Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 28
FÓLK|TÍSKA
Börnin klæðast dýrum hátísku-fatnaði frá Marc Jacobs, Missoni, Marni, Paul Smith,
Kenzo, Diesel og Chloé. Þetta er
fyrsta alþjóðlega tískuvika í London
sem sýnir barnaföt. Fyrir sýninguna
hafa börnin, sem eru á aldrinum 2-12
ára, fengið handsnyrtingu, förðun og
hárgreiðslu. Margir hafa gagnrýnt að
ung börn séu förðuð á þennan hátt
og gangi um tískusali í kjólum sem
kosta yfir fimmtíu þúsund krónur.
Eins og á tískusýningum fullorðinna
er mikið lagt í fylgihluti; skó, litríkar
töskur, hárskraut og skartgripi.
Blaðamaðurinn og móðirin Va-
nessa Friedman hjá Financial Times
skrifar grein í blaðið og gagnrýnir að
svo ung börn séu klædd rándýrum
tískufötum. „Það á ekki að innprenta
í börn á þessum aldri hvað sé réttur
eða rangur klæðnaður. Á sýningar-
pöllum eru börnin gerð óeðlilega
fullkomin í útliti. Barnatíska ætti
fremur að vera í anda frjálsræðis,
þar sem börnin geta hreyft sig að
vild.“
ÝTT UNDIR ÚTLITSHUGMYNDIR
Soffía Elín Sigurðardóttir, barnasál-
fræðingur hjá Heilsustöðinni, var
spurð um áhrif af slíkum barnasýn-
ingum en hún hefur áhugaverðar
skoðanir á útlitsdýrkun. „Unglings-
árunum fylgja oft á tíðum efasemdir
um eigið ágæti, áhyggjur af því
hvernig fallið er inn í félagahópinn
og vangaveltur fyrir hvað ung-
lingurinn stendur fyrir,“ segir hún.
„Utanaðkomandi þrýstingur og
auglýsinga herferðir með skilaboðum
um að þau séu einfaldlega ekki nógu
góð eins og þau eru, eru ekki á bæt-
andi. Með því að færa tískuheiminn
á enn yngri hóp barna sem fyrir-
sætur á „cat walk“ er verið að ýta
undir hugmyndir um að virði ungra
barna byggist fyrst og fremst á
útlitinu frekar en þeim fjölmörgu og
jákvæðu eiginleikum sem einkenna
þau,“ segir Soffía Elín og bætir við.
„Barnæskan með tilheyrandi
áhyggjuleysi varir í mjög skamman
tíma. Hugmyndafræði barna um
sig sjálf og heiminn er oft einlæg
og falleg. Æskilegast er að leyfa
börnum að vera börn, líta út fyrir
að vera börn og hegða sér eins og
börn sem allra lengst. Börnin hafa
auk þess restina af ævinni til þess að
verjast markaðssetningu samfélags,
sem leggur heldur of mikla áherslu
á útlitið, og skilaboðum um að þau
séu ekki nægilega góð eins og þau
eru,“ segir Soffía Elín enn fremur.
LOFORÐ UM VÆNTINGAR
„Tískuiðnaðurinn hefur líklega mest
herjað á konur sem fá í sífellu skila-
boð um hvernig þær eiga að líta út,
klæða sig og hegða sér. Skilaboðin
eru einföld – þær eru einfaldlega ekki
nægilega góðar eins og þær eru og
sæta þrýstingi um að fylgja ríkjandi
tískustraumum. Tísku iðnaðurinn
hefur jafnframt lausnina á því hvern-
ig skal bæta útlit og breyta hegðun.
Ógrynni af hvers kyns auglýsingum
veita loforð eða væntingar um að
varan sem auglýst er komi til með
að laga eða bæta tilvist viðkomandi.
Sumar auglýsinganna ganga það
langt að halda því fram að varan
sé þeim lífsnauðsynleg. Lausnirnar
virðast því vera allar til staðar, fyrir
réttu upphæðina. Umræður hafa sem
betur fer einnig líka snúið að óæski-
legum áhrifum tískuiðnaðar á sjálfs-
mynd kvenna,“ segir Soffía Elín.
„Tískubransinn hefur löngum lagt
upp úr því að nota fyrirsætur sem
eru annaðhvort mjög unglegar eða
einfaldlega mjög ungar stúlkur. Fyrir-
sætur hefja því störf oft á tíðum rétt
upp úr unglingsaldri og eru fyrir-
myndir unglingsbarna. Unglinga-
skeiðið einkennist af miklum sálræn-
um og líkamlegum breytingum barna
og mótast sjálfsmyndin enn frekar.
Leiða má líkur að því að saman-
burður við óraunverulega fullkomn-
um og einsleitar fyrirmyndir sé ekki
gagnlegur fyrir sjálfsmynd unglings-
ins. Skilaboðin eru að unglingurinn
er ekki nægilega góður eins og hann
er, ásamt uppskrift eða leikreglum
um hvernig megi bæta og breyta í
þeim tilgangi að eltast við einhvers
konar fullkomnun sem er frá upphafi
tapaður leikur.“
VAXANDI MARKAÐUR
Í Bretlandi hafa margir látið í ljós
óánægju með barnatískusýninguna
og þá sérstaklega förðunina og hinn
dýra tískufatnað. Mörgum finnst
óábyrgt að stilla börnum upp eins
og fullorðnum einstaklingum. Börn
eiga ekki að leika fullorðið fólk,
segja gagnrýnisraddir. Hins vegar er
vaxandi markaður fyrir tískuhönnuð
föt á börn. Tímarit þar sem fjallað er
um dýr tískuföt á ungviðið hafa til
dæmis litið dagsins ljós.
■ elin@365.is
BÖRN SÝNA HÁTÍSKUFATNAÐ
GAGNRÝNI Lítil börn í hátískufatnaði með nýlakkaðar neglur og fína hárgreiðslu á sýningarpöllum blasa við gestum á Global Kids
Fashion Week í London. Margir hafa gagnrýnt tískuvikuna, meðal annars íslenskur barnasálfræðingur.
SNYRTING
Litlu telpurnar voru farð-
aðar og naglalakkaðar
fyrir sýninguna.
BARNA-
SÁLFRÆÐINGUR
Soffía Elín Sigurðardóttir
hefur áhugaverðar skoð-
anir á börnum og tísku.
Ragnheiður I. Margeirsdóttir sýndi nýja
línu skartgripa úr silfri í Hörpu á ný-
liðnum HönnunarMars. Hún útskrifað-
ist sem vöruhönnuður frá Listaháskól-
anum árið 2008 en skartgripahönnun
hefur átt hug hennar síðustu fjögur ár.
„Ég er mest í skartgripunum þó alltaf
blandist fleira inn í. Það stendur meðal
annars til að láta framleiða myntur og
súkkulaði með galdrastöfum á eftir mig
en ég sýndi það einnig á Hönnunar-
Mars,“ segir Ragnheiður. Hrafninn er
áberandi í hönnun Ragnheiðar en hún
segir krumma hafa fylgt sér allt frá
því að hún útskrifaðist úr LHÍ. Hún
segir innblásturinn að hönnun sinni að
mestu koma frá menningararfinum.
„Ég sæki í allt íslenskt. Þegar
ég vann Bleiku slaufuna fyrir
Krabbameins félagið á sínum tíma
vann ég hana út frá þjóðbúningi ömmu
minnar,“ segir hún.
En hvernig gekk á HönnunarMars?
„Sýningin var mjög vel sótt. Mér
finnst gaman að sýna með vöru-
hönnuðum þó svo að ég sé að gera allt
annað en hinir. Það sýnir bara hvað
það er mikil fjölbreytni í þessari stétt.
Ég hef tekið þátt síðustu ár enda er
þetta góður vettvangur til að kynna
sína vöru. Bæði er hátíðin orðin þekkt
erlendis og Íslendingar eru orðnir
meðvitaðir um að fylgjast með.“
Nánar má forvitnast um hönnun Rim
á Facebook og a www.rim.is.
SÝNDI SILFURKRUMMA
Ragnheiður I. Margeirsdóttir sýndi nýja línu skartgripa úr silfri á Hönnunar-
Mars, krummamen úr silfri.
KRUMMAMENIN VERÐA TIL Ragnheiður fær stundum aðstoð dóttur sinnar,
Örnu Ingu Arnórsdóttur, í skartgripasmíðinni og jafnvel við hönnunina líka.
MYND/VILHELM
NÝTT FRÁ RIM Men
Ragnheiðar fást meðal
annars í Hrím á Lauga-
vegi og hjá Leonard.
SS SÓL
Á PÁSKADAG
31. MARS
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
EIGA AÐ
FÁ AÐ
VERA BÖRN
„Barnæskan
með tilheyrandi
áhyggjuleysi varir
í mjög skamman
tíma.”