Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 14
28. mars 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hjálparstarf kirkjunnar vill vissulega draga fram erfiða stöðu fátækra á Íslandi og hvetja fólk til að bregðast við og taka þátt í páskasöfnun til eflingar innanlandsstarfi sem nær til alls lands- ins. Valgreiðsla bíður þín í heimabankan- um og þú getur gefið á framlag.is. En við viljum ekki síður benda á hæfileika og getu þeirra sem hafa vegna fátæktar ýst út á jaðar samfélagsins, hafa einangrast og fá ekki að taka þátt og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Framlag sem við höfum alls ekki efni á að vera án. Ónýtt geta, ónýttir hæfileikar, ónýtt framleiðni sem við þurfum á að halda. Hjálparstarfið þrýstir á hið opinbera að beita í frekari mæli einstaklings- miðuðum lausnum og hlúa betur að þeim sem hafa lent milli skips og bryggju í kerfinu. Með stofnun Íslands- deildar EAPN (European Anti Poverty Network), ásamt öðrum samtökum, vill Hjálparstarfið vinna gegn fátækt, stuðla að opinni umræðu og þrýsta á yfirvöld um lausnir. Það borgar sig nefnilega, mannlega og efnahagslega, að ná öllum inn í hlýjuna, að virkja alla til þátttöku. Um það snýst starf Hjálparstarfsins á Íslandi í sam- starfi við fjölda aðila. Markmiðið er að rjúfa vítahring fátæktar, horfa á getu og hæfni hvers og eins og opna möguleika til virkrar þátttöku í samfélaginu. Það gerist með efnislegri aðstoð, til dæmis inneignarkortum í matvöruverslunum, lyfjastuðningi og stuðningi vegna kostn- aðar við framhaldsskólanám, en um leið með almennri ráðgjöf, fjármála- ráðgjöf, sjálfstyrkingarnámskeiðum og lífsleikni-, matreiðslu- og sauma- námskeiðum. Markmiðið er sjálfstæði og betri lífsafkoma. Með þeim sem eru í erfiðri stöðu er mikill kraftur og geta sem þarf að virkja og finna farveg fyrir. Þegar því er náð er gangan hafin, í eigin krafti sem fullgildur þjóðfélagsþegn sem fær að láta ljós sitt skína. Ljós sem hafði af ýmsum ástæðum dofnað og jafnvel slokknað. En þannig á það ekki að vera. Fátækt kallar á aðgerðir. Hvað ætlar þú að gera? Fátækt kallar á aðgerðir SAMFÉLAG Bjarni Gíslason upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar ➜ Það borgar sig nefnilega, mann- lega og efnahagslega, að ná öllum inn í hlýjuna, að virkja alla til þátt- töku. Um það snýst starf Hjálpar- starfsins á Íslandi í samstarfi við fjölda aðila. Hneykslast á Facebook Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er á móti leyndar- hyggju, enda nú í framboði fyrir Pírataflokkinn, og skellti samnings- tilboði stjórnmálaflokkanna, til að liðka fyrir þingfrestun, á Facebook. Birgittu fannst hugmyndin um að 40 prósent kjósenda þyrftu að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá vera út í hött. Birgittu tókst reyndar að reikna sig upp í að þetta þýddi að lágmarki 90 prósenta kjörsókn en leiðrétti það, en nefna má að samþykkt á auðlindaákvæðinu í þjóðaratkvæðinu hefði fallið innan væntanlegra marka. Birgitta taldi það hins vegar ofbeldi að gera jafn veigamiklar breytingar á málinu og lágmarksþátttakan væri. Hneykslast á sjálfri sér Í því ljósi er rétt að rifja upp þingsályktunartillögu Péturs H. Blöndal, en einn meðflutningsmanna hennar var einmitt Birgitta Jóns- dóttir. Þar er lagt til að ekki bara 40 prósent kosningabærra manna þurfi að samþykkja stjórnarskrárbreytingar, heldur 50 prósent. Kannski skýrir það hneykslun Birgittu að það var lækkað í 40 prósent? Lítið fylgi við Jesú Sá plagsiður hefur ágerst að stjórn- málamenn tíni til ýmis löngu