Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 70
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50
„Þetta skrifast alfarið á latte-
lepjandi leikstjórann úr 101. Ég tek
fulla ábyrgð á þessu og bið sjómenn
og sjávarútveginn allan afsökunar,“
segir Guðmundur Þór Kárason, leik-
stjóri Eurovision-myndbandsins.
Í gær birtist í Fréttablaðinu við-
tal við stýrimanninn Aríel Péturs-
son þar sem hann talaði um fárán-
leika þess að Eyþór Ingi skyldi
slægja karfa í tónlistarmyndband-
inu við lagið Ég á líf, enda sé karfi
aldrei slægður. Í kjölfar fréttarinnar
hefur Fréttablaðið fengið all nokkrar
ábendingar frá fólki í sjávar útvegi,
sem annaðhvort tekur undir orð
Aríels eða segir karfa stundum
slægðan. „Ég píndi Eyþór eigin-
lega út í þetta. Hann benti mér á vit-
leysuna í þessu en við vorum mjög
tæpir með fisk svo ég lét listræn
sjónarmið alfarið ráða yfir raun-
sæinu. Ég bjóst ekki við að þetta
myndi draga dilk á eftir sér en annað
hefur þó komið á daginn því það
hefur dunið á manni eftir að mynd-
bandið kom út,“ segir Guðmundur.
„Ég vil því hér með hreinsa mann-
orð og æru Eyþórs og vona að hann
geti látið sjá sig á Dalvík aftur eftir
þetta,“ bætir hann við og hlær, en
Eyþór Ingi kemur frá sjávarplássinu
Dalvík, er af sjómönnum kominn og
hefur sjálfur sótt sjó margoft í gegn-
um árin. Hann ætti því að vera sjó-
mannshnútunum vel kunnugur.
Allt þetta uppþot hefur þó einn-
ig leitt gott af sér því nýr málshátt-
ur hefur orðið til: „Hver hefur sinn
karfa að slægja.“ Segir Guðmundur
hann mikið notaðan í kringum sig
þessa dagana. Nú er bara spennandi
að sjá hvort málshátturinn hafi orðið
til í tæka tíð til að ná inn í einhver
páskaeggjana í ár. - trs
„Hver hefur sinn karfa að slægja“
Guðmundur Þór Kárason, leikstjóri Eurovision-myndbandsins, biður sjómenn og sjávarútveginn afsökunar.
TEKUR Á SIG ÁBYRÐGINA Leik-
stjórinn Guðmundur Þór segist hafa
valið listræn sjónarmið fram yfir
raunsæið í Eurovision-myndbandinu.
MYND/VALGEIR MAGNÚSSON
„Ég verð með tölvuna með mér og
tek líka rosalega mikið af vínyl-
plötum með. Ég mun örugglega
styðjast eitthvað við lagalista en
þar fyrir utan mun stemningin
ráða lagavalinu,“ segir söngkon-
an Rósa Birgitta Ísfeld. Hún mun
þeyta skífum á skemmtistaðnum
Dolly í átta klukkustundir í dag.
Hljómsveitin Sometime kemur
fram á tónlistarhátíðinni Tall-
in Music Week í byrjun apríl og
er dansmaraþonið liður á söfn-
unarátaki sveitarinnar. „Við von-
umst til að geta safnað í ferðasjóð
með þessu,“ segir Rósa Birg-
itta og bætir við: „Ég skipulagði
bolonjese-veislu á föstudag sem
gekk ekki nógu vel. Fáir mættu og
ég þurfti að frysta um tíu kíló af
bolonjese í lok dagsins,“ segir hún
hlæjandi.
Rósa Birgitta vonar að dans-
maraþonið verði betur sótt en
bolonjese-veislan, en viðburður-
inn hefst klukkan 16 og stendur
til miðnættis. „Ég er mjög forvitin
að sjá hvort það verður stemning
fyrir þessu. Það kostar ekkert inn
á staðinn en ég tek á móti frjálsum
framlögum frá fólki.“ Auk þess að
sjá um tónlistina ætlar Rósa Birg-
itta að skreyta skemmtistaðinn hátt
og lágt með heimatilbúnu skrauti.
„Ég ætla líka að sprengja konfettí-
sprengju þannig að ég verð líklega
sett í það að sópa gólfin í lok kvölds-
ins,“ segir hún að lokum. - sm
Þeytir skífum í átta klukkutíma
Rósa Birgitta Ísfeld safnar fé fyrir tónleikaferðalagi með dansmaraþoni á Dolly.
Í SÖFNUNARÁTAKI Rósa Birgitta Ísfeld
mun þeyta skífum í átta klukkustundir í
kvöld í von um að safna fyrir tón-
leikaferðalagi til Tallinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Við erum á lokasprettinum í
fjármögnunarferlinu sem ég hef
fulla trú á að klárist fljótt,“ segir
leikstjórinn Hafsteinn Gunnar
Sigurðs son sem stefnir á tökur á
nýrri mynd í byrjun sumars.
Huldar Breiðfjörð á heiður-
inn af handriti myndarinnar sem
hefur ekki ennþá fengið endanlegt
nafn. Myndin fjallar um ungan
mann sem býr litlum smábæ á
Vestfjörðum og fær föður sinn
sem hann þekkir lítið í heimsókn.
Með hlutverk feðganna fara þeir
Björn Thors og Helgi Björnsson.
„Við erum í breytingarferli varð-
andi titil myndarinnar svo ég kýs
að kalla hana Ónefnt kvikmynda-
verkefni eins og stendur. Við
stefnum á að hefja tökur í lok maí,“
segir Hafsteinn Gunnar, sem var
staddur á flugvelli í París þegar
Fréttablaðið náði af honum tali
þar sem hann var á leiðinni með
kvikmynd sína Á annan veg
á kvikmyndahátíð í Suður-
Frakklandi.
Hafsteinn segir tón myndar-
innar svipa til Á annan veg.
Í þessari mynd verða þó
fleiri leikarar. Hafsteinn
kann greinilega vel
við sig á Vest fjörðum
en þar var Á annan
veg einnig tekin upp á
sínum tíma. „Já, það er
gott að vera þar en ég
býst við því að við verð-
um þar við tökur í allt
sumar. Þessi er svipuð
myndinni Á annan veg að því leyt-
inu til að þetta er svona drama-
kómedía,“ segir Hafsteinn. Fram-
leiðendur myndarinnar eru
þeir Þórir Snær Sigurjóns-
son og Sindri Kjartansson.
Á annan veg var fyrsta
kvikmynd Hafsteins í fullri
lengd og fékk afar góðar við-
tökur, hér heima sem og á
erlendum kvikmynda-
hátíðum. Búið er að
endurgera myndina
í Hollywood undir
heitinu Prince Aval-
anche þar sem Paul
Rudd og Emile
Hirsch fara með
aðalhlutverkin.
alfrun@frettabladid.is
Tekur upp nýja mynd
á Vestfj örðum í sumar
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, er nú í óða önn að undir-
búa tökur á nýrri mynd þar sem Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðal-
hlutverkin. Tökur hefj ast í lok maí á Vestfj örðum. Verið er að klára fj ármögnun á
myndinni, sem enn gengur undir heitinu Ónefnt kvikmyndaverkefni.
LEIKA FEÐGA Í MYNDINNI Hafsteinn Gunnar Sigurðsson tekur upp aðra mynd sína í fullri lengd í sumar. Þeir Björn Thors og
Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin. Tökur hefjast á Vestfjörðum í lok maí.
BJÖRN THORS
Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður
á Ítalíu liggja nokkur undurfögur
stöðuvötn, sum tilheyra alfarið Ítalíu,
önnur eiga líka landamæri að Sviss.
Í þessari fallegu ferð gefst einstakt
tækifæri til að kynnast nánar þessu
einstaka svæði á Norður-Ítalíu.
Fararstjóri: Hlíf Ingibjörnsdóttir
Um ferðina:
LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS
á mann í tvíbýli.
Gist verður við Lago Maggiore í
4 nætur og við Comovatn í 3 nætur.
192.600 KR.-
Ítalía heillar
11. - 18. júní
Mjög mikið innifalið
KOMIN ÚT
Í STÓRRI
KILJU!
„Ég er rosa mikið í kaffinu og drekk
alltof marga bolla af því á hverjum
degi. Mér finnst það best beint úr
könnunni og nenni ómögulega að
flækja það of mikið, þótt ég fái mér
reyndar yfirleitt mjólk út í það.“
Andri Már Enoksson, meðlimur í Vök, sigur-
vegara Músíktilrauna 2013.
DRYKKURINN