Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 6
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 MENNTUN Í vangaveltum um notk- un spjaldtölva í skólum skiptir mestu máli að einblína ekki á tækin eða tæknina, heldur hvernig megi nýta tæknina til að bæta skólastarf. Það sem ræður því hvort innleið- ing spjaldtölva heppnast eða ekki er hvort kennarar séu tilbúnir í verk- efnið. Einnig er líklegt að hlutverk kennarans komi til með að breyt- ast með tilkomu nýrrar tækni og aðferða, frá því að miðla þekkingu til nemenda í að leiðbeina nemend- um í vinnu sinni og skapa þeim sem bestar aðstæður til náms. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla, gerði fyrir skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. „Sumar af þeim hugmyndum sem komu upp voru góðar en aðrar voru hins vegar ekki nógu skýrar varðandi hverju átti að ná fram með nýrri tækni. Markmiðið með þessari úttekt var að velta upp hvað ætti að gera í þessum málum, hvernig ætti að gera það og í hvaða skrefum.“ Í skýrslunni segir meðal ann- ars að tími sé til kominn að marka stefnu um að setja upp þráðlaust net í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Þegar því hefur verið náð fram megi bjóða þeim sem nú þegar eiga spjaldtölvur eða snjall- tæki að nota þau í námi og kennslu. Það geti verið fyrsta skrefið í átt að spjaldtölvuvæðingu í skólastarfi. Oddný Sturludóttir, for maður Skóla- og frístundaráðs, segist ánægð með úttektina. Mikilvægast sé að innleiðing nýrra tækja verði nýtt sem tækifæri til skólaþróunar og til að bæta gæði náms. „Við eigum að nýta snjalltæki og upplýsingatækni yfirleitt til að efla hæfni nemenda til samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Við vild- um gjarnan geta endur nýjað tölvu- kostinn hraðar en teljum okkur þó geta tekið mörg jákvæð skref á næstunni. Nýverið styrktum við til dæmis fjölbreytt verkefni tengd upplýsingatækni úr þróunarsjóði ráðsins og áhugi kennara er mikill. Þaðan á líka frumkvæðið að koma, úr grasrótinni.“ thorgils@frettabladid.is Kennarar undirbúi komu spjaldtölvanna Undirbúningur kennara ræður því hvort spjaldtölvuvæðing í skólum heppnast. Í greinargerð um möguleika spjaldtölvunotkun í grunnskólum Reykjavíkur segir að tæknin sem slík skipti ekki mestu, heldur hvernig bæta megi skólastarf. SPJALDTÖLVUR Í GRUNNSKÓLA 1 2 3 4 Fjármunir Nokkur kostnaður fylgir endurnýjun tækja, en í skýrslunni segir að í fyrsta lagi muni kostnaðurinn dreifast yfir nokkurn tíma þar sem skólar leggja ekki allir í tækjakaup í einu. Í öðru lagi sé þegar mik- ill kostnaður við upplýsingatækni í skólum auk þess sem samfara spjaldtölvuvæðingu dragist pappírskostnaður saman. Tími Spjaldtölvur eru fljótar að ræsa sig upp og spara einnig tíma sem nú fer í að flytja bekkinn í tölvuver og aftur til baka í stofu. Leikskólar Í úttektinni segir að spjaldtölvur gætu hentað vel á leikskólum þar sem kenn- arar séu mikið á ferðinni. Tölvuvæðing leikskóla sé komin skammt á veg og áhugavert sé að kanna hvort spjaldtölvur henti leikskólakennurum í sínu starfi. Húsnæði Með spjaldtölvuvæðingu verður ekki lengur þörf fyrir sérstök tölvuver. Þær má líka nota hvar sem er í skólanum og utandyra. Sérþarfir Ákveðnir nemendahópar gætu haft mikið gagn af spjaldtölvum, ekki síst nemendur með sérþarfir. Spjaldtölvur gætu auð- veldað þeim að tjá sig, finna upplýsingar og vinna og skila verkefnum. Kennsla Spjaldtölvur bjóða upp á mikla möguleika í einstaklingsbundnu námi. Eðli kennara- starfsins gæti breyst með tilkomu nýrrar tækni þar sem kennarinn mun síður mata nemendur á upplýsingum, heldur leiða þá áfram í fróðleiksleit. i-Helicopter Stjórnað með iPhone, iPad, iPod touch Símabær Íslensk hönnun í fermingarpakkann Innleiðingaráætlun Í úttektinni er kynnt áætlun til innleiðingar spjaldtölvu í skólastarfi. SAMR-áætlunin felur í sér fjögur stig. 1 Ný tækni notuð til að gera sömu hluti og áður. 2 Tæknin notuð til að vinna sama verkefni og áður, en með skilvirkari hætti. 