Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 22
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Tinna Brá Baldvinsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar Hríms, er nýflutt í draumahús sitt í Vesturbænum. Hún stráði um heimilið fögrum munum, gömlum klassískum tekkmublum í bland við litríka hönnun. Tinna Brá er hvergi bangin við að umkringja sig litum og málaði veggi heimilisins samkvæmt vel valdri litapallettu. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Litrík notalegheit í Vesturbænum LJÓSBLÁR SMEG-ÍSSKÁPUR „Eldhúsið er hálfopið inn í stofu, sem mér þótti heillandi, en innréttingin er upprunaleg svo ég valdi þennan gráa lit á veggina í stíl við hana. Svo seldum við tvöfalda ísskápinn okkar með klakavél, maðurinn minn grét sig í svefn yfir því, og fjárfestum í drauma- ísskápnum mínum, Smeg. Það var erfitt að velja lit en ljósblár varð fyrir valinu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÚK Í APPELSÍNUGULAN „Ég hef verið með æði fyrir appelsínugulum síðan ég var lítil og er að reyna að hætta þessari áráttu minni. Finnst viðeigandi að hafa hann í forstofunni þar sem liturinn er glaðlegur og tengir saman alla appelsínu- gulu hlutina mína.“ GERIÐ UPP SKENKINN „Þessi skenkur var fyrsta afgreiðslu- borðið í Hrím-búðinni fyrir norðan og keyptur í Frúnni í Hamborg. Hann var illa farinn en ég náði að gera hann upp með tekkhreinsi og dýrustu olíunni sem ég fann í búðinni. Við ákváðum svo að halda áfram með bláa litinn á ísskápnum á vegg ina í stofunni. Málverkið á bak við er eftir Hauk Dór.“ LITRÍKT BARNAHERBERGI „Sonur minn hefur erft áhugann á appelsínugulum frá mér. Allt sem hann gerir í leikskólanum er í appelsínugulum því það er uppháldsliturinn hennar mömmu, sem er frekar krúttlegt. Smáhlutahillurnar fyrir ofan rúmið eru úr Hrími og mjög sniðugar. Hann sér sjálfur um að raða í þær, þar sem Legókarlarnir hafa forgang.“ FJÖLSKYLDUHERBERGI „Aftur erum við með bláa litinn á veggjunum en mér finnst hann passa vel á móti tekkinu þar sem hann er svo kaldur. Þessir dönsku mánaðardiskar eru frá ömmu mannsins míns og setja skemmtilegan svip á vegginn. Við notum þetta herbergi mikið en það er opið inn í stofu. Svo er þetta skrifborð frá afa mínum sem mér þykir mjög vænt um.“ Fylltu heimilið af litum Þó að svart og hvítt séu klassískir litir er ekkert skemmtilegra en að lífga upp á tilveruna með skemmtilegri hönnun í æpandi lit. Hinn frægi Vitra- sófi í grænum lit Skemmtilegir munir frá merkinu Kidsonroof Það er þekkt að litir lífga upp á skammdegið en einnig nú með hækkandi sól er ekki úr vegi að bæta nokkrum litum inn á heimilið en af nógu er að taka. Passa þarf þó að litagleðin verði ekki allsráðandi á heimilinu sem fljótt getur orðið trúðsleg og því best að vanda litavalið vel. Hér eru nokkrir skemmti legir hlutir í glaðlegum litum. Appelsínugulur Eames-stóll Appelsínugul Vitra- klukka í retróstíl Páskalegir Applicata- kertastjakar Grænn svanur eftr Arne Jacobsen George Nelson- klukka í glaðleg- um lit SKILIN MILLI STOFU OG ELDHÚSS „Þetta eikarplankaparkett var á gólfinu og mér finnst það hlýlegt. Frístandandi hansa- hilluna, sem nefnist Pira-system, notum við til að skilja að eldhús og stofu en það er líka mjög gott skápapláss í leiðinni. Þennan fussy-koll hef ég átt lengi en mér fannst hann náttúru- legastur í þessum lit. Á þessu heimili er hann ekki bara skraut, heldur mikið notaður og sonur minn hefur meira að segja fest sleikjó í honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.