látin mikilmenni og fullyrði að þau væru sammála þeim sjálfum í dag. Nægir að nefna skírskotanir til meintrar afstöðu Jóns Sigurðssonar í því samhengi. Líklega á Sigmundur Ernir Rúnarsson metið í þessu, en hann fullyrti í viðtali við DV í fyrra að „Jesús Kristur myndi kjósa Samfylkinguna“. Skoðanir Jesú virðast orðnar í miklum minnihluta í samfélaginu, þar sem aðeins 12,5 prósent segja kjósa Samfylkinguna í nýjustu könnun. kolbeinn@frettabladid.is Búsáhaldabyltingin sjálfsprottin eða skipulögð? V ið Íslendingar tökum hreinu drykkjarvatni gjarnan sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Fáar þjóðir búa þó við önnur eins forréttindi og við í þeim efnum; að úr krönum í borgum og bæjum komi tandurhreint og ómeðhöndlað hágæðavatn. Víðast hvar er raunveruleikinn allt annar. Við umgöngumst hins vegar ekki þessa auðlind okkar, hreina vatnið, af tilhlýðilegri virðingu og varúð. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins var úttekt á ýmsum fyrirhuguðum framkvæmdum á jaðri vatnsverndarsvæðis Reykvíkinga. Á Hólmsheiði á að byggja fangelsi og hugmyndir eru um að færa innanlands- flugvöllinn þangað. Áform eru um að stækka og efla skíða- svæðið í Bláfjöllum, sem gæti fjölgað mjög ferðamönnum sem þar eiga leið um. Stórtækustu plönin eru um uppbyggingu ferðaþjónustu í Þríhnúkagíg, sem hundruð þúsunda gætu heimsótt á ári hverju. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgar- svæðinu (FVH) hafa verulegar áhyggjur af þessum áformum og stórauknum ferðamannastraumi um svæði sem á að vera helgað vatnsvernd. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- lits Hafnarfjarðar og Kópavogs og formaður FVH, varaði í samtali við Fréttablaðið sterklega við sofandahætti í vatnsverndarmálum. Framkvæmdastjórnin telur nauðsynlegt að gera heildstæða sam- gönguáætlun um Bláfjallasvæðið áður en hægt sé að fallast á uppbyggingu þjónustu fyrir hundruð þúsunda ferðamanna. Blá- fjallavegurinn standist engar öryggiskröfur, en olíumengunarslys vegna til dæmis rútu sem ylti út af veginum er talið einn helzti áhættuþátturinn sem ógnar vatnsbólum Reykvíkinga. „Ef það verður olíumengunarslys, og það þarf ekki að vera stórvægilegt, eru vatnsbólin farin á stundinni,“ segir Guðmundur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gengur enn lengra og telur að jafnvel þótt vegurinn verði bættur verði hann alltaf áhættuþáttur vegna legu og veðurfars á svæðinu. Huga þurfi að samgöngu- mátanum og setja spurningarmerki við að allir aki á einkabílum upp í Bláfjöll til að njóta útivistar. Samkvæmt svörum Vegagerðarinnar við fyrirspurnum Frétta- blaðsins eru engar áætlanir um að byggja upp Bláfjallaveginn og óljóst er hvernig á að bæta aðgengi ferðamanna að Bláfjalla- svæðinu og Þríhnúkagíg. Þetta mál er eitt dæmið um ósamkvæmnina og hugsunarleysið sem einkennir gullgrafarahugsunarhátt þeirra sem vilja moka sem flestum ferðamönnum inn í landið sem allra fyrst. Betri nýting á skíðasvæðinu í Bláfjöllum er frábær hugmynd, sömuleiðis að opna undur Þríhnúkagígs fyrir ferðamönnum. En við getum ekki bara vaðið áfram án þess að huga að afkastagetu og öryggi samgöngu- mannvirkjanna, hvað þá öryggi neyzluvatns höfuðborgarinnar. Eða hvað myndi það gera fyrir ímynd Íslands sem ferðamanna- lands ef mengunarslys yrði á Bláfjallasvæðinu sem þýddi að höfuðborgar búar og gestir þeirra yrðu að kaupa vatn á flöskum? Sótt að vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa: Hreint vatn er ekki sjálfsagt mál Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.