Fréttablaðið - 28.03.2013, Page 16

Fréttablaðið - 28.03.2013, Page 16
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Breið samstaða á þingi um áfram- haldandi uppbyggingu þróunarsam- vinnu sýnir að Íslendingar skynja ábyrgð sína í samfélagi þjóðanna. Þjóð sem er enn, þrátt fyrir efna- hagsörðugleika, ein af þeim ríkustu í heimi ber rík skylda til að hjálpa þeim sem eru fátækari. Í nýsamþykktri áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu til ársins 2016 er lögð sérstök áhersla á að veita framlögum í gegnum íslensk félagasamtök. Gert er ráð fyrir auknum kröfum um eftir- lit með verkefnum og að ramma- samningar verði gerðir við stærri félagasamtök. Hvort tveggja er af hinu góða. Áætlunin, sem þingið samþykkti með öllum greiddum atkvæðum nema einu, er til marks um aukna áherslu utanríkisráðuneytisins á gæði þróunarsamvinnu, með öðrum orðum á að framlög Íslands nýtist sem best. Það er ánægjuleg og mikilvæg þróun. Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil veitt umfangsmikla mannúðar- og neyðaraðstoð erlendis. Með minnkandi tekjum félagsins af rekstri Íslandsspila hafa vaxandi framlög stjórnvalda til hjálparstarfsins gert félaginu kleift að viðhalda aðstoð við ber- skjaldað fólk í sumum af fátæk- ustu löndum heims. Oft er hjálpin í formi matar á hungursvæðum eða læknis- aðstoðar þegar farsóttir breiðast út. Þar sem vatnsskortur hrjá- ir hjálpum við fólki að koma sér upp brunnum. Og þar sem stríð hafa stökkt fólki á flótta dreifum við efnivið til að fjölskyldur geti komið sér upp einföldu skýli fyrir brennandi sólargeislunum. Því er ósjaldan haldið fram að Ísland sé svo lítið að engu muni um framlag þess. Okkar reynsla er önnur. Með útsjónarsemi, ein- beitingu og kröfum um árangur getum við komið miklu til leiðar. Hér eru nokkur dæmi um verkefni Rauða krossins, sem njóta stuðn- ings íslenskra stjórnvalda: Mörgum hjálpað Í Malaví vinnum við með níu þúsund fjölskyldum – 45 þúsund manns – að því að minnka barna- dauða, örbirgð og vanheilsu. Það gerum við meðal annars með því að bora eftir vatni, koma upp kömrum og bæta aðgengi að heil- brigðisþjónustu. Malaví er númer 170 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Í Síerra Leóne styðjum við Rauða krossinn í landinu við að ráða niðurlögum kólerufaraldurs sem hefur sýkt meira en 23 þúsund manns. Í því skyni að koma í veg fyrir næsta faraldur ákvað Rauði krossinn á Íslandi að styðja upp- setningu nýrrar tækni sem gerir okkur kleift að senda SMS á heilu landshlutana með lífsbjargandi skilaboðum, til dæmis um hvað beri að gera ef barn fær einkenni um að vera með kóleru. Síerra Leóne er númer 177 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Í Hvíta-Rússlandi, þar sem aðstæður geðfatlaðra eru verri en orð fá lýst, er Rauði krossinn að undirbúa stofnun athvarfs, sem við vonum að muni gegna svip- uðu hlutverki og stofnun Vinjar í Reykjavík. Í Austur-Evrópu er víða þörf á hugarfarsbreytingu í málefnum geðfatlaðra og með stofnun „Vinjar“ í Minsk miðlum við af reynslu okkar hér heima. Hvíta-Rússland gengur nú í gegn- um efnahagshrun með verðbólgu og gengisfellingum. Þessi verkefni njóta öll fram- laga almennings á Íslandi í gegn- um utanríkisráðuneytið. Nyti þess- ara framlaga ekki við er óvíst að Rauði krossinn á Íslandi hefði haft bolmagn til að fara í verkefnin. Þá væru níu þúsund fjölskyldur í Malaví án aðstoðar, ekki hefði verið hægt að koma upp SMS- kerfi til að ráðleggja íbúum Síerra Leóne um viðbrögð við kóleru og geðfatlaðir í Hvíta-Rússlandi ættu ekki það athvarf sem nú er í aug- sýn. Sennilega voru þingmenn ekki með hugann við skjólstæðinga Rauða krossins í Malaví, Síerra Leóne og Hvíta-Rússlandi þegar þeir greiddu atkvæði með áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. En þau auknu framlög sem fyrirséð eru í áætluninni geta hjálpað mörgum. Af því getum við verið stolt. Hjálp sem munar um Formaður Samtaka versl- unar og þjónustu gerði útgjöld heimilanna til mat- vörukaupa að umtalsefni í ræðu sinni við setningu aðalfundar samtakanna þann 21. mars sl. Taldi hún raunhæft að lækka þau um 3,5 milljarða króna með því að láta versluninni eftir að flytja inn kjúklinga- bringur. Þessi fyrirheit for- mannsins þarfnast nánari skoðunar. Hagstofa Íslands rann- sakar reglulega útgjöld heimilanna og metur samsetningu vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu hennar um útgjöld heimil anna árin 2009-2011 voru árleg meðalútgjöld til matvörukaupa 701.810 krónur. Frá febrúar 2010 til febrúar 2013 hækkaði verðlag um nálægt 13,5% og því lætur nærri að þessi fjár- hæð sé um 760.000 krónur í dag. Hagstofan áætlar að um 0,58% af útgjöldum meðalheimilis séu til kaupa á alifuglakjöti eða um 35.000 krónur á ári. Sum heim- ili kaupa eðlilega meira en önnur minna eins og gengur. Höldum því til haga að hér er um allt alifugla- kjöt að ræða, ekki bara kjúklinga- bringur. Heildar útgjöld 130.000 heimila (sem er fjöldinn sem for- maður SVÞ notar í sínu dæmi) til kaupa á öllu alifuglakjöti á ári eru samkvæmt þessu 4,5 millj- arðar króna. Erfitt er sjá að með innflutningi á kjúk- lingabringum sé hægt að spara 3,5 milljarða króna á ári. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Innan við helmingur Um 12,9% af út gjöldum heimi la nna fara t i l kaupa á matvörum. Inn- lendar búvörur eru innan við helmingur þessara útgjalda. Útgjöld til kaupa á grænmeti og vörum úr grænmeti og kartöflum eru 1,16% af útgjöld- um heimil anna. Talsvert af græn- meti er flutt inn árið um kring. Mikilvægar grænmetistegundir eins og tómatar, gúrkur og papr- ika eru án tolla allt árið. Bændur í þessari framleiðslu fá beingreiðslur frá hinu opinbera til að styðja við reksturinn. Tollar eru lagðir á nokkrar tegundir útiræktaðs græn- metis meðan íslensk framleiðsla er á markaði á haustin og framan af vetri. Kaup á kjöti eru 2,8% útgjalda heimilanna og 2,4% eru til kaupa á osti, eggjum og mjólkur vörum, alls 5,2%. Þessir tveir vöru flokkar svara til um 40% af útgjöldum heimilanna til matvörukaupa. Auð- vitað er hægt að velta fyrir sér áhrifum verðlækkunar á þessum vörum. Tíu prósenta lækkun útgjalda til þessara tveggja flokka myndi t.d. skila 0,5% lækkun á útgjöldum heimilanna. Spyrja má hvort verslunin eigi ekki aðra og nærtækari möguleika til að færa heimilunum slíkan sparn- að. Afgreiðslutími verslana er t.d. óvíða jafn langur og þekkist hér á landi og fjárfesting í verslunar- húsnæði er mikil. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu hennar á kostnað bænda. Þetta mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Reynsla Finna bendir til þess að völd smá- sölunnar hafi aukist við inngöngu Finnlands í Evrópusambandið og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagn- ingu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningstolla er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Matvörukaup heimilanna NEYTENDUR Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands ➜ Erfi tt er sjá að með innfl utningi á kjúklinga- bringum sé hægt að spara 3,5 milljarða króna á ári. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES- samstarfinu. Þar séu van- nýtt tækifæri og EES-sam- starfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að for- ysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES- samningurinn sé traustur þver- biti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði telj- andi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrif- in í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norð- mönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar held- ur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viður- kenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niður staðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagn- vart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana? Páskabréf til Björns Bj. EVRÓPUMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ➜ Er hægt að auka áhrifi n í EES-samstarfi nu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafl a en við. HJÁLPARSTARF Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálpar- starfssviðs Rauða krossins á Íslandi Heimili og skóli – lands- samtök foreldra leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við foreldra á öllum skólastigum og veita þeim ráðgjöf, fræðslu og vettvang til samráðs og samstarfs. Nýverið héldu samtökin fund fyrir for- eldra framhaldsskólanema í þeim tilgangi að þeir gætu deilt hollráðum og reynslu sín á milli. Þegar framhaldsskólana ber á góma beinist um ræðan