Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 54

Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 54
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34MENNING Ég fékk handritið hans Stefáns Mána frá Forlaginu og svo bara settist ég niður og las þetta bara eins og venjulega bók nema hvað ég skrifaði niður allt sem mér fannst að mætti betur fara,“ segir Þórdís Dröfn um aðkomu sína að unglingasögunni Úlfshjarta sem kom út á dögunum. „Það voru alls konar praktískir hlutir bara, eins og að sumir karakterarnir mættu vera sterkari, að það mætti fjölga spennandi atriðum og svoleiðis. Ég skipti mér ekkert af málfarinu, fann reyndar eina stafsetningar- villu en ég held það hafi bara verið innsláttarvilla.“ Hvernig kom þetta til? „Ein af konunum sem vinnur hjá Forlag- inu er vinkona mömmu og hún bað mig að gera þetta.“ Lestu mikið af svona bókum? „Ég les bara voða mikið af öllu. Ég elska klassískar enskar bókmenntir, eins og Jane Austen og fleiri, en ég les líka mikið Harry Potter-bækurnar og aðrar unglingabækur.“ Hvernig fannst þér Úlfshjarta? „Mér fannst hún æðisleg. Ég ætla að lesa hana aftur, þótt ég sé búin að lesa hana milljón sinn- um. Mjög góð unglingabók. Hún er svo nútímaleg þótt hún sé íslensk, sem er alveg rosalega sjaldgæft. Hún er líka alveg jafnt fyrir bæði kynin og ég held að bæði strákar og stelpur geti fundið sig í henni.“ Ætlar þú að verða rithöfundur? „Ó, já! Alveg pottþétt. Ég er alltaf að skrifa og skrifaði fyrstu löngu söguna mína þegar ég var ell- efu ára með vinkonu minni. Það var einmitt svona ævintýrasaga. Síðan hef ég skrifað alveg helling og ætla ekkert að fara að hætta því.“ Og þér fannst skemmtilegt að vera ráðgjafi fyrir rithöfund úti í bæ? „Jahá! Það var rosagaman. Ég hef einu sinni áður lesið yfir ung- lingasögu, fyrir Steinar Braga, en hún kom aldrei út held ég. Ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta oftar.“ fridrikab@frettabladid.is Vildi fl eiri spennuatriði Þórdís Dröfn Andrésdóttir, 15 ára Hafnarfj arðarmær, fékk það vandasama hlutverk að vera Stefáni Mána innan handar við skrif unglingasögunnar Úlfs- hjarta. Hún er sílesandi og skrifandi, elskar Jane Austen og fílar Harry Potter. RITHÖFUNDUR Ég er alltaf að skrifa, segir Þórdís Dröfn, sem ætlar sko örugglega að verða rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég skrifaði fyrstu löngu söguna mína þegar ég var ellefu ára með vinkonu minni. Það var einmitt svona ævintýra- saga. Nokkrir sameinaðir barna- og ung- lingakórar ásamt Lögreglukórnum og djasssveit flytja í dag klukkan 17 nýja kirkju- söngva með sveiflu undir stjórn Tóm- asar Guðna Eggerts- sonar, organista í Seljakirkju. Gest- ir tónleikanna verða söngvararnir Egill Ólafsson og Böðvar Reynisson og fimm manna djasssveit, skipuð nokkrum af fremstu djass- leikurum lands- ins, leikur með. Kynnir er biskup Íslands, frú Agnes Sigurðar dóttir. Tónleikarnir eru á vegum List- vinafélags Hall- grímskirkju og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Á tónleikunum syngja börn á aldrinum sjö til fimmtán ára sameiginlega fjórtán lög, sem flest koma úr söngvasafni norsks söngvaprests er heitir Sindre Ejde. Sá maður hefur unnið sér það til frægðar ásamt konu sinni að hafa farið víða um heiminn og safnað trúarlegum söngvum og gefið þá út í bók sem ber heit- ið „Syng håp“. Íslenska þýð- ingu textanna hefur séra Kristján Valur Ingólfsson gert. Nýir kirkjusöngvar með sveifl u Sameinaðir barna- og unglingakórar syngja í dag í Hallgrímskirkju ásamt Lögreglukórnum og djass- sveit. Stjórnandi er Tómas Guðni Eggertsson. GÓÐIR GESTIR Egill Ólafsson stórsöngvari er meðal gesta- söngvara á tón- leikunum. HARPA KALDALÓN laugardag 30. mars kl. 16:00 Miðaverð kr. 3.000 / 2.500 STÓRSVEITIR Í 90 ÁR STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Styrkt af Miðar á midi.is  harpa.is  í miðasölu Hörpu Stórsveitin rennir í gegnum stórsveitasöguna frá fyrri hluta síðustu aldar til nútímans á tveimur klukkustundum: Basie, Ellington, Henderson, Miller, Goodman, Evans, Dorsey, Rich, Herman, Kenton, Jones, Mintzer, Schneider ofl. ofl. Stjórnandi: Sigurður Flosason

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.