Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 64
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44 Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 F ÍT O N / S ÍA Þriðja serían um hið magnaða valdatafl í Westeros. Þátturinn er sýndur á Íslandi og í Bandaríkjunum með nokkurra klukkustunda millibili. EVRÓPUFRUMSÝNING – MÁNUDAG KL. 21:15 VALDATAFLIÐ HEFST Á NÝ ÞÚ GREIÐIR FYRIR ÁSKRIFT Í APRÍL OG VIÐ OPNUM STRAX. Hringdu núna í síma 512 5100. SPORT KÖRFUBOLTI Tveir oddaleikir um sæti í und- anúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólm- inum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember. Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp,“ sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður,“ sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það,“ sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 frá- köst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum,“ sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðl- an Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík,“ segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti,“ sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig. Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks,“ segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir,“ segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö. Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld,“ sagði Nigel Moore að lokum. ooj@frettabladid.is Stóri bróðir í Njarðvík Nigel Moore hló þegar hann var spurður að því hvort hann væri pabbinn í Njarðvíkurliðinu og vildi frekar segja að hann væri stóri bróðir. Það mæðir mikið á Moore í oddaleik Njarðvíkur og Snæfells í kvöld. NIGEL MOORE Er með 19,9 stig, 7,6 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Liðið er búið að vinna 12 af 19 leikjum síðan að hann kom. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX KÖRFUBOLTI Fréttablaðið fékk sex menn úr Dominos-deildinni til þess að spá um hver verði tvö síðustu liðin inn í undanúrslit úrslitakeppninnar en Grindavík og KR hafa þegar bókað sína far- seðla og mætast í fyrsta leik á mánudagskvöldið. Spámenn Fréttablaðsins eru Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, Benedikt Guð- mundsson, þjálfari Þórs, Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms, Pétur Már Sigurðs- son, þjálfari KFÍ, og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis. Eins og sjá má hér fyrir neðan reikna flestir með sigri Stjörn- unnar og Njarðvíkur í kvöld þó svo að álitið sé ekki samdóma. Sigurvegararnir úr þessum rimmum mætast svo í undan- úrslitunum í næstu viku. Fylgst verður með gangi mála í leikjum kvöldsins á Vísi. STJARNAN - KEFLAVÍK Klukkan 19.15 í Ásgarði, Garðabæ Bárður: Stjarnan með 10 stigum Sveinbjörn: Stjarnan með 20 stigum Benedikt: Stjarnan með 9 stigum Páll Axel: Keflavík með 3 stigum Pétur Már: Stjarnan með 10 stigum Hjalti Þór: Stjarnan með 6 stigum SNÆFELL - NJARÐVÍK Klukkan 19.15 í Stykkishólmi Bárður: Snæfell með 10 stigum Sveinbjörn: Njarðvík með 3 stigum Benedikt: Snæfell með 1 stigi Páll Axel: Njarðvík með 12 stigum Pétur Már: Njarðvík með 6 stigum Hjalti Þór: Njarðvík með 4 stigum Njarðvík og Stjarnan vinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.