iðulega að forvarnarmálum og hvort foreldrar ættu að hafa eitt- hvað að segja um skemmtanahald barna sinna í tengslum við fram- haldsskólaböllin. Hefðin fyrir því að foreldrar hafi beina aðkomu að slíku skemmtanahaldi er hvorki rík né löng hér á landi og þykir sumum tilhugsunin um inngrip af þeirra hálfu vera framandi eða jafnvel óviðeigandi. Þrátt fyrir það er for- eldrastarf á framhaldsskólastigi að sækja í sig veðrið og í sumum skólum hafa foreldrar boðið upp á margvíslega fræðslufundi og tekið sig saman og staðið fyrir svo- kallaðri foreldragæslu í tengslum við stærstu viðburði félagslífsins á hverju skólaári, eins og busa ballið og árshátíðir. Stjórnar- meðlimir í foreldraráði Menntaskólans í Reykja- vík hafa staðið vaktina undanfarið og aðstoðað skemmtanahaldara, for- varnarfulltrúa og kenn- ara sem koma að gæslunni við að allt fari sómasam- lega fram. Viðbrigðin mikil Aðspurðir segja full trúar foreldraráðsins að við- brigðin séu mikil fyrir nýnemana að hefja skólagöngu í menntaskóla; þeir komi úr vernd- uðu umhverfi grunnskólans og skyndilega standi þeir frammi fyrir auknu frelsi sem og freist- ingum. Hefð er fyrir því í skólan- um að 6. bekkingar (lokaárs nemar) bjóði 3. bekkingum (nýnemum) í partý fyrir busaballið þar sem áfengar veigar eru gjarnan á boð- stólum. Foreldraráðið hefur í samstarfi við skólayfirvöld haft samband við foreldra og bent þeim á ábyrgð sína – að leyfa ekki eftirlitslaus partý þar sem ungmennum undir sjálfræðisaldri er boðið upp á vín. Þegar á ballið sjálft er komið felst foreldragæslan í því að taka á móti unglingunum þegar þeir koma og greiða úr því öngþveiti sem þá vill gjarnan myndast auk þess að sjá til þess að þeir fari ekki með áfengi inn á ballið. Þeim sem fyrir sakir ölvunar eru ófærir um að fara inn er komið í skjól svo þeir fari sér ekki að voða og samband er haft við foreldra. Foreldrarnir sem taka þátt i vaktinni eru síðan til taks á meðan ballinu stendur og hægt er að leita til þeirra ef eitt- hvað bjátar á. Fulltrúar foreldraráðsins segja að almennt sé góð samstaða um verkefnið og að þar sé náið sam- ráð við skólastjórnendur og for- varnarfulltrúa í lykilhlutverki – annars væri þetta óvinnandi verk. Auk þess eru þeir sannfærð- ir um að aðkoma þeirra og ann- arra sem að gæslunni koma skipti máli; þeir séu að þessu til öryggis og hagsbóta fyrir börnin sín og að þeir sem tengiliðir við foreldra- samfélagið í heild sinni geti gefið foreldrum innsýn í veruleika ungs fólks sem þeir gera sér gjarnan ekki fyllilega grein fyrir. Foreldrar og skemmtanahald ➜ Þessi verkefni njóta öll framlaga almennings á Íslandi í gegnum utan- ríkisráðuneytið. Nyti þessara framlaga ekki við er óvíst að Rauði krossinn á Íslandi hefði haft bolmagn til að fara í verkefnin. FORVARNIR Björn Rúnar Egilsson verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT ➜ Foreldraráðið hefur í sam- starfi við skólayfi rvöld haft samband við foreldra og bent þeim á ábyrgð sína – að leyfa ekki eftirlitslaus partý... Vistvangur - framtíðarsýn um sambúð lands og lýðs Allt áhugafólk um gróðurvernd, uppgræðslu og sjálfbæra þróun velkomið á fundinn sem hefst kl. 16.30. Aðalfundur GFF 2013 fer fram í Norræna húsinu fimmtudaginn 4. apríl undir yfirskriftinni KATLA FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 (the “SICAV“) ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of KATLA FUND to attend the annual general meeting to be held at the registered office of the SICAV on 18 April 2013 at 10.00 a.m. with the following agenda: 1. Report of the Board of Directors and of the approved statutory auditor 2. Approval of the annual accounts as at 31 December 2012 3. Allocation of the results 4. Discharge to the directors 5. Renewal of the mandate of the approved statutory auditor 6. Statutory elections 7. Miscellaneous The shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions will be taken by simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the SICAV. Shareholders, who wish to attend the annual general meeting, are requested to inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 – ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days prior to the annual general meeting.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.