Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 50
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 BAKÞANKAR Sögu Garðarsdóttur Fyrir nokkru fór ég á fund í Valhöll um stöðu femínisma á Íslandi. Ég hafði aldrei komið í Valhöll áður og aldrei, eflaust út af einhverri verndandi töfra- þulu, hitt Brynjar Níelsson, einn fram- sögumanna. Þriðja nýjungin var nístandi sársauki sem ég fékk í auðmýktina. Ég hef reyndar áður fundið fyrir henni – heim- urinn er fullur af tækifærum til þess að láta sig sundla í auðmýktinni ef maður hefur hana á annað borð. Verkirnir eru ekki ósvipaðir því og þegar fólk tekur inn mjög vont eitur eða stend- ur á sviði og man ekki textann sinn. Oft er hægt að vinna bug á þessum eymslum með því að knúsa ketti eða loka gluggum á internetinu en í ýktum aðstæðum sem þessum er það erfiðara. BRYNJAR Níelsson sagði á fundinum að femínismi í dag væri á villigötum. Erkióvinur auðmýktarinnar er hroki og yfirlæti og það er svo sannar- lega yfirlætisfullt að ætla sér að hafa vit fyrir öllum femínist- um nútímans. Til þess eru þeir einfaldlega of margir og fara of margar ólíkar leiðir til að hægt sé að alhæfa að þeirra götur liggi allar til glötunar. Og Brynjar er því miður ekki sá eini sem full- yrðir að aðferðir femínista séu rangar, öfgafullar, fráhrindandi og svo framvegis. ÉG þykist viss um að þeir sem halda slíku fram ætli engan að meiða heldur einungis að leiðbeina mér og öðrum femínistum á þá braut sem þeim finnst umræðan eigi heima á og haga henni eftir sínu höfði. Það er aftur á móti meiðandi því það gefur í skyn vantrú á það hvernig við upplifum samfélagið og efasemdir um getu okkar til að berjast gegn misréttinu sem við finnum fyrir. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem tala svona geta yfirleitt ekki vegna líf- fræðilegrar lukku sinnar upplifað kyn- bundið óréttlæti eins og konur. Það sem þeir geta hins vegar gert er að treysta okkur þegar við segjumst finna fyrir því og þegar við segjum að breytingar séu ekki nógu hraðar, víðtækar, miklar o.s.frv. þrátt fyrir margvíslega og áratugalanga baráttu. MÁLIÐ er nefnilega tiltölulega einfalt. Ef þú segir við manneskju sem er ekki með alvarlega ímyndunarveiki, alræmdur lygalaupur, ósjálfráða eða mjög ungt barn að hennar upplifun eða tilfinningar, jafn- vel yfir mörg ár, sé uppspuni eða ýkjur þarftu að hafa eitthvað verulega mikið fyrir þér í því, helst mastersgráðu í sam- kennd, Evrópu met í innsýn og dulspeki- prófgráður af þeirri stærð sem ég þekki ekki. Líklegast ertu þó bara hrokafullur og vilt auðmýkja. Að verða illt í auðmýktinni1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. skraf, 6. líka, 8. spíra, 9. eldsneyti, 11. æst, 12. yfirstéttar, 14. létt hlaup, 16. átt, 17. frjó, 18. skörp brún, 20. strit, 21. stertur. LÓÐRÉTT 1. lás, 3. í röð, 4. ofbjóða, 5. krá, 7. þjóðsaga, 10. rúm ábreiða, 13. hrós, 15. fögnuður, 16. veiðarfæri, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. rabb, 6. og, 8. ála, 9. kol, 11. ör, 12. aðals, 14. skokk, 16. na, 17. fræ, 18. egg, 20. at, 21. tagl. LÓÐRÉTT: 1. loka, 3. aá, 4. blöskra, 5. bar, 7. goðsaga, 10. lak, 13. lof, 15. kæti, 16. net, 19. gg Nei! King Kenny er snúinn aftur! King Kenny! Ah! Stundirnar sem við eyðum saman eru svo dýrmætar. Mér leiðist ennþá! Hvert viltu fara í sumar? Hvergi. Hvergi?? Það er vesen að ferðast... bensínverðið er skammar- lega hátt...verum bara hérna og njótum þess að vera í fríi heima. Það hljómar reyndar mjög v... Það verður samt erfitt að sannfæra börnin um að vera fjarverandi í tvær vikur. Flottasta heimilið í Vesturbænum Tinna Brá Baldvinsdóttir býr í draumahúsinu, sem hún hefur innréttað listilega með litum og smekklegheitum. Sú sem allt veit Auður Tinna, Útsvarsstjarna, borðtennis drottning og Gettu betur-þjálfari. JÁKVÆÐNI Í STAÐ ÓTTA Agnes M. Sigurðardóttir biskup telur að við verðum sem þjóð að ákveða út frá hvaða gildum við viljum ganga og að við byggjum stjórnarskrána á þeim grunni sem við þekkjum. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Ómissandi hluti af góðri helgi Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 Auglýsingar 512-5401 | visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.