3 Verkefni eru löguð að nýrri tækni, til dæmis unnin glærusýning sem nýtir myndir, myndbönd og hljóð. 4 Endurskilgreining verkefnavinnu þar sem í stað þess að vinna útdrátt úr kennslubók nota nemendur tölvuna og gögn af netinu til að vinna eigið námsefni. 1. Á hverju hneykslast sjómenn? 2. Hvað tefur Hverahlíðarvirkjun? 3. Undir hvaða nafni er leikarinn Ás- geir Þórðarson betur þekktur? SVÖR RÓM, AP Þegar bandaríski fjársvikarinn Bernie Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi eftir sex mán- aða réttarhöld birti eitt stærsta dagblað Ítalíu, Cor- riere della Sera, skopmynd á forsíðu sinni. Á mynd- inni voru dómskerfi landanna borin saman og var brandarinn sá að á Ítalíu væru sakamenn dæmdir í sex mánaða fangelsi eftir 150 ára réttarhöld. Nú hefur athygli fjölmiðla á ný beinst að ítölsku réttarkerfi eftir að hæstiréttur sneri við sýknudómi hinnar bandarísku Amöndu Knox sem var gefið að sök að hafa tekið þátt í morði á breskum herbergis- félaga sínum árið 2007. Knox var upphaflega sakfelld og sat í fjögur ár í fangelsi þar til dóminum var snúið við árið 2011. Nú hefur hæstiréttur Ítalíu hins vegar hnekkt þeirri ákvörðun og ákveðið að réttað skuli á ný í málinu. Að þeim réttarhöldum loknum gæti Knox svo áfrýj- að sektardómi til annars dómstigs. Ítalska réttarkerfið hefur af þessum sökum verið gagnrýnt síðustu daga á þeim forsendum að það geti tekið fjölda ára að skera endanlega úr um sekt eða sýknu sakborninga. Þá geta efnaðir Ítalir komið sér hjá fangelsisvist um árabil með endalausum áfrýj- unum. Hefur í þessu samhengi verið bent á að það geti tekið mörg ár að klára skilnaðarmál fyrir dóm- stólum, auk þess sem dæmi séu um að skaðabótamál hafi dregist í áratugi. - mþl Hæstiréttur Ítalíu hefur snúið við sýknudómi yfir bandaríska skiptinemanum Amöndu Knox: Réttað á ný yfir Amöndu Knox vegna morðs AMANDA KNOX Knox var árið 2007 ákærð fyrir aðkomu að morði á herbergisfélaga sínum en til stendur að rétta í málinu í þriðja sinn á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvertíðinni er lokið hjá HB Granda og skip fyrir- tækisins náðu að veiða út hlutaðan kvóta í lok síðustu viku. Afli skip- anna nam alls 86.150 tonnum. Alls nam framleiðsla á frystum loðnu- afurðum á vegum HB Granda um 18.100 tonnum á vertíðinni. Ingimundur Ingimundarson, rekstrarstjóri uppsjávarskipa HB Granda, segir í frétt frá fyrir- tækinu að 5.500 tonn hafi veiðst af loðnu á vertíðinni fyrir áramót og þeim afla öllum verið landað á Vopnafirði. Þar af hafi 2.700 tonn verið fryst. Góður stígandi var í loðnu- veiðunum í byrjun ársins og afl- inn til loka vertíðar nam tæplega 81.000 tonnum. Þar af var rúmlega 54.000 tonnum landað á Vopnafirði. Í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á staðnum voru alls fryst 13.500 tonn af heilli loðnu fyrir ýmsa mark- aði og rúmlega 600 tonn af loðnu- hrognum. Til Akraness bárust þá 26.600 tonn og þar voru fryst tæp- lega 1.300 tonn af hrognum. Heildarkvótinn á vertíðinni var 570.000 tonn. Þar af komu rúmlega 463.000 tonn í hlut íslenskra skipa. - shá HB Grandi frysti rúmlega 2.000 tonn af loðnuhrognum á vertíðinni: Náðu að frysta 18.100 loðnutonn Á VOPNAFIRÐI HB Grandi hefur mikil umsvif á staðnum og rekur þar nýtt uppsjávarfrystihús. MYND/HB GRANDI 1. Myndbandinu við Eurovison-framlag Ís- lands þar sem karfi sést slægður. 2. Bið eftir mengunarvörnum. 3. Damon Younger. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.