mikla sérstöðu
meðal tónlistarskóla landsins þar sem kennd er
hefðbundin tónlist (sígild tónlist) og rythmiskri tónlist
( djass, popp, rokk,)
Tónlistarskóli FÍH býður nemendum sínum gott
námsumhverfi og fjölbreytt námsframboð og um leið
gerir skólinn kröfur til nemenda hvað varðar ástundun
og námsframvindu.
Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er
Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig.
Innritun nýnema fyrir næsta skólaár
2013-2014 stendur yfir hjá
Tónlistarskóla FÍH til 31. mars n.k.
Sótt er um skólavist á heimasíðu
skólans www.tonlistarskolifih.is
og á rvk.is (Rafræn Reykjavík)
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tilkynnir:
Framboðsfrestur til alþingiskosninga 27. apríl 2013 rennur út 12. apríl 2013, kl. 12:00
á hádegi.
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tekur á móti framboðslistum föstudaginn
12. apríl 2013, kl. 09:00-12:00 í Múlabergi, Hótel KEA á Akureyri.
Á framboðslistum skulu vera nöfn 20 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri. Tilgreina
skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili.
Listanum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að
setja nöfn sín á listann.
Þá skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórn-
málasamtök listinn er borinn fram frá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Fjöldi
meðmælenda skal vera að lágmarki 300 en 400 að hámarki. Við nöfn meðmælenda
skal greina kennitölu og heimili.
Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans, hverjir
tveir menn séu umboðsmenn listans í kjördæminu.
Yfirkjörstjórn mælist til þess að öllum listum verði einnig skilað á rafrænu formi.
Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður í
bæjarstjórnarsal Ráðhússins á Akureyri, að Geislagötu 9, laugardaginn 13. apríl
kl. 16:00.
Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu, er þess farið á leit að framboðslistar og með-
mælendalistar verði sendir með rafrænum hætti á excelskjali til oddvita yfirkjör-
stjórnar um leið og unnt er í netfangið: pallh@vma.is, sími 892-6350.
Meðan kosning fer fram, laugardaginn 27. apríl 2013, verður aðsetur yfirkjörstjórn-
ar Norðausturkjördæmis í Verkmenntaskólanum á Akureyri en talning atkvæða fer
fram í sal Brekkuskóla við Skólastíg á Akureyri að loknum kjörfundi.
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis
26. mars 2013
Páll Hlöðvesson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Gestur Jónsson
Helga Arnheiður Erlingsdóttir
Ólafur Rúnar Ólafsson
STJÓRNSÝSLA Stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Alþingis hvetur til
þess í skýrslu sinni að samkomu-
lag verði gert um að færa nýgerða
yfirbyggingu yfir Þorláksbúð.
Nefndin fjallaði um málið í kjöl-
far bréflegrar athugasemdar um
ráðstöfun styrkja úr ríkissjóði
til Félags áhugafólks um upp-
byggingu Þorláksbúðar.
Yfirbygging rústanna við hlið
Skálholtskirkju vakti nokkrar
deilur, þar sem afkomendur arki-
tekts kirkjunnar töldu bygginguna
skemma heildarmynd kirkjunnar.
Í skýrslu nefndarinnar er farið
yfir athugasemdir um fjármál
Þorláksbúðar félagsins, meðal
annars frá Ríkisendurskoðun, og
deilur um skipulagsmál.
Segir nefndin að ef ný reglugerð
hefði verið komin í gagnið áður en
ráðist var út í framkvæmdir hefði
verið unnt að koma í veg fyrir að
byggingin hefði risið á þessum
stað.
Ljóst sé að byggingin verði ekki
fjarlægð úr þessu nema með dómi
eða samkomulagi milli kirkjunnar
og Þorláksbúðarfélagsins. Hvetur
nefndin til að samkomulags verði
leitað um að færa bygginguna.
Er Ríkisendurskoðun einnig
hvött til að upplýsa hið fyrsta um
það hvernig skattfé hefur verið
varið til þessa verkefnis. - þj
Nefnd skilar skýrslu um byggingar í Skálholti:
Vill færa Þorláksbúð
frá Skálholtskirkju
FRÁ SKÁLHOLTI Mikill styr stóð um byggingu Þorláksbúðar. Stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Alþingis hvetur til þess að gert verði samkomulag um að byggingin
verði færð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR