Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 20
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR20 Upplestur Nítján Seltirningar lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Seltjarnarneskirkju á föstudginn langa. Lesturinn hefst klukkan eitt og stendur fram til sex. Meðal þeirra sem lesa munu sálmana eru Jón Hákon Magnússon, Kristín Gunnlaugsdóttir og Ólafur Egilsson. Þau Elísabet Waage hörpuleikari og Friðrik Vignir Stefáns- son organisti munu leika tónlist í hléum á milli lestra. Kaffiveitingar verða í safnaðarheimili kirkjunnar. Sálmalestur á Seltjarnarnesi Seltirningar lesa Passíusálmana Tónlist Í Hafnarhúsi verður mikið stuð á laugardag, í dag, þegar Páskagleði verður haldin í fyrsta sinn. Á tónleikunum koma fram Ásgeir Trausti ásamt hljómsveit, systrasveitin Sísí Ey, Þórunn Antonía ásamt Berndsen, plötusnúðurinn DJ Margeir, Daníel Ágúst og að lokum munu Þórunn Antonía og Berndsen spila danstónlist sem kemur öllum út á gólfið og í rétta gírinn. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Páskagleði Tónleikahátíð í Hafnarhúsi Skíði Skíðasvæði verða opin um land allt um páskana. Veðurspáin er góð um land allt og ekkert því til fyrirstöðu að skella sér á skíði. Þeir sem vilja hressa upp á kunnáttuna á skíðum eða eru byrjendur ættu að kynna sér möguleika á skíðakennslu. Upplýsingar um kennslu og opnunartíma er að finna á síðunni skidasvaedi.is. Skíðasvæðin opin Brunað í brekkunum SMÍÐI FRÁ 16. ÖLD Silfurgripi, sem smíðaðir voru á Íslandi frá 16. öld og til dagsins í dag, má sjá á sýningunni Silfur Íslands sem stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafns. Þar getur að líta búningaskart eins og belti, beltispör, margs konar hnappa, spangir, koffur og skúfhólka. Þá eru á sýning- unni íslenskir silfurkaleikar. Safnið er opið í dag, á morgun föstudaginn langa og á laugardag en lokað á páskadag og annan í páskum. BELTI OG HNAPPUR Meðal fjölmargra gripa á sýningunni eru stokkabelti og samfelluhnappur eftir Björn Jónsson, bónda og silfursmið á Búrfelli í Grímsnesi. Skartið er með vönduðu, þéttu, kornsettu víravirki. Beltið er úr gylltu silfri en hnappurinn ógylltur. Verkið á beltishnappnum líkist mjög samfelluhnappnum, sem er þó enn vandaðri í gerð sinni. Lauf eru á beltissylgjunni og á hnappnum með fangamarki dóttur Björns, Margrétar Björns- dóttur. LÆRÐI Í HÖFN Víravirki er forn aðferð við silfursmíði og þekktist hér á landi á miðöldum og fram á þennan dag. Téður Björn var fæddur árið 1784. Bróðir hans var Ófeigur Jónsson í Heiðarbæ, sem málaði meðal annars altaristöfluna í kirkjunni á Þingvöllum. Björn lærði silfursmíði hér á landi en sigldi síðar til Kaupmannahafnar, þar sem hann nam silfursmíði um hríð. Það sést glöggt á þessum gripum að hann var bæði hagur og smekkvís. GÓÐAR GJAFIR Til gamans má og geta þess að gripir þessir komu til safns- ins með löngu millibili. Beltið kom árið 1960 frá afkomanda Björns, Margréti Jónsdóttur, konu Þórbergs Þórðarsonar, en hnappurinn kom til safnsins árið 1929. Margrét Björns- dóttir, sem gripirnir voru smíðaðir fyrir í upphafi, var langamma Margrétar, konu Þórbergs. Víravirki smekklegra silfursmiða Það kennir ýmissa spennandi grasa á sýningunni Silfur Íslands í Þjóðminjasafni Íslands. EITTHVAÐ FYRIR ALLA HAGLEIKSS- MIÐUR Hnappur smíðaðir af Birni Jónssyni. Er svo ekta íslenskt Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. RAGGA GÍSLA „Ég er búin að breyta textanum í Fljúgum hærra í: Á Fokkernum flýg ég hærra!“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég hef aldrei farið áður á rokk hátíðina á Ísafirði en það hafa eigin lega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því,“ segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karla kórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Stein- unni Þorvalds, til að semja texta.“ Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommar- ar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagns gítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekk- ert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verk- efni.“ Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tón- listina í blóðinu.“ Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og tromm- ararnir tveir í bandinu taka sitt pláss,“ segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarð- ar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í kletta beltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag.“ Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemn- ingu sem ríkir í bæjar félaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eld móður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ís- firðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin.“ Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistar- hátíðir og ég fer með honum á fót- boltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hjördís Rut Sigurjónsdóttir háskólanemi Fermingarveisla og fj ölskylda Ein fermingarveisla er fyrirhuguð og vonir standa til þess að opið verið í Bláfjöllum svo hægt verið að kíkja þangað allavega einn dag yfir páskana. Annars er ætlunin að hitta fjölskyldu og vini, borða góðan mat og hafa það gott. Þess á milli verður ekki hjá því komist að að kíkja í námsbækur og hefja ritgerðarskrif. Bjargey Ólafsdóttir myndlistarkona Skrifar og teiknar Ég verð ásamt kollega mínum á Eyrarbakka um páskana að skrifa, teikna og taka myndir. Ég er meðal annars að undirbúa sýningu í Listasafni Íslands. Ingvar Helgason fatahönnuður Bowie og matur Páskafríið hefst á morgun, þá förum við til mömmu í mat, þar eru rólegheit og góður félagsskapur. Svo ætlum við að sjá David Bowie-sýninguna í Victoriu- og Albert-safninu. Valur Freyr Einarsson leikari Skíði á Sigló Við fjölskyldan förum með vinafjölskyldum til Siglufjarðar á skíði um páskana. Gistum þar á Svörtu kríunni, sem tekur vel á móti okkur eins undanfarna páska. PÁSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.