Fréttablaðið - 30.03.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 30.03.2013, Síða 36
| ATVINNA | Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust starf yfirhjúkrunarfræðings við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti frá 1. maí 2013. Starfshlutfall er 100%. Heilsugæslu Efra-Breiðholts er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum Efra-Breiðholts. Starfsemi stöðvarinnar er fjölþætt og áhersla er lögð á teymisvinnu. Veitt er samfelld þjónusta með hag einstaklingsins og fjölskyldunnar í huga. Yfirhjúkrunarfræðingur er yfirmaður hjúkrunar á heilsugæslustöð og stuðlar að uppbyggingu og þróun hjúkrunar. Hann skipuleggur og stjórnar allri hjúkrunarþjónustu heilsugæslustöðvarinnar og tekur þátt í klínísku starfi. Hann, ásamt yfirlækni, ber ábyrgð á að heilsugæslustöðin starfi samkvæmt stefnu Heilsugæslunnar og stjórnar daglegum rekstri. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Menntunar- og hæfnikröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun. • Framhaldsmenntun í hjúkrun er æskileg. • Fjölþætt reynsla í heilsugæsluhjúkrun er æskileg. • Reynsla af stjórnun er skilyrði. Færni og aðrir eiginleikar • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt. • Áhugi og færni til að leiða hóp fagaðila. • Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði. • Framsækinn og dugmikill leiðtogi. • Öguð vinnubrögð. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efna- hagsráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunar- leyfi, ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sótt er um starfið rafrænt á; www.heilsugaeslan.is, undir „laus störf”. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til og með 13.04.2013. Nánari upplýsingar veitir: Þórunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar sími: 585-1300, netfang: thorunn.olafsdottir@heilsugaeslan.is Yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Efra - Breiðholti STARFSLÝSING HÆFNISKRÖFUR UM BASIS HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM atvinna@basis.is 8. apríl NETSÉRFRÆÐINGUR ÓSKAST ÖFLUGUR SÖLUMAÐUR ÓSKAST Á NORÐURLANDI Gæði, reynsla og gott verð! Hæfniskröfur: